Andleg svölun og Þjóðkirkjan

Auglýsing

Mann­eskjan hefur djúp­stæða and­lega þörf. Þetta sést best á því að í gegnum alla mann­kyns­sög­una hefur hún reist sér til­beiðslu­staði og stundað and­lega leit og trú­ar­lega rækt.

En það er líka orð­inn til stækk­andi hópur nútíma­fólks sem finnst að þeirra and­legu þörf sé ekki fylli­lega mætt af trú­ar­legum stofn­un­um, með til­heyr­andi and­legri br***stíflugremju. En ef það er rétt, að til sé orð­inn hópur afund­inna elsk­huga sem finna þorsta sínum ekki sval­að, hvað er þá til ráða?  

Aug­ljós­ast væri auð­vitað að hvetja fólk til að taka ábyrgð á sinni eigin and­legu leit og finna sín eigin svör í visku- og trú­ar­hefðum ver­ald­ar­inn­ar. Við berum enda ábyrgð á sjálfum okkur og and­leg­heit útheimta iðkun og ræktun rétt eins og hvað annað sem á að bera ávöxt. Það gerir þetta engin fyrir þig, hvorki mamma, pabbi né Þjóð­kirkj­an. En það er ekki fylli­lega sann­gjarnt að vísa fólki ein­göngu á eigin krafta og hyggju­vit. Ég held að mörg okkar séu, fyrst og fremst, eins og ung­lingur á kyn­þroska­skeiði, ringluð með hvað þau eigi að gera með þessa and­legu þörf sína og án hjálp­legra leið­ar­vísa. Trú­ar­legar stofn­an­ir, þar á meðal Þjóð­kirkj­an, hljóta því að sama skapi að spyrja hvernig þær geti vísað fólki áfram veg­inn. 

Auglýsing

Við­brögð

Stofn­anir hefð­bund­inna trú­ar­bragða hafa ekki farið var­hluta af því að stækk­andi hópur finnur sig ekki full­kom­lega innan þess sem þær hafa upp á að bjóða.  Þjóð­kirkjan tekur til dæmis eftir því að margt fólk, líka margt ákaft Þjóð­kirkju­fólk, dregur litla nær­ingu úr því sem því er boðið upp á í kirkjum þeirra. Sumum finnst þannig leið­in­legt í messu og segja það hreint út. Prestar og annað starfs­fólk kirkj­unnar reyna að bregð­ast við en það eina sem þeim dettur í hug er að reyna að „létta stemn­ing­una“ og bjóða upp á „popp-­mess­ur.“  En þetta við­bragð til að þókn­ast leið­indum fólks er ekki endi­lega rétta við­bragð­ið. Stundum er það brjóst­um­kenn­an­legt. Við­brögð íhalds­manns­ins sem er orð­inn gramur út í höfnun sam­tím­ans og gerir því ekk­ert til að mæta honum og við­brögð frjáls­lynda prests­ins sem gerir hvað sem er fyrir við­tekt eru gölluð á sama hátt. Bæði íhalds­prest­ur­inn og hinn frjálslyndi eru í sjálf­virku við­bragði gagn­vart sam­tíma sínum sem lýsir skorti á sjálfs­trausti og vit­und um eigið erindi. Ástæðan er að ein­hvers staðar gleymdi fólk innan trú­ar­legra stofn­ana að spyrja: „Af hverjum byrj­uðum við á þessu?“ „Af hverju varð þessi gras­rót­ar­hreyf­ing og þessi stofnun til?“ „Hvert er okkar erind­i?“ Kannski gleymdi það jafn­vel sinni eigin and­legu leit og rækt. Og á meðan beðið er svara við þessum spurn­ingum þá bjóða trú­ar­stofn­anir og sam­tök upp á mis­-veiklu­leg andsvör við raun­veru­legri þörf fólks fyrir að rækta sinn and­lega mann og sinna sinni trú­ar­legu leit. 

Iðk­anir

Innst inni þá virð­ist góður hluti almenn­ings skilja þetta. Þess vegna er fólk núna komið út um allar koppa­grundir að iðka jóga, hug­leiðslu, gjör­hygli og núvit­und. Fólk er að leita innri göfg­unar og and­legrar og trú­ar­legrar teng­ing­ar. Ef það finnur það ekki hjá hefð­bundnum stofn­unum og sam­fé­lögum þá kýs það bara með fót­unum og fer ann­að.  Ekki þar fyrir að kirkjan á ara­grúa af svip­uðum iðk­unum á sínum lag­er. Þær eru bara alltof sjaldan dregnar fram í okkar lút­ersku Þjóð­kirkju.  Kristi­leg íhug­un, taize-­söngv­ar, kristi­legar mön­tr­ur, hin forna Jesú-bæn, kristi­leg hug­leiðsla, fyr­ir­bæn­ir, fagn­að­ar­bæn, þakk­læt­isiðk­anir og bibl­íu­leg íhug­un. Hin mystíska íhug­un­ar­hefð krist­in­dóms­ins stendur til­búin og vel stað­sett til að tappað sé af brunnum henn­ar.  Íhug­un­ar­hefðin er, líkt og sam­tím­inn, ekki upp­tekin af smá­muna­sömum formum og hún tapar sér aldrei í trú­ar­setn­inga­stagli og kenn­inga­blaðri.  Hún fer ekki í kringum hlut­ina heldur beint inn í trú­ar­legu reynsl­una, inn í kraft­miklar umbreyt­andi iðk­anir sem vís­indin eru byrjuð að sýna að hafa jákvæð áhrif á fólk í þeirra dag­legu störf­um. Það sem meira er: Hún gerir ráð fyrir að fólk taki ábyrgð á eigin trú­ar­iðkun og sýni sjálf­stæða innri virkni. Og það sama gildir um íhug­un­ar­hefðir allra ann­arra trú­ar­bragða.

Það sem ég er að segja er því þrennt:

Í fyrsta lagi þá þarf fólk að taka ábyrgð á sér sjálft og ger­ast virkir and­legir iðk­endur ef það á annað borð þráir and­lega svölun og innri göfg­un.

Í öðru lagi þá eru íhug­un­ar­hefðir trú­ar­bragð­anna og kirkj­unnar gull­náma iðk­ana sem ein­stak­ling­ar, trú­ar­sam­tök og Þjóð­kirkjan geta notað til þess að hjálpa fólki að fá þá and­legu nær­ingu sem við flest þrá­um. 

Í þriðja lagi þá vil ég bæta einu við. Orðið Þjóð­kirkja er orðið gam­alt orð. En það merkir í raun almanna­kirkja. Kirkja fyrir alla. Kirkja með lága þrösk­ulda, hátt til lofts og vítt til veggja. Kirkja þar sem allir eru vel­komnir hvort sem þeir hafa litla trú eða mikla; kirkja sem veitir hverjum og einum mögu­leika á að fikra sig áfram eftir sínu eigin reipi. Þjóð­kirkjan get­ur, ef hún vill, verið vett­vangur þar sem fólk getur komið með fjöl­breyttar aðferðir úr fjöl­breyttum hefð­um. Hún getur verið vett­vangur fyrir trú­ar­lega leit. Og þrátt fyrir að kristin trú­ar­hefð hljóti að vera í stafni hjá stofnun sem kall­ast kirkja þá getur hún auð­veld­lega búið til rými þar sem við öll getum fengið pláss til að vaxa and­lega á okkar eigin hraða og á okkar eigin for­send­um. Það væri Þjóð­kirkju­hug­sjón fyrir 21. öld­ina!

En þetta gildir auð­vitað bara ef Þjóð­kirkjan vill eiga alls­konar elsk­huga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None