Topp 10 – Atburðir á árinu 2016

Hvað mun gerast á 2016? Vandi er um slíkt að spá, nema það sem fyrirséð er að muni gerast. Kristinn Haukur Guðnason sagnfræðingur, skoðaði dagatal ársins.

Kristinn Haukur Guðnason
Flóttamenn
Auglýsing

Nú er árið 2016 gengið í garð og völv­ur dag­blað­anna byrj­aðar að spá fyrir um atburði sem ómögu­legt er sjá fyr­ir, svo ­sem afdrif ýmissa stjórn­mála­manna og jafn­vel nátt­úru­ham­far­ir. Sumir atburð­ir munu þó óum­flýj­an­lega ger­ast á árinu, eða að minnsta kosti lík­lega ger­ast. Hér eru tíu af þeim helstu.

10. Hæsta íbúð­ar­hús­næði heims rís í Ind­landi

Bygg­ing íbúð­ar­t­urns­ins World One hófst í Mumbai árið 2011 og eru áætluð verk­lok á þessu ári. Þegar hafa 108 af 117 hæðum turns­ins verið reistar og þegar hann verð­ur­ ­full­klár­aður mun hann vera 442 metrar á hæð, 17 metrum hærri en núver­andi hæsta ­í­búð­ar­bygg­ing heims sem stendur í New York. Turn­inn mun hýsa meira en 300 lúxus­í­búðir sem stíl­aðar eru inn á nýríka Ind­verja. Ódýr­ustu íbúð­irnar verða ­seldar á rúm­lega 250 millj­ónir króna. Í turn­inum verða m.a. sund­laug­ar, heilsu­rækt­ar­stöð og krikkett­völl­ur. Íbúð­irnar sjálfar eru svo hann­aðar af ­sjálfum Giorgio Armani.World One verður því lýsandi minn­is­merki um hinn mikla efna­hags­upp­gang sem verið hefur í Ind­landi á sein­ustu árum. Ind­verjar munu þó ekki halda þessu meti lengi því að á Man­hattan er verið að reisa enn hærra íbúð­ar­hús­næði, Central Park Tower, sem verður full­klárað árið 2018 eða 2019.

Mumbai

Auglýsing

9. For­val Demókrata og Repúblík­ana

Fram­bjóð­endur hinna tveggja amer­ísku ­stjórn­málarisa hafa verið að gera sig gilda allt sein­asta ár. Fjöl­margir hafa ­boðið sig fram og sumir hætt við, aðrir gætu ennþá bæst við. Rásmarkið í þessu lang­hlaupi er þó 1. febr­úar árið 2016 þegar fyrsta for­valið verður haldið í I­owa-­fylki að venju. Síðan fylgja hin fylkin hvert á fætur öðru út vorið og fram í júní og loks er sig­ur­veg­arar form­lega stað­festir á flokks­þing­unum í júlí. 1. mars er hinn svo­kall­aði ofur-­þriðju­dagur þar sem fjöl­mörg ríki halda sín for­völ og þá gæti það ráð­ist hverjir verða fram­bjóð­end­ur. Hjá Demókrötum má búast við ein­vígi milli Hilll­ary Clinton og Bernie Sand­ers, en Clinton tap­aði eft­ir­minni­lega fyrir Barack Obama í jöfn­u ­for­vali fyrir 8 árum síð­an. Staðan er mun óljós­ari hjá Repúblík­ön­um, þar sem mun fleiri sækj­ast eftir til­nefn­ing­unni. Marco Rubio, Ted Cruz, Jeb Bush, Chris Christie og Don­ald Trump þykja lík­leg­astir eins og er.

Donald Trump er einn þeirra sem sækist eftir því að verða fulltrúi Repúblikana.8. Hið stóra Evr­ópu­mót smá­þjóð­anna

Evr­ópu­meist­ar­mót karla í knatt­spyrnu verð­ur­ haldið 10. júní til 10. júlí í Frakk­landi. Þetta verður langstærsta EM sög­unn­ar ­með alls 24 lið­um. Til sam­an­burðar má nefna að þegar mótið var haldið í fyrsta ­skiptið árið 1960, einmitt í Frakk­landi, þá voru ein­ungis fjögur lið sem keppt­u og á ein­ungis sex dög­um. Það sem hefur vakið mesta athygli við EM 2016 er sá ­fjöldi smá­þjóða sem tryggði sér þát­töku­rétt. Fimm þjóðir (Norð­ur­-Ír­ar, Wa­les-verjar, Slóvakar, Alb­anir og auð­vitað Íslend­ing­ar) eru að spila á Evr­ópu­mót­i í fyrsta sinn. Á meðan sitja fyrrum Evr­ópu­meist­ar­arnir Hol­lend­ing­ar, Danir og Grikkir heima. Í ljósi hryðju­verka­árásanna í Frakk­landi 2015, þar sem eitt skot­markið var knatt­spyrnu­völl­ur, má búast við stór­auk­inni örygg­is­gæslu í kringum mótið. Vænta má þó að fram­kvæmd móts­ins verði hin glæsi­leg­asta.



