Mikilvæg samfélagsstofnun

Auglýsing

Í mesta hama­gang­inum í Grikk­landi ákváðu þáver­andi stjórn­völd að loka gríska rík­is­út­varp­inu, það vakt­i ­sterk við­brögð víða um heim og þótti sýna lýð­ræðiskrepp­una sem landið var í. Það hefur nú verið opnað á nýjan leik og þótti mik­il­vægur áfangi fyrir lýð­ræð­ið í Grikk­landi. Enda hefur það komið fram hjá þeim fræði­mönnum sem rann­sakað hafa ­fjöl­miðla á alþjóð­legum vett­vangi að almanna­miðlar eru mjög mik­il­vægar stoðir í lýð­ræð­is­sam­fé­lögum og hafa enn­fremur mik­il­vægu menn­ing­ar­hlut­verki að gegna.

Því miður hafa dæmin sýnt að sum­um ­stjórn­mála­mönnum hefur hætt til að rugla saman almanna­eigum og sjálfum sér og hóta jafn­vel fjársvelti ef umfjöllun mið­ils­ins er þeim ekki að skapi.

Það er dap­ur­legt að fyrsta verk nú­ver­andi rík­is­stjórnar var að breyta lögum um Rík­is­út­varpið sem þá voru nýsam­þykkt vorið 2013.. Þing­menn allra flokka nema eins sam­þykktu þau lög en þau  voru afrakstur mik­illar vinnu þar sem leitast var við að skil­greina almanna­þjón­ustu­hlut­verk útvarps­ins.

Auglýsing

Ætl­unin var að breyta stjórn­ ­stofn­un­ar­innar þannig að val­nefnd, til­nefnd af Alþingi, sam­tökum lista­manna og há­skóla­sam­fé­lag­inu, gerði til­lögu til ráð­herra að stjórn sem fengi skýr­ara en um leið víð­tækara hlut­verk en áður. Hug­myndin var sú að fag­leg sjón­ar­mið réð­u ­för við skipun stjórn­ar. Síð­ast en ekki síst voru lagðar til ákveðn­ar ­tak­mark­anir á þátt­töku Rík­is­út­varps­ins á aug­lýs­inga­mark­aði en á móti rynni útvarps­gjald­ið, ­sem allir greiða, óskert til útvarps­ins.

Þessu breytti núver­and­i ­rík­is­stjórn til fyrra horfs. Útvarps­gjaldið var lækkað án nokk­urra raka og ­teknar voru til baka að hluta þær tak­mark­anir sem settar voru á öfl­un aug­lýs­inga­tekna. Ekki urðu þær ráð­staf­anir til að skapa sátt um Rík­is­út­varp­ið.

Ný skýrsla starfs­hóps ­mennta­mála­ráð­herra virð­ist ekki heldur til þess fallin að skapa aukna sátt um fag­legan og öfl­ugan almanna­þjón­ustu­mið­ill.Ekki er þar leitað fyr­ir­mynda í þeim löndum sem hingað til hafa verið fyr­ir­mynd Íslands í stefnu­mótun um al­manna­út­varp, þ.e. Norð­ur­lönd­unum og Bret­landi, þar sem almanna­út­varpið hef­ur haft sér­stakan tekju­stofn og haft mjög ríku menn­ing­ar­hlut­verki að gegna.

Það kann þó að vera breyt­ast ef ­marka má yfir­lýs­ingar danska menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ans Ber­tels Haarder sem hef­ur harð­lega gagn­rýnt Danska rík­is­út­varpið fyrir dag­skrár­gerð og frétta­mennsku og lít­ur á örar tækni­breyt­ingar og þróun á fjöl­miðla­mark­aði sem rök fyrir því að DR fái ekki lengur reglu­bundin afnota­gjöld. Verði þetta að veru­leika mun það veikja d­anska rík­is­út­varpið – sem hefur verið frum­kvöð­ull í að koma nor­ræn­u ­sjón­varps­efni á heims­mæli­kvarða og áhrifa­valdur í stór­sókn nor­rænnar menn­ing­ar á alþjóða­vísu.

Það virð­ist sam­eig­in­leg­t verk­efni hægri­manna í okkar heims­hluta að nýta tækni­breyt­ingar sem afsök­un ­fyrir því að veikja almanna­þjón­ustu­miðla í heima­löndum sínum – allt til þess að ­færa meiri völd og meira fjár­magn í hendur einka­að­ila á mark­aði og veikja ­fjöl­miðil almenn­ings. Þar með er alls ekki gert lítið úr þeim einka­rekn­u ­fjöl­miðlum sem starfa hér á landi sem ann­ars stað­ar. Öfl­ugt almanna­út­varp hef­ur ­styrkt fjöl­miðla­mark­að­inn sem heild og tryggt þar ákveðna fjöl­breytni.

Stjórn­endur Rík­is­út­varps­ins hafa kynnt metn­að­ar­fulla fram­tíð­ar­sýn fyrir lands­mönnum und­an­farna mán­uði þar ­sem aukin áhersla er lögð á efni fyrir börn og ung­menni, á þjón­ustu við hin­ar dreifðu byggðir og að vinna úr þeim menn­ing­ar­verð­mætum sem stofn­unin geym­ir. Þessi sýn hefur mælst vel fyr­ir. Það er óskilj­an­legt að stjórn­völd kjósi ekki að fylkja sér á bak við þá fram­tíð­ar­sýn, virði hug fólks­ins í land­inu til­ ­fjöl­mið­ils­ins í sinni eigu og efli Rík­is­út­varpið í stað þess að efna til­ ófriðar um þessa mik­il­vægu sam­fé­lags­stofn­un.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None