Í fjórða hlaðvarpsþætti Völundarhúss utanríkismála ræðir Baldur Þórhallsson, þáttastjórnandi, við Kristrúnu Heimisdóttur lektor í lögfræði og Gylfa Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla um Evrópustefnu íslenskra stjórnvalda.
Þau ræða meðal annars hvort Evrópustefna Íslands byggist á áfallastjórnun, þ.e. hvort íslensk stjórnvöld ákveði eingöngu að taka aukinn þátt í samvinnu ríkja Evrópu ef þau standa frammi fyrir áfalli eða krísu.
Þættirnir eru hluti af samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs um smáríki við háskólans og hlaðvarp Kjarnans og liður í því að koma rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands á framfæri utan akademíunnar.