RÚV í toppklassa

Auglýsing

Í fyrri grein minni um þróun fjöl­miðla­notk­un­ar, einkum sjón­varps, var fjallað um nokkrar stað­reyndir varð­andi Evr­ópu og þær þjóðir sem við Íslend­ingar berum okkur einkum saman við.  Þar kom fram að línu­leg dag­skrá er ennþá alls­ráð­andi varð­andi áhorf og ekki lík­legt að sú mynd breyt­ist snar­lega á næstu árum.  Hins vegar horfir yngra fólk minna á hefð­bundið sjón­varp og sú stað­reynd kemur til með að breyta þessu lands­lagi.

Hér á eftir verður litið á sjón­varp og útvarp í almanna­eig­u/­rík­is­miðla (e. Public Service Media, PSM) og einkum RÚV og hvernig okkar almanna­út­varp, -sjón­varp stendur sig í sam­an­burði við þær þjóðir sem við eigum einna helst sam­leið með.  Nið­ur­staðan er í stuttu máli:  RÚV stendur sig afburða­vel.  

Byrjum á mark­aðs­hlut­deild PSM í Evr­ópu: Hér lendir RÚV ekki ein­ungis í efsta hópn­um, RÚV trónir hrein­lega á toppnum í Evr­ópu með 58,5% mark­aðs­hlut­deild, ARD/ZDF í Þýska­landi eru næstar með 45,8%, BBC með 43,9% og NRK í Nor­egi með 37,6%.

Þetta er ein­stakt, markast vissu­lega af fákeppn­inni á Íslandi, litlu úrvali á sjón­varps­mark­aðnum og ekki síst af frammi­stöðu RÚV um langa hríð þrátt fyrir nán­ast stöðugan nið­ur­skurð og erf­iða rekstr­ar­stöðu.  

Og til að kór­óna þetta er RÚV ­Sjón­varp líka á toppnum í Evr­ópu hvað varðar ungt fólk á aldr­inum 15-24 ára með 47,7% hlut­deild. Þar eru ein­ungis sjö PSM stöðvar í Evr­ópu með yfir 21% hlut­deild.

Hvað varðar stöðu PSM almennt í Evr­ópu má geta þess að slíkar almenn­ings­stöðvar eru í efsta sæti í 18 löndum (RÚV þeirra á með­al), númer 2 í 11 lönd­um. Þær stöðvar eiga lít­inn grund­völl, hafa lít­inn stuðn­ing yfir­valda, eru í fjársvelti og liggja aft­ar­lega í sam­keppni má finna í löndum i aust­ur­hluta álf­unn­ar, t.d. Úkra­ínu, Rúm­en­íu, Azer­bai­j­an, Georg­íu, og Makedóníu svo að fáein dæmi séu tek­in. Ég hygg að þetta séu ekki lönd sem við Íslend­ingar viljum mikið bera okkur mikið saman við.

Hvað útvarp varðar sér­stak­lega er RÚV, Rás 1 og Rás 2, í miðjum hópi í sam­an­burði við önnur Evr­ópu­lönd. Þar hafa syst­ur­stöðvar í löndum eins og Aust­ur­ríki, Sví­þjóð, Dan­mörku, Nor­egi og Sviss ógn­ar­sterka stöðu á útvarps­mark­aði með frá­bæra þjón­ustu, einkum við hinar dreifðu byggðir þess­ara landa.

Ef litið er á hvernig efni er boðið uppá er RÚV með lágt hlut­fall af eigin efni íslensku og hátt af amer­ísku, í sam­an­burði við aðrar PSM. Hér er greini­lega verk að vinna, en sökum smæðar og fjár­hags er tals­vert erfitt að sjá þetta breyt­ast mik­ið. Hins vegar er RÚV með eitt hæsta hlut­fallið af eigin (ís­lensku) efni sem keypt er af aðilum utan­hús­s. Þetta má túlka á ýmsa vegu, en sú spurn­ing vaknar hvort að aukn­ing íslensks efnis geti ekki einnig komið frá fram­leiðslu inn­an­hús­s. Þetta verður vafa­lítið í brennid­epli þeg­ar RÚV og mennta­mála­ráðu­neytið ganga frá nýjum þjón­ustu­samn­ing­i. 

Fjár­mál og fjár­mögnun RÚV hafa verið í sviðs­ljós­inu und­an­far­ið. Þar er athygl­is­vert að nán­ast öll ríki Vest­ur­-­Evr­ópu velja að hafa áskrift sem meg­in­fjár­öflun (mis­mun­andi inn­heimtu­að­ferð­ir), ein­ungis 4-5 und­an­tekn­ingar frá þeirri reglu þar sem við­kom­andi PSM eru á fjár­lög­um. Slíkt fyr­ir­komu­lag er eins og myllu­steinn um höfuð þess­ara stöðva, sem eru í sama basli við að rétt­læta til­veru sína og hlut­verk í lýð­ræð­is­ríki á sama tíma og þær eru algjör­lega undir hælnum við­kom­andi rík­is­vald­i. Slíkt er hrein­lega ógnun við sjálf­stæði stöðv­anna og hlut­verk þeirra í lýð­ræð­is­legri umræðu og upp­lýs­inga­miðl­un.

