Gunnlaugur Reynir, Atli Stefán, Bjarni Ben og Axel Paul spjalla um tækni og græjur í Tæknivarpinu þessa vikuna. Þeir spjalla meðal annars um nýja appið frá RÚV þar sem hægt er að nálgast útsendingar og sarpinn hjá ríkismiðlinum. Svo er venju samkvæmt farið yfir hlutina sem þeir félagar eru að fikta í þessa dagana.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.