Tæknivarpið sendir út frá þremur borgum í tveimur löndum í dag. Þeir Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Bjarni Ben og Axel Paul Gunnarsson stjórna þættinum í dag. Þeir ræða uppfærslu á Android-úrin og orðróm um Samsung Galaxy Gear-úrin.
Þá ræða þeir nýjungar frá Spotify því auk tónlistarstreymis ætlar sænska fyrirtækið að fara að bjóða upp á myndbandastreymi frá Comedy Central og þeirra líkum. Þá verður hægt að streyma hlaðvörpum í gegnum þetta vinsæla forrit. Spotify á þannig að henta við öll tækifæri hlustenda, hvenær sem er dagsins.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.