Að tala tungur tvær

bjarni sigmundur
Auglýsing

Fyrir nokkru lögðu stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir á Alþing­i fram sam­eig­in­legar til­lögur til breyt­inga á frum­varpi til fjár­laga fyrir árið 2016. Að sjálf­sögðu var þeim ekki vel tekið af stjórna­flokk­unum og reynt að stimpla þær ­sem ábyrgð­ar­laust yfir­boð. Slíkt er vita­skuld ekki óþekkt við afgreiðslu fjár­laga. En var verið að yfir­bjóða og í hverju fólgst ábyrgð­ar­leysið?

Þó það sé ekki sjálf­gefið gætu aukin útgjöld við núver­andi aðstæð­ur­ verið var­huga­verð ef halli á rík­is­sjóði yrði auk­inn með þeim. Því er hins veg­ar ekki að skipta því til­lögur stjórn­ar­and­stöð­unnar fela einnig í sér raun­hæf­a ­tekju­öflun sem dugar fyrir auknum útgjöldum og vel það. Frá sjón­ar­hóli rík­is­fjár­málp­óli­tík­ur eru til­lög­urnar ekki ábyrgð­ar­laus­ar.

En ábyrgð rík­is­ins er ekki bundin við rík­is­fjár­málapóli­tík­ eina sam­an. Þeir sem við stjórn­völ­inn eru þurfa líka að axla ábyrgð á þeim sam­fé­lags­leg­u ­kvöðum sem á rík­inu hvílir sam­kvæmt stjórn­ar­skrá, öðrum lögum svo og sið­ferði­leg­um og póli­tískum skyld­um. Meðal þess­ara verk­efna er heil­brigð­is­þjón­usta, fram­færsla aldr­aðra og öryrkja, upp­eld­is- og fræðslu­mál, lög­gæsla og örygg­is­mál, ­menn­ing­ar­mál og listir og margt fleira auk þess að byggja upp inn­viði sam­fé­lags­ins, ­sam­göngur o.fl. Póli­tískar skyldur vald­haf­anna eru ekki tak­mark­aðar við það eitt að stemma kass­ann af í lok dags.

Auglýsing

Það er vel­þekkt, m.a. af skýrslum OECD, hvað ríki sem við berum okkur gjarnan saman við, svo sem Norð­ur­lönd­in, Þýska­land, Ben­elúx-löndin og önnur lönd í V-Evr­ópu, leggja í opin­bera þjón­ustu til að upp­fylla þær kvaðir sem á rík­inu hvíla í sið­uðu sam­fé­lagi. Á flestum sviðum vel­ferð­ar­ eru við eft­ir­bátar þess­ara landa og ef eitt­hvað er hefur það bil verið að aukast á síð­ustu árum. Það vill þó gleym­ast þegar ráða­menn okkar guma á erlendri grund af ágæti okkar og afrekum svo sem arf­tek­inni fjár­mála­snilld og umhverf­is­væn­um orku­bú­skap í boði hnatt­stöðu lands­ins.

Í átökum á Alþingi og í fjöl­miðlum um fjár­lög næsta árs gagn­rýnir stjórn­ar­and­stað­an, tals­menn opin­berra þjón­ustu­stofn­ana og hags­muna­að­ilar nið­ur­skurð­ar­stefnu rík­is­stjórn­ar­innar í vel­ferð­ar­mál­um. Aðr­ir, ­sem illa una nið­ur­níðslu vel­ferð­ar, hafa einnig látið í sér heyra svo að und­an­ hefur svið­ið. Til­lögur stjórn­ar­and­stöð­unnar eru til­raun til að stöðva aðför að vel­ferð­ar­kerf­in­u. Þær eru ekki óábyrgt yfir­boð en bera vott um skiln­ing og ábyrgð á grund­vall­ar­verk­efn­um ­rík­is­ins.

Tals­menn ­stjórn­ar­innar reyna að verj­ast gagn­rýn­i ­með talna­flóði, sem á að sýna stór­aukn­ingu á fjár­veit­ingum til heil­brigð­is­mála, al­manna­trygg­inga o.fl. Engum að óvörum hefur það talna­flóð reynst sam­heng­is­lít­ið og vill­andi. Það sem kemur þó mest á óvart er að með full­yrð­ingum sínum um ­aukin fram­lög er rík­is­stjórnin að sverja af sér eigin stefnu, stefnu sem boðuð er og skjal­fest í því frum­varpi sem verið er að fjalla um, fjár­laga­frum­varp­inu.

Í þeim hluta grein­ar­gerðar með fjár­laga­frum­varpi ­sem ber heitið Stefna og horf­ur, í und­ir­lið 3, Fjög­urra ára áætlun í rík­is­fjár­mál­um eru birt tvö línu­rit sem sýna þróun rík­is­út­gjalda frá árinu 2002 til 2015 og áætlun (í grein­ar­gerð­inni rang­lega nefnd spá) um þróun rík­is­fjár­mála á árun­um 2016 til 2019. Til árs­ins 2015 eru línu­rit þessi byggð á talna­legum stað­reyndum en ­fyrir árin á eft­ir, þ.m.t. árið 2016, er um að ræða mark­mið sem rík­is­stjórn­in ­stefnir að.

