Í þessum tíunda og síðasta þætti sumarsins fær Eva til sín andlegu veruna Jónas Sigurðsson tónlistarmann og forritara. Í einlægu spjalli segir Jónas frá ferðalagi sínu. Frá uppvextinum, tónlistarferlinum, hvernig hann tókst á við kvíða, endurreisn hans sem listamanns og hvernig hann öðlaðist meiri sátt í lífinu- með því að fara inn á við. Aðdáendur Jónasar geta glaðst þar sem von er á nýrri plötu sem heitir því fagra nafni Milda hjartað. Með mildu hjarta eru manni svo sannarlega allir vegir færir.
Kjarninn í samstarfi við Storytel bíður þér að hlusta frítt á þúsundir hljóðbóka í símanum þínum í 30 daga. Það eina sem þú þarft að gera er að skrá þig á www.storytel.is/k…n og byrja að njóta. Storytel.is, þúsundir hljóðbóka í símanum þínum.