Auglýsing

Það er oft minnst á að aug­lýs­ingar eigi ekki heima í miðlum í almanna­eigu (varpað fram sem álita­máli í Eyþórs­skýrsl­unni, bls 7), en 36 Evr­ópu­þjóðir hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að blönduð fjár­mögnun sé besta leiðin (með aug­lýs­ingum og/eða kost­un). Hjá ein­ungis 7 þjóðum eru engar aug­lýs­ing­ar/­kostun í PSM miðl­u­m. Hlut­fall aug­lýs­inga­tekna er hátt hjá RÚV i þessum sam­an­burði, um 1/3 tekna og ein­ungis tvær þjóðir fyrir ofan Ísland á þeim lista, Malta og Pól­land. Ekki er óal­gengt að þetta hlut­fall sé um og yfir 20%, t.d. í Belg­íu, Aust­ur­ríki, Írlandi og Ítal­íu.

Eitt þeirra atriða sem ýttu nýlega af stað umræðum á Íslandi varð­andi fjár­mögnun RÚV er sam­an­burður á greiðslu hvers Íslend­ings til rekst­urs RÚV eða tekjur rík­is­fjöl­miðla á íbúa (bls 10-11). Sú mynd sem dregin er upp í Eyþórs­skýrsl­unni upp passar illa við þær upp­lýs­ingar sem mér eru aðgengi­legar (fá stöðv­unum sjálfum og óháðum aðil­u­m).  Sam­kvæmt tölum frá 2013 er fram­lag hvers Íslend­ings 5,10 Evrur (€) til rekst­urs RÚV. Til sam­an­burðar er þessi tala 10,35 í Sviss, 6,95 í Finn­landi, 7,41 í Dan­mörku, 3,84 í Belg­íu, 3,77 á Irlandi, 4,03 í Frakk­landi o.s.frv.  

Ef fjár­mögnun PSM er hins vegar skoðuð (2013) sem hlut­fall af þjóð­ar­fram­leiðslu (e. GDP) verður myndin nokkuð áhuga­verð og mun skýr­ari. Þar er með­al­talið í Evr­ópu 0.19%. Ís­land (RÚV) er þar í 9. sæti með 0,30% á eftir þjóðum eins og Bret­landi, Króa­tíu, Þýska­landi og Aust­ur­ríki, en á undan t.d. öðrum Norð­ur­lönd­um. Þær þjóðir sem eru með lægsta hlut­fallið eru t.d. ­Rúm­enia, Spánn, Úkra­ína, Armen­ía, Albanía og Lit­há­en, þ.e.a.s. þær þjóðir sem minnstu eyða í PSM sem hlut­fall af þjóð­ar­fram­leiðslu. Á­lyktun Eyþórs­skýrsl­unnar af þeim gögnum sem sett eru fram er sú að „heild­ar­tekjur á íbúa (séu) hærri hjá RÚV en í flestum öðrum sam­an­burð­ar­lönd­um“.  Þessi full­yrð­ing stenst tæp­lega skoð­un.

Álykt­unin hér er sú að við erum að fjár­magna RÚV á svip­uðu róli og aðrar vest­rænar Evr­ópu­þjóðir gera við sínar almanna­stöðv­ar. Í raun þarf að taka til­lit til þess að það er hlut­falls­lega mun dýr­ara að reka lítið PSM en stórt. Frammi­staða RÚV virð­ist hins vegar til mik­illar fyr­ir­mynd­ar, fjár­munum vel varið og afrakst­ur­inn að Ísland, með sitt litla RÚV, er í sann­köll­uðum topp­klassa, spilar í úrvals­deild eins og við segjum í sport­inu.

Hitt er síðan annað mál hvaða hlut­verki slíkar stöðvar í almanna­eigu gegna í lýð­ræð­is­þjóð­fé­lagi og mik­il­vægi þeirra í lýð­ræð­isum­ræðu, upp­lýs­inga­miðl­un, skemmtun og almennri þjóð­fé­lags­þró­un. Það er efni í aðra grein.

Ingólfur Hann­es­son starfar sem fram­kvæmda­stjóri íþrótta­sviðs EBU, Evr­ópu­sam­bands útvarps- og sjón­varps­stöðva, oft kennt við Eurovision.

Helstu heim­ild­ir: ­Gagna­banki EBU, Ofcom UK, Zenith Op, Eurodata TV World­wide.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None