Í fjórða þætti Vitundarvarpsins fær Eva Baldurs til sín Auði Bjarnadóttur, eiganda Jogasetursins, kundalini jógakennara og fyrrum ballerínu m.a hjá Þjóðleikhúsinu. Auður ræðir bakgrunn sinn, hvernig það kom til að hún fór að iðka og kenna jóga m.a meðgöngujóga. Auður fjallar um hvað jóga er, lífsspeki, og miðlar af visku sinni um kosti þess og eins og venja er - fer samtalið vítt og breitt um mikilvægi þess að huga að andlegum þáttum sem forsenda fyrir ró, friði og hamingju.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.