InDefence samtökin, sem fram til þessa hafa verið hluti af mikilvægu pólitísku baklandi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hafa nú snúist gegn stjórnvöldum og eru afar ósátt við stöðugleikaframlag slitabúanna, og að kröfuhafar muni fá undanþágu frá fjármagnshöftum til að fara með um 500 milljarða úr landi. Samtökin líta svo á, að undanþága til þess að gera þetta, sé lífskjaraskerðing fyrir almenning á Íslandi og að framlagið sé alls ekki nógu hátt.
Umsögn samtakanna frá því í gær er harðorð, og sagt að kynning á stöðugleikaframlaginu hafi verið villandi hjá stjórnvöldum. Þá séu forsendur seðlabankans fyrir undanþáguveitingu bjartsýnar þar sem hagvaxtarspá geri ráð fyrir afar miklum hagvexti, í sögulegum samanburði.
Umsögn samtakanna frá því í gær er harðorð, og sagt að kynning á stöðugleikaframlaginu hafi verið villandi hjá stjórnvöldum. Þá séu forsendur seðlabankans fyrir undanþáguveitingu bjartsýnar þar sem hagvaxtarspá geri ráð fyrir afar miklum hagvexti, í sögulegum samanburði.
Líklega munu stjórnvöld, og þá helst Sigmundur Davíð og hans nánasta bakland, leggja áherslu á að ná víðtækri sátt um þetta stóra hagsmunamál, en sé mið tekið málflutningi InDefence í málinu þá virðist mikið þurfa til þess að snúa mönnum þar á bæ.