Tæknivarpið mætir ferskt á nýju ári með stútfullan þátt af allskonar áhugaverðum orðrómum um hvað muni gerast í heimi tækninnar á árinu 2015. Þeir félagar, Gunnlaugur Reynir, Andri Valur, Bjarni Ben og sérlegur gestur Sverrir Björgvinsson, fjalla meðal annars um CES raftækjasýninguna og telja til hluti sem þar eru kynntir.
Þá fara þeir ítarlega í saumana á orðrómi um að nú eigi að loka Netflix en um það hafa birst misvísandi fréttir að undanförnu.
Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að ofan eða í hlaðvarpsstraumi Kjarnans. Svo má fylgjast með Símon.is á Twitter, Facebook og á Simon.is.