Stjórnvöld ættu að líta sér nær

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, segir að gagnrýni sem nú snúi að stjórnvöldum, vegna þess að ekki standi til að lækka tryggingargjaldið, sé í raun yfirlýsing um að laun hafi hækkað of mikið, og að atvinnulífið ráði ekki við umsamdar launahækkanir. 

Tryggingargjaldið er 7,5 prósent, og leggst ofan á laun, og er þannig hluti af launatengdum gjöldum. Það var hækkað vegna þess að atvinnuleysi jókst hratt eftir hrun fjármálakerfisins, en hefur ekki lækkað aftur, þrátt fyrir að atvinnuleysi séu nú mun minna, en það mælist nú 3,8 prósent. 

Samtök atvinnulífsins og verkalýðshreyfingin hafa þrýst á um tryggingargjaldið verði lækkað, eins og rætt var um að stjórnvöld myndu gera þegar kjarasamningar voru gerðir. 

Ef að Bjarni er að gagnrýna aðila vinnumarkaðarins, fyrir að semja um innistæðulausar hækkanir launa, þá ætti hann að líta sér nær, því laun hafa hækkað hratt og mikið hjá opinberum starfsmönnum líkt og á einkamarkaði. Stjórnvöld voru þar við samningaborðið, og sömdu um launahækkanirnar, sem síðan leiddu áfram yfir allan vinnumarkaðinn, og alveg til æðstu ráðamanna, þingmanna, ráðherra, forsetans og dómara. Engin stétt fékk þó jafn hraða hækkun launa og síðastnefndu stéttirnar, eða 9,3 prósent hækkun í einu, samkvæmt ákvörðun kjararáðs, afturvirkt frá marsmánuði. 

Það sem réttara væri hjá Bjarna að horfa á, er hvort tryggingargjaldið, eins og það er nú, sé skynsamur skattur, einkum og sér í lagi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Skatturinn er það hár, að í raun fer ígildi áttunda hvers starfs til ríkisins í gegnum tryggingargjaldið. Hugsanlega er gjaldið að valda því að lítil fyrirtæki eiga bágt með að fjölga starfsfólki, vegna þessa, og þá er gjaldið farið að draga úr tekjum ríkissjóðs og hagkerfisins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Öflugt húsnæðiskerfi fyrir alla
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None