Nokkur umræða hefur farið fram í þjóðfélaginu á undanförnum misserum um framtíðarskipan bankamála á Íslandi.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur talað fyrir því að efla hlutabréfamarkað með því að gefa hverjum Íslendingi hlutabréf í þeim bönkum sem verða í eigu ríkisins eftir að slitabú gömlu bankanna hafa verið gerð upp. Frosti Sigurjónsson þingmaður hefur aftur á móti haft þær hugmyndir að gera Landsbanka Íslands að samfélagsbanka.
Pólitískir andstæðingar Frosta hafa reynt að gera lítið úr hugmyndum um að gera Landsbanka Íslands að samfélagsbanka.
Þeir hafa tjáð tjáð sig um hugmyndina um samfélagsbanka
þannig að eftir var tekið.
Fáfræði þeirra og lítill skilningur á samfélagslegri ábyrgð bankastarfsemi
kemur á óvart því allir gegna þeir störfum sem halda mætti að krefðust þess að þeir
hefðu meiri skilning á viðskiptum en þeir verða uppvísir af.
En skoðum ummæli nokkra þeirra:
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbanka Íslands reið á vaðið þegar hann var gestur í morgunþætti á RÁS 2 28. september sl. og vitnum nú beint í Stendór:
„…….. að ríkið væri að beyta sér svona. Þetta getur verið varhugavert út frá svona jöfnuði, bankinn er 98% í eigu ríkisins þar er 240 millj. eigið fé og þar er verið að segja að hluti þjóðarinnar sem valið hefur að vera í samskiptum við Landsbankann fengi að njóta ríkulega og óvíst hvernig afgangurinn af þjóinni fengi arð að því, það má búast við að eigið fé bankans muni rýrna, að minnsta kosti að söluvirði.“
Og Steinþór hélt áfram að fjalla um samfélagsbanka;
„………hættan væri sú að svona banki mundi lenda í erfiðleikum og ef þú átt mikið sparifé í banka þá mundiru vilja fara þar sem þú ert með þitt fé öruggt……“.
En brandarinn er ekki alveg búinn, því enn hélt Steinþór áfram;
„ banki að mínu mati þarf að vera sjálfbær, hann þarf að geta staðið á eigin fótum gegnum þykkt og þunnt, í gegnum kreppur án þess að þurfa að leita til ríkisins sem aðaleiganda og biðja um aukið fé,.. …..þannig að ég held að þurfi að vera sjálfbærni í þessu eins og öllu í okkar atvinnulífi.
Líkast til er Steinþór Pálsson fæddur í gær og hefur aldrei frétt af hruni einkabankanna á Íslandi árið 2008 og hvernig ríkið varð að hlaupa undir bagga til að endurreisa þá í sömu mynd, dýru verði.
Greinilegt er að Sjálfstæðismenn, eru skíthræddir við hugmyndina um samfélagsbanka. Ég allavega tvisvar heyrt Bjarni Benediktsson spyrja í opinberri umræðu; „hvernig fór fyrir íbúðalánasjóði“ og fullyrðir síðan að sú reynsla sem Íslendingar hafa af þeim samfélagsbanka, þar sem ríkið þurfti að dæla inn 90 milljörðum til að bjarga honum frá gjaldþroti sýni svart á hvítu að hugmyndin um samfélagsbanka er óráð.
En auðvitað veit vel gefinn maður sem er víðlesin og reyndur í bussiness að Íbúðalánasjóður er ekki samfélagsbanki, en það þjónar vel hans einkavinavæðingar hugmyndum,að ljúga því til, og láta svo spörgöngumennina, endurtaka lýgins. Þekkt trix Sjálfstæðismanna í opinberri umræðu.
Allavega eru foringjahollu Sjálfstæðismennirnir, Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins og Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fromaður þingflokks þeirra Sjálfstæðismanna, samviskusöm um að endurtaka lýgina úr formanninnum Bjarna Benediktssyni hvenar sem tækifæri gefast. Tilgangurinn helgar meðalið.
En hvað er samfélagsbanki. Í stuttu máli;
Arðurinn af bankastarfsemi er óþarfa kostnaður fyrir
raunhagkerfið en með samfélagsbanka er hægt að leiðrétta þennan óþarfa kostnað.
Samfélagsbanki starfar á viðskiptabankasviði, tekur við innlánum og lánar til
einstaklinga, fyrirtækja og verkefna sem hafa samfélagslega skýrskotun. Samfélagsbanki skilar arðseminni þannig aftur
til þeirra sem borga fyrir þjónustuna. Samfélagsbanki eykur almenna hagsæld því
arðurinn fer til almennings, en ekki til einkaaðila.
Bakhjarl samfélagbanka er ríkisvaldið eða sveitarfélag sem eigandi bankans og hefur
alla sína viðskiptabankastarfsemi í þessum banka.
Það tók einkabankastefnuna 7 ár um síðustu aldamót að kom Íslendingum í þrot. Að gefa einkaaðilum leyfi til að „prenta peninga“ með því að lána eigið fé sitt út allt að 10 sinnum og millifæra þannig eigið fé lánþega til lánadrottna er ein helsta ástæða fyrir hnignandi velferð almennings. Þeir ríku keppast síðan við að koma „ránsfengnum“ til aflandseyja eins og Tortola eða Cayman eyja.
Samfélagsbanki er mikið eitur í huga þeirra sem vilja grilla í friði á kvöldin.
Þess vegna kemur afstaða Stendórs Pálssonar, bankastjóra Landsbanka Íslands, Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, Ragnhildar Ríkharðsdóttur, þingflokksformanns og Óla Björns Kárasonar, ritstjóra á skipulagi bankastarfsemi á Íslandi, ekki mikið á óvart.
En þeim mun mikilvægara er að almenningur vakni og láti ekki annað bankahrun yfir sig ganga án þess að taka á mót.
Sigurður Haraldsson, rafvirkjameistari,
Varaformaður Dögunar, stjórnmálasamtaka um réttlæti, sanngirni og lýðræði.