Google kynnti nýja útgáfu af Android-stýrikerfinu fyrir snjalltæki á einni af flottari Google I/O-ráðstefnum síðari ára í síðustu viku. Google segist vera búið að laga fleiri þúsund villur og ætla að auka öryggi notenda gagnvart öppum. Öryggismálin verða jafn ströng og þau eru hjá Apple AppStore, þar sem fyrirtækið leyfir sér að setja nokkuð háan þröskuld fyrir appframleiðendur.
Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvason og Andri Valur Ívarsson. Í þættinum er fjallað ítarlega um Google I/O auk fleirri frétta úr tækniheimum. Þar ber hæst þungur dómur yfir stofnanda Silk Road-svaramarkaðsvefsins og nýtt auglýsingamódel hjá Netflix.
Meðal þess sem kynnt var á ráðstefnu Google var Android Pay, nýja stýrikerfið Brillo, Google Photos, Now on tab og Google Cardboard.