Í þætti dagsins spjallar Baldur við Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra og Piu Hansson forstöðumann Alþjóðamálastofnunar um samskipti Íslands og Bandaríkjanna.
Í Völundarhúsi utanríksmála Íslands verða rannsóknir Baldur Þórhallsson prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands til umræðu. Baldur hefur unnið að rannsóknum í stjórnmálafræði í hart nær þrjá áratugi og sérhæft sig í rannsóknum á stöðu smáríki í Evrópu og utanríkisstefnu Íslands. Markmiðið með þáttunum er að miðla og ræða niðurstöður rannsókna um utanríkistefnu Íslands. Ætlunin er að leiða hlustendur út úr völundarhúsi umræðunnar um utanríkisstefnu Íslands inn á beina og breiða braut skýrrar umræðu um utanríkismál.
Þættirnir eru hluti af samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs um smáríki við háskólans og hlaðvarp Kjarnans og liður í því að koma rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands á framfæri utan akademíunnar.