Samhugur með þeim sem eiga bágt er falleg tilfinning. Vestfirðingar hafa oft sýnt að þeir standa saman þegar eitthvað bjátar á, hvort sem það er hjá einstaklingum eða heilu samfélögunum.
Ísafjarðarkirkja var þéttsetin að kvöldi 7. nóvember þegar haldnir voru styrktartónleikar fyrir Katrínu Björk Guðjónsdóttur, 22 ára gamla konu frá Flateyri, en hún dvelur nú á endurhæfingardeild Grensás eftir að hafa fengið heilablóðfall.
Á tónleikunum komu fram Karlakórinn Ernir, Flateyrarhljómsveitin, Nótukórinn, Kvennakór Ísafjarðar og Sunnukórinn. Þá söng vinkona Katrínar Bjarkar, Arnheiður Steinþórsdóttir, einsöng. Að sögn RÚV var mikið fjölmenni í kirkjunni og fylgdist Katrín Björk með öllu sem fram fór, í gegnum Skype.
Ísafjarðarkirkja var þéttsetin að kvöldi 7. nóvember þegar haldnir voru styrktartónleikar fyrir Katrínu Björk Guðjónsdóttur, 22 ára gamla konu frá Flateyri, en hún dvelur nú á endurhæfingardeild Grensás eftir að hafa fengið heilablóðfall.
Á tónleikunum komu fram Karlakórinn Ernir, Flateyrarhljómsveitin, Nótukórinn, Kvennakór Ísafjarðar og Sunnukórinn. Þá söng vinkona Katrínar Bjarkar, Arnheiður Steinþórsdóttir, einsöng. Að sögn RÚV var mikið fjölmenni í kirkjunni og fylgdist Katrín Björk með öllu sem fram fór, í gegnum Skype.
Fallegt hjá Vestfirðingum og góð áminning um hversu samhugurinn er mikilvægur, og ómetanlegur þeim sem eiga um sárt að binda.
Aðstandendur og vinir hafa stofnað styrktarsjóð. Kt. 470515-1710, reiknr. 0515-14-410407.