Ashley Madison-vefurinn býður þeim sem hafa hendur í hári tölvuþrjótanna sem réðust á síðuna 500.000 kanadíska dollara að launum. Tæknivarpið er komið úr sumarfríi og þeir félagar í Símon.is ræða árásina á Ashley Madison auk alls þess sem gerst hefur í sumar. Af nógu er að taka enda hafa hugbúnaðarfyrirtæki keppst við að uppfæra vörur sínar.
Í Tæknivarpinu í dag eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Andri Valur Yngvason, Atli Stefán Ívarsson og sérlegur gestur er Jón Heiðar Þorsteinsson, hjá markaðsdeild Advania.