Bandaríska teiknimyndaserían The Simpsons verður ekki gefin út á DVD framar. Samkvæmt því sem heyrst hefur innan úr Fox-myndverunum, sem framleiða þættina vinsælu, þá þykir það ekki vera skynsamlegt að framleiða diskana þegar hægt er að horfa á alla þættina á vefnum. Um þetta ræða þeir Gunnlaugur Reynir og Andri Valur Ívarsson í Tæknivarpinu þessa vikuna.
Auk þess ræða þeir snjallúr frá Android og Apple, íslenska stjörnu á YouTube og framsækna myndavélatækni á iPhone-símum framtíðar.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.