Apple hélt árlega haustkynningu sína í San Francisco á miðvikudag og kynnti þar nýja kynslóð iPhone-snjallsímans og nýjan iPad Pro auk nýrra möguleika í Apple TV. Tæknivarpið gerir upp kynninguna í þætti sínum.
Umsjónarmenn þáttarins þessa vikuna eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Andri Valur Ívarsson, Bjarni Ben í beinni frá London og Sverrir Björgvinsson frá Einstein.is. Apple uppfærði einnig Apple Watch og eru nú fáanlegar dýrari og vandaðari ólar auk nýrra lita á tækið sjálft.
Ein stærsta uppfærslan var á myndavélinni í iPhone 6s sem framkallar nú 12 milljón punkta myndir og tekur myndbönd í 4K-upplausn. Það eru helmingi fleiri punktar en myndavélin sem fylgdi iPhone 6 framkallaði.