Vefurinn Keldan setti í loftið áhugaverða þjónustu á dögunum, þar sem nálgast má ítarlegar fjárhagsupplýsingar um stærstu fyrirtæki landsins. Stærsta fyrirtæki landsins, með tilliti til rekstrartekna, er Icelandair Group, en heildarrekstrartekjur þess í fyrra námu rúmlega 141 milljarði.
Eitt af því sem athygli vekur þegar listi tuttugu stærstu fyrirtækja landsins, út frá fyrrnefndum mælikvarða, er skoðaður, er hversu fá nýsköpunar- og þekkingarfyrirtæki, með alþjóðlega starfsemi eru á listanum. Með nýsköpunar- og þekkingarfyrirtæki í þessu tilfelli, er átt við fyrirtæki sem frumkvöðlar hafa byggt upp með hugviti sínu og klókindum, alveg frá grunni, og teljast til alþjóðageirans.
Eitt af því sem athygli vekur þegar listi tuttugu stærstu fyrirtækja landsins, út frá fyrrnefndum mælikvarða, er skoðaður, er hversu fá nýsköpunar- og þekkingarfyrirtæki, með alþjóðlega starfsemi eru á listanum. Með nýsköpunar- og þekkingarfyrirtæki í þessu tilfelli, er átt við fyrirtæki sem frumkvöðlar hafa byggt upp með hugviti sínu og klókindum, alveg frá grunni, og teljast til alþjóðageirans.
Marel og Össur, þau glæsilegu fyrirtæki, eru bæði á meðal 20 stærstu fyrirtækjanna. Marel í öðru sæti með um 110 milljarða króna í rekstrartekjur í fyrra, og Össur í 12. sæti með tæplega 65 milljarða. Það verða mikil tímamót þegar íslenska hagkerfinu tekst að skapa jafn mögnuð fyrirtæki og þessi tvö, upp úr rótum þekkingariðnaðar, á nýjan leik. Það ætti að vera hollt og jafnframt raunhæft markmið að koma tveimur slíkum fyrirtækjum til viðbótar inn á topp 20 listann yfir stærstu fyrirtækin innan fárra ára.
Auglýsing