Tæknivarpið – Ný stefna hjá Intel og Grid úr beta

Það er eld­gos og tæknin spilar smá hlut­verk þar enda snertir það flesta anga lífs okk­ar. Björn Stein­bekk náði ótrú­legu dróna­mynd­band með DJI FPV drón­anum þar sem hann fer í gegnum eld­gosagusu á ógn­ar­hraða. Mynd­bandið Lava Surf­ing! er að finna á Youtube ásamt fleiri skotum og end­aði á The Verge tækni­frétta­síð­unni.

Íslenska ríkið kynnti nýja staf­ræna stefnu sem við erum mjög spenntir fyr­ir, en eng­inn náði þó að kynna sér hana. Við köllum því eftir aðila í þátt­inn til að fræða okkur um staf­ræna stefnu ríks­ins!

Grid er komið út úr beta próf­unum og hefur sölu á þjón­ustu sinni. Grid er sniðug leið til að birta gögn á lif­andi máta. Grid kostar frá 29USD á mán­uði, en það er í boði ókeypis pakki með tak­mörk­uðum eig­in­leik­um. Til ham­ingju Grid! https://grid.is

Öku­vísir frá VÍS virð­ist biðja um aðgang að gögnum tengt „Health & fit­ness” í Apple tækjum sam­kvæmt „Pri­vacy valu­es” inn í App Store. En hvaða gögn vitum við ekki. Við höfum óskað eftir ítar­legu svari frá VÍS.

Intel er lítið í sér og drullar yfir Apple í nýjum aug­lýs­ing­um, sem er nýlega farið að nota sína eigin örgjörva. Intel réð til verks­ins leik­ar­ann Justin Long, en hann lék einmitt Mac Guy í aug­lýs­ingum Apple frá þar­síð­asta ára­tug sem hétu „Get a Mac”. Þar gerði Apple óspart lítið úr „PC” tölvum (sem Mac tölvur eru samt líka, einka­tölv­ur). Nú er Intel að hefna sín á Apple og gerir lítið úr fjöl­breyti­leika tækja þeirra. Aug­lýs­ing­arnar hitta flestar vel utan marks og ein þeirra bætir nú ásýnd Mac­book Pro með því að færa skjá­inn nær könt­um. https://www.youtu­be.com/watch?v=r­vDDC6ktCUg

Intel er að taka sig í gegn og ætlar að taka nýja stefnu. Intel ætlar að setja 20 ma. USD í tvær nýjar banda­rískar verk­smiðjur í Arizona. Intel einnig að nýta sér aðrar verk­smiðjur til að smíða Intel örgjörva. Intel ætlar svo að opna sig gagn­vart því að fram­leiða örgjörva fyrir aðra, rétt eins og TSMC og fleiri verk­smiðjur (e. foundries). Intel hefur verið gagn­rýnt síð­ast­liðin 5 ár fyrir að drag­ast vel aft­urúr sam­keppn­inni og eru nýju tölvu­ör­gjörvar Apple til marks um það.

OnePlus kynnti þrjá nýja síma í vik­unni: OnePlus 9, 9 Pro og 9R og við erum spennt­ir.

Fyr­ir­tæki Elon Musk, Star­l­ink, hefur opnað fyrir forp­ant­an­ir. Star­l­ink er gervi­tungla­net­kerfi sem býður upp á allt að 100 mega­bita hraða á sek­úndu og 20 millísek­únda svar­tíma. Það verður í boði á Íslandi á næsta ári. Borga þarf 99USD til að taka frá sæti í röð­inni. Fyrst kem­ur, fyrst fær! https://www.star­l­ink.com

Chris Metzen sem var 22 ár hjá Blizz­ard hætti í fyrra og stofn­aði nýtt fyr­ir­tæki með öðrum fyrrum sam­starfs­mönnum sín­um: Warchief Gaming. Fyrsta verk­efnið þeirra hefur verið til­kynnt: Auro­boros: Coils of the Serpent. Það verður leikur byggður á fimmtu útgáfu Dun­ge­ons & Dragons og verður hann fjár­magn­aður á Kickstarter sem opnar 20. apríl næst­kom­andi. Kickstarter

Stjórn­endur í þætti 271 eru Atli Stef­án, Bjarni Ben og Elmar Torfa­son.

Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021