Í fyrsta þætti Vitundarvarpsins fær Eva Baldurs til sín jógakennarann og heilarann Ágústu Kolbrúnu Roberts. Ágústa lifir mjög heilsusamlegu og heilnæmu lífi og lifir í flæði. Ágústa talar um sitt ferðalag, hvað það er að vera í tengingu, hvernig hennar taktur er. Eva og Ágústa ræða um andlega vakningu, fyrra líf Ágústu sem risaeðla, fíknir, sambönd, yogafræði, mýktina og kærleikann og allt milli himins og jarðar.
Í vitundarvarpinu fær Eva Baldursdóttir til sín góða gesti í opnar og einlægar samræður um andlega þátt tilverunnar. Allt er undir og skyggst er inn í líf áhugaverðra einstaklinga sem eru á andlegri braut í heimi rökhyggjunnar. Þátturinn er hannaður til að hjálpa hlustendum að vakna til vitundar, vera besta útgáfan af sjálfum sér og komast dýpri tengingu við umheiminn.
Málefnin eru af margvíslegum toga. Í þættinum er fjallað um hvað sé meðvitað líf og hvernig megi ná meiri fullnægingu í sínu daglega lífi. Mikil áhersla verður lögð á meðvitund um þátt hugsana og tilfinninga. Fjallað er um ástina, velgengni, tilganginn, vinnuna, fíknir, samskipti, sambönd, trú, ástina, hamingju, miðilsgáfu og hugmyndir um önnur líf. Kostir hugleiðslu, jóga, heilunar, lífræns mataræðis, hreyfingar, minimalisma og öll önnur málefni nýaldarfræðinnar til að bæta lífsgæði verða tekin fyrir. Þá verður rætt um stöðu samfélagsins, hraða, uppsetningu þess, stjórnmál og svo framvegis. Gestir þáttarins munu miðla sínum sannleik og veita innsýn inn í þeirra persónulegu vakningu.
Vaknið - með Kjarnanum og Evu Baldurs.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.