Í sjötta þætti Vitundarvarpsins miðlar Guðni Gunnarsson eigandi Rope Yoga setursins sinni visku. Guðni fjallar um sinn bakgrunn í heilsurækt og þá lífsspeki sem hann er að miðla á námskeiðum sínum. Guðni fjallar um að finna tilganginn sinn, taka ábyrgð á líðan og aðstæðum og auka meðvitund í lífinu. Þannig aukum við getu okkar til að þiggja ljós og elska sig skilyrðislaust. M.a. fjallar Guðni um nauðsyn þess að sýna sér mildi, iðka þakklæti og forsenda þess að elska aðra sé að elska okkur sjálf fyrst. Þá sé mikilvægt að taka ábyrgð á hugsunum sínum sem skapa veruleikann og aga þær. Viðhorfið manns til manns sjálfs skipti öllu.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/kjarninn og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.