Að eiga inni fyrir stóru orðunum

21093513079_7919eee943_b.jpg
Auglýsing

Það var for­seti með stór orð sem mætti í við­tal á Bylgj­unni 17. nóv­em­ber, fjórum dögum eftir hryðju­verkin í Par­ís. For­seti sem vill sýna ákveðni og raun­sæi, hvetur til vit­und­ar­vakn­ingar og varar við ógn sem steðjar að. „Vissu­lega þurfum við að hafa áhyggj­ur“ og „við erum ekki eyland í þess­ari ver­öld“ sagði hann og útskýrði að við mættum ekki „lifa í barna­legri ein­feldni um það að með ein­hverjum aðgerðum á sviði umburða­lyndis og félags­legra umbóta sé hægt að taka á þessum vanda“. Ólafur Ragnar Gríms­son ætlar greini­lega að vera sá for­seti sem bregst við ógn­inni og hristir okkur úr and­vara­leys­inu sem hann segir hafa ríkt. Málið er að hann bæði ýkir ógn­ina og talar af van­þekk­ingu um hryðju­verka­menn. Inni­stæðan er eng­in.

Hann setur sig strax fram sem mik­il­vægan aðila í þess­ari vit­und­ar­vakn­ingu. Útskýrir að það hafi nú verið hann sem frétti af því að Sádí-­Ar­ab­ía, ríki sem hefur vissu­lega fóstrað öfga­kennt íslam og bein­línis fjár­magnað hryðju­verka­menn, hafi „ákveðið að hafa afskipt­i af trú­ar­brögðum á Ísland­i“. Hann vísar þá vænt­an­lega til fundar síns við sendi­herra Sádí-­Ar­abíu sem tjáði honum í mars að hann vildi styðja bygg­ingu mosku um rúma milljón Banda­ríkja­dala. For­set­inn virð­ist hafa frétt þetta fyrstur manna því eng­inn hjá Félagi íslenskra múslima hafði heyrt á þessa gjöf minnst. Í raun kom á dag­inn að félagið hefur engan áhuga á slíku fjár­magni, það myndi „aldrei þiggja neinar gjafir frá rík­is­stjórn sem virðir ekki mann­rétt­indi fólks­ins síns, brýtur á þeim og styðja hryðju­verk í Mið-Aust­ur­lönd­um“ (sjá hér). 

Þegar öllu er á botn­inn hvolft er það for­seti Íslands sem bauð emb­ætt­is­manni Sádí-­Ar­abíu á fund á Bessa­staði, sat fyrir á mynd með hon­um, hrós­aði landi hans og hvatti til auk­inna sam­skipta við Ísland sam­kvæmt skjölum frá Wiki­leaks.  Ólafur Ragnar Gríms­son lætur þessa teng­ingu á milli mosku á Íslandi og Sádí-­Ar­abíu ekki duga og talar líka um fjár­mögnun „skóla þar sem öfga­kennt íslam er ræktað og ungir karl­menn aldir upp í þeim við­horf­um“ í sam­hengi við þessa pen­inga­gjöf sem eng­inn tók við.

Auglýsing

Óljóst er hvernig Ólafur Ragnar Gríms­son telur nauð­syn­legt að taka á vand­anum sem hann gefur í skyn að sé til staðar á Íslandi. Við vitum bara að hann telur lausn­ina ekki liggja í umburð­ar­lyndi og félags­legum umbót­um. Í þessu sam­hengi er áhuga­vert að skoða sam­eig­in­leg ein­kenni franskra hryðju­verka­manna. Ég vildi að ég væri að tala um franskar upp­skriftir í glað­legra sam­hengi, en þegar bak­grunnur hryðju­verka­mann­anna er skoð­aður virð­ist raun­veru­lega vera um ákveðið mynstur, ákveðna upp­skrift, að ræða. Því miður höfum við úr tals­verðu að moða núna. Mohammed Merah í Tou­louse 2012, Mehdi Nemm­ouche í Brus­sel 2014, Chérif og Saïd Kou­achi ásamt Amédy Couli­baly í París í jan­úar 2015. Síðan hefur verið stað­fest að Ismaël Omar Mostefaï, Samy Amimo­ur, Bilal Hadfi og að lokum Brahim og Salah Abdeslam hafi tekið þátt í hryðju­verk­unum 13. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn.

Þessir hryðju­verka­menn eiga allir sam­eig­in­legan upp­runa í frönsku nýlend­un­um, þar sem fram­gangur Frakka var skammar­legur og ein­kennd­ist af ofbeldi og arðráni. Þessi upp­runi sést á nöfnum þeirra, og í Frakk­landi er ekki það sama að heita Mohammed og Pierre. For­dóm­arnir eru svo miklir og djúpir að ég fann fyrir þeim sjálf sem ung­lingur í Frakk­land­i. Lík­urnar á að alast upp í nið­ur­drep­andi ban­lieues - van­ræktum úthverfum - eru tölu­vert meiri og tæki­færin í líf­inu þeim mun færri. Eng­inn hryðju­verka­mann­anna fór í gegnum skóla þar sem öfga­kennt íslam er ræktað eins og Ólafur Ragnar minn­ist á. Þeir fóru í gegnum franska skóla­kerfið sem hampar gildum lýð­veld­is­ins: Liberté (frelsi), éga­lité (jöfn­uð­ur) og fra­tern­ité (bræðra­lag) en komust vænt­an­lega fljótt að því að þessi gildi eiga ekki eins mikið við um þá og hvíta Frakka. Að skóla­göngu lok­inni eru auknar líkur á atvinnu­leysi og þ.a.l. afbrota­ferli og notkun fíkni­efna.  Bak­grunnur þeirra sem stóðu að baki árás­unum 13. nóv­em­ber er enn að ein­hverju leyti óljós. Við vitum hins vegar að öfga­væð­ing Merah, Nemm­ouche, Chérif Kou­achi, Couli­baly og Salah Abdeslam átti sér stað fyrst í fang­elsi og síðan í litl­um, lok­uðum hópum utan þess (sjá hér og hér). Flestir þeirra byrj­uðu ekki að leggja rækt á íslam fyrr en í sam­hengi öfganna en ekki öfugt. Og þó trú­ar­lega hliðin á hug­myndum þeirra hafi vissu­lega verið ræktuð í moskum sem að ein­hverju leyti við­höfðu hat­ursá­róður (eins og margir kristnir söfn­uðir gera) voru hryðju­verkin ekki skipu­lögð þar.