.

Fyrra línu­ritið sýnir frum­gjöld (gjöld án ­vaxta) án óreglu­legra liða. Sam­kvæmt því voru þessi frum­gjöld 26 - 27% af VLF ­fyrir hrun. Lækk­unin 2005 til 2007 var að mestu vegna froðu­bólgu VLF. Eft­ir hrun lækk­aði hlut­fallið og var komið niður undir 25% á árinu 2013, sem ­jafn­gildir því að hafa lækkað um ca 30 millj­arða króna miðað við núver­andi aðstæð­ur­. ­Sam­kvæmt áætlun rík­is­stjórn­ar­innar er stefnt að því að hlut­fall frum­út­gjalda verði um 24% á árinu 2016 og til 2019 lækki hlut­fallið í 23% af VLF. Þannig er ­stefnt að því að til 2016 hafi þessi frum­út­gjöld lækkað um ca 20 millj­arða króna frá 2013 til 2016 og lækki síðan enn um aðra 20 millj­arða til árs­ins 2019.

.

Síðari myndin sýnir þróun þess­ara söm­u frum­út­gjalda þegar þau eru brotin niður í nokkra und­ir­liði. Þeir stærstu eru ­rekstur stofn­ana og til­færsl­ur. Í fyrr­nefnda liðnum eru heil­brigð­is­mál af­ger­andi stærð og fram­lög til öryrkja og aldr­aðra í hinum síð­ar­nefnda. Sam­tals eru þessir tveir þættir nærri helm­ingur rík­is­út­gjalda. Línu­ritið sýnir að rekst­ur ­stofn­ana rík­is­ins hafði farið lækk­andi sem hlut­fall af VLF allar götur frá því fyr­ir­ hrun og til 2011 en breyt­ist síðan lítið til 2013. Frá 2013 hefur hlut­fallið lækk­að og stefnt er að því að það lækki enn frekar eða alls um ca 1% til 2019. Það jafn­gild­ir um 20 millj­örðum króna. Svip­aða sögu er um til­færslur að segja. Áformuð lækk­un er um 1% af VLF eða um 20 millj­arðar frá 2013 til 2019.  Sam­tals eru þetta um 40 millj­arðar króna.

Síðasta rík­is­stjórn skar rík­is­út­gjöld ­nið­ur, þar með útgjöld til vel­ferð­ar­mála, um ca 1,5% af VLF frá því sem var ­fyrir hrun, nú ígildi um 30 millj­arða króna, til að bjarga rík­is­sjóði úr von­lít­illi ­stöðu eftir hrun banka­kerf­is­ins. Það ásamt lag­fær­ingu á nið­ur­níddu skatt­kerf­i o.fl. dugði til þess að á fimmta ári eftir hrun, árið 2013, má segja að hvað rík­is­fjár­mál varðar hafi hrun­inu verið lokið og jafn­vægi náð í rík­is­bú­skapn­um. Núver­andi stjórn­völd ætla sér að bæta um betur og skera rík­is­út­gjöld niður til við­bótar um 2% af VLF, nú ígildi um 40 millj­arða króna. Ekki til að bjarga rík­is­sjóði frá aðsteðj­and­i ­vanda heldur bjarga tekju­hæstu  og ­eigna­mestu þjóð­fé­lags­þegnum frá því að borga eðli­legan hlut til sam­fé­lags­ins og ­tryggja að þeir sem fénýta nátt­úru­auð­lindir lands­ins í eigin þágu geti gert það á­fram án veru­legs end­ur­gjalds til eig­and­ans.

Vel má vera að þeir, sem nú ráða för, telji af hug­mynda­fræði­leg­um á­stæðum rétt að draga úr sam­neysl­unni, sem er fyrst og fremst vel­ferð­ar­mál, um 60 til 70 millj­arða frá því sem þau voru fyrir hrun miðað við núver­andi verð­lag og lands­fram­leiðslu. Til slíkrar afstöðu eru þeir í fullum rétti. Það jaðr­ar hins vegar við heimsku að halda að það sé hægt að gera slíkt og hækka um leið útgjöld til allra helstu útgjalds­flokka, heil­brigð­is­mála, mála aldr­að­ara og öryrkja, skóla­mála o.s.fr eins og reynt er að halda fram að verið sé að gera í þeirri umræðum um fjár­lög ­sem stendur yfir. Hugs­an­lega þekkja hinar háværu málp­°ípur stjórn­ar­innar í rík­is­fjár­mál­u­m ekki hina raun­veru­legu stefnu í þeim efn­um. Mættu hús­bænd­urnir upp­fræða þá bet­ur um hana en e.t.v. þykir þeim bara gott að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None