Í sjötta og síðasta þættinum ræðir Baldur Þórhallsson þáttastjórnandi og prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands við þau Höllu Hrund Logadóttur orkumálastjóra og aðjúnkt við Harvard háskóla og Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra og höfund ítarlegrar skýrslu um utanríkismál Íslands.
Þættirnir eru hluti af samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Rannsóknaseturs um smáríki við háskólans og hlaðvarp Kjarnans og liður í því að koma rannsóknum fræðimanna við Háskóla Íslands á framfæri utan akademíunnar.