Samy Amimo­ur, einn af árás­ar­mönn­unum í Bataclan tón­leika­saln­um, sýnir síðan aðra hlið á öfga­væð­ingu. Þrátt fyrir alsírskan upp­runa naut fjöl­skylda hans ákveð­inna lífs­gæða, hann lauk stúd­ents­prófi og fékk vinnu sem strætó­bíl­stjóri. Faðir hans, sem ferð­að­ist til Sýr­lands sum­arið 2014 og reyndi að sann­færa hann um að yfir­gefa Daesh (annað heiti yfir Íslamska rík­ið, sem þeir sjálfir hafa óbeit á) án árang­urs, byrj­aði að hafa áhyggjur af honum þegar hann fann „trúna“ allt í einu og byrj­aði að biðja, jafn­vel í laumi, því það tíðk­að­ist ekki á heim­il­inu. Þessi þögla teg­und af öfga­væð­ingu er algeng­ari hjá þeim sem hafa snú­ist til íslam eftir að hafa alist upp við önnur trú­ar­brögð. Sá hópur er tal­inn vera 30-40% af öfga­væddum ein­stak­lingum í Frakk­landi. Fethi Benslama, geð­læknir sem vinnur nú að sköpun mið­stöðvar fyrir ung­menni sem koma heim til Frakk­lands eftir dvöl í Sýr­landi, lýsir því að öfga­væð­ing geti verið aðlað­andi fyrir ung­menni (flestir öfga­væddir Frakkar eru 15-25 ára) sem þjást af miklum sjálfs­mynd­ar­erf­ið­leik­um. Í öfg­unum virð­ast menn finna ein­hvers konar heild­ar­lausn og til­gang, að vera her­maður Guðs í heilögu stríði.

Abdelhamid Abaaoud, ætlaður höfuðpaur hryðjuverkanna í París. MYND: EPA

Þegar maður vill að ein­hver hætti að elda eftir ákveð­inni upp­skrift er áhrifa­ríkt að gera hrá­efnið óað­gengi­legt. Meðal þeirra hrá­efna sem notað er í franska hryðju­verka­menn er félags­leg jað­ar­setn­ing og sál­fræði­legir erf­ið­leik­ar. Það er barna­leg ein­feldni að líta fram­hjá því. Alls staðar í Frakk­landi spyr fólk sig hvernig við getum komið í veg fyrir að ung­menni sjái það sem lausn vanda­mála sinna að ganga til liðs við Daesh. Margir eru sam­mála um að aukið umburð­ar­lyndi og félags­legar úrbætur í Frakk­landi séu liður í því, þó það sé að miklu leyti flókn­ara og tíma­frekara í útfærslu en tal um að kné­setja erlendan óvin og varpa sprengj­um. Að sjálf­sögðu spila ótal aðrir þættir inn í og jafn­vel sér­fræð­ingar í öfga­væð­ingu eru ósam­mála um flókið orsaka­sam­hengið sem nær frá frönsku úthverf­unum til ástands­ins í Mið-Aust­ur­lönd­um. Staðan er ekki svo flókin hér á Íslandi. Meðal ann­ars erum við ekki eins djúpt sokkin í félags­lega jað­ar­setn­ingu og Frakk­ar, heldur frekar í stöðu til að fyr­ir­byggja hana. 

Ráða­menn í Frakk­landi eru nú hvattir (sjá hér) til þess að slíta sam­skiptum við Sádí-­Ar­abíu og Katar, í það minnsta þangað til þessi kon­ungs­ríki hafa hætt sam­skiptum sínum við hryðju­verka­sam­tök og þegnar þeirra fá að njóta mann­rétt­inda. Það er eitt­hvað sem for­seti Íslands gæti gert í stað þess að bjóða emb­ætt­is­mönnum Sádí-­Ar­abíu á Bessa­staði, hrósa þeim og snúa því síðan upp í tor­tryggni gagn­vart múslimum á Íslandi. En það virkar kannski ekki eins öfl­ugt og að hampa stríðs­rekstri og stilla sér upp með Hollande, Obama og Pútín. Það er minna en vika síðan 129 manns féllu í árus­unum í París og enn berj­ast mörg fórn­ar­lömb hryðju­verka­mann­anna fyrir lífi sínu. Ólafur Ragnar Gríms­son ætlar greini­lega að grípa þessa særðu, frönsku gæs meðan hún gefst.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None