Hagstofa Íslands birti í gær ánægjulegar tölur um gestakomur á hin ýmsu söfn sem eru vítt og breitt um landið. Erlendir ferðamenn eru duglegir að sækja söfnin, en í fyrra voru heimsóknir erlendra ferðamanna hátt í ein milljón á söfn landsins, en 826 þúsund heimsóknir voru innanlands.
Flestir erlendu ferðamannanna komu við á sögutengdum söfnum, eða í um 76 prósent tilvika.
Flestir erlendu ferðamannanna komu við á sögutengdum söfnum, eða í um 76 prósent tilvika.
Safnamenning er mikilvæg hjá þjóðum eins og Íslandi, sem hefur ríka menningarlega sögu, þar sem þræðir náttúrunnar og mannlífs hafa legið þétt saman frá örófi. Gott er að vita til þess að söfnin eru inn á kortum ferðamanna. Vel má hugsa sér að hægt sé að gera betur, þegar kemur að uppbyggingu safna hér á landi, og það er hvatning að sjá að nokkur sóknarfæri virðast liggja í ferðaþjónustunni.
Auglýsing