7. Kín­verjar byggja lengstu neð­an­sjáv­ar­göng heims

Kín­verska rík­is­stjórnin áætlar að hefja ­bygg­ingu neð­an­sjáv­ar­gangna í Bohai-sundi á þessu ári. Göngin munu liggja milli­ ­borg­anna Yantai og Dalian í norð­ur­hluta lands­ins, ekki langt frá Kóreu­skaga og munu þau leysa af hólmi ferju sem tekur um átta klukku­stundir að fara á milli­ ­stað­anna. Land­leiðin milli borg­anna er um 1400 kíló­metr­ar. Göngin sjálf mun­u verða um 123 kíló­metra löng og bygg­ing þeirra mun senni­lega taka ára­tug. Til­ ­sam­an­burðar má nefna að Erma­sunds­göng­in, núver­andi lengstu neð­an­sjáv­ar­göng heims, eru um 50 kíló­metra löng og Hval­fjarð­ar­göngin eru tæpir 6 kíló­metr­ar­. ­Kostn­að­ur­inn við göngin er áætl­aður rúm­lega 4000 millj­arðar. Fólk mun þó ekki geta keyrt sjálft í gegnum Bohai-sunds­göngin heldur verða þau tengd við lest­ar­kerfi lands­ins og verða bílar keyrðir í gegnum þau á vögn­um.

6. Ár Shakespe­are

Þann 23. apríl verða liðin 400 ár síð­an William Shakespe­are, fræg­asta skáld sög­unn­ar, lést. Honum til heið­urs verða ­fjöl­margir við­burðir haldnir í 140 lönd­um. Stærstu við­burð­irnir verða haldnir í Lund­únum þar sem King´s Col­lege há­skól­inn hefur yfir­um­sjón með afmæl­inu. Einnig verður sér­stök við­höfn í Strat­ford-u­pon-A­von, heimabæ skálds­ins þar sem leik­hús hans stend­ur. Meðal við­burða má nefna leik­hús­upp­færsl­ur, útvarps­leik­rit, ­sögu­sýn­ing­ar, kvik­mynd­ir, heim­ild­ar­mynd­ir, þætti, fyr­ir­lestra, dans­sýn­ing­ar, tón­leika, ráð­stefnur og margt fleira sem auð­vitað er allt byggt á verk­um ­meist­ar­ans. Sería af verkum hans verður svo gefin út í nútíma­út­gáfum þar sem margir af þekkt­ustu núlif­andi rit­höf­undum heims skrifa sög­urnar á sinn hátt. Má þar nefna Marg­aret Atwood, Anne Tyler og Jo Nes­bö. Afmælið og við­burð­irn­ir verða not­aðir til þess að vekja vit­und á mennt­un­ar­skorti og ólæsi víða um heim. 

Hamlet.

5. Rússar hefja hót­el­rekstur í geimnum

Á sjötta og sjö­unda ára­tug sein­ustu ald­ar­ voru Sov­ét­menn fremstir allra í könnun geims­ins. Þeir sendu fyrstu geim­flaug­ina á loft (Spútnik), fyrsta dýrið (tíkin Laika), fyrsta mann­inn (Yuri Gag­ar­in) og ­lentu geim­flaug á Venusi (Venera 4). Síðan þá hafa Sov­ét­menn og seinna Rúss­ar ­dreg­ist veru­lega aftur í geim­rann­sókn­um. Árið 2010 ákváðu Rússar að hleypa líf­i í geim­áætlun sína með auknu einka­fram­taki. Í ár mun rúss­neska fyr­ir­tækið Orbi­tal Technologies senda á spor­baug hótel í geimnum sem byggt er á hinum þekktu Soyuz geim­flaug­um. Hót­elið getur tekið við sjö gestum í senn og fimm daga dvöl mun ­kosta um 130 millj­ónir króna. Langstærsti hluti verðs­ins er ferða­lagið til og frá flaug­inni. Dvölin á hót­el­inu verður þó langt því frá þægi­leg. Gestir þurfa að ljúka þriggja mán­aða þjálfun áður en þeir halda á stað og hót­elið sjálft verður þröngt og lítið um lúx­us. Það verður þó a.m.k. hægt að kom­ast á netið.

4. Ólymp­íu­leik­arnir í Ríó

Í lok sum­ars verða ólymp­íu­leik­arnir haldn­ir í fyrsta skiptið í Suður Amer­íku, nánar til­tekið í brasil­ísku hafn­ar­borg­inn­i Rio de Jan­eiro. Eins og venjan er standa leik­arnir yfir í tæp­lega þrjár vik­ur og keppt verður í ótal grein­um. Ýmis áhyggju­efni hafa fylgt þeirri ákvörð­un ólymp­íu­nefnd­ar­innar að veita borg­inni leik­ana. Glæpa­tíðni í borg­inni er mjög há, innviðum er ábóta­vant, mengun er mik­il, upp­bygg­ing íþrótta­mann­virkja hef­ur ­gengið hægar en von­ast var eftir og álit almenn­ings hefur verið nei­kvætt ­gagn­vart leik­un­um. Brasil­ísk stjórn­völd hafa þó heitið því að allt verði orðið ásætt­an­legt þeg­ar ­leik­arnir verða settir þann 5. ágúst. Stærsta spurn­ingin varð­andi leik­ana er þó hvort að rúss­neskir frjáls­í­þrótta­menn fái að taka þátt eftir að Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bandið setti þá í bann eftir mik­inn lyfjaskandal þar í landi. Hvað sem verður má þó fast­lega ­bú­ast við að ólymp­íu­leik­arnir verði mikil veisla fyrir áhorf­end­ur.

Ríó, vettvangur Ólympíuleikana 2016.

3. Banda­ríski her­inn yfir­gefur Afghanistan

Þann 7. októ­ber árið 2001 hófst inn­rás ­Banda­ríkja­manna og banda­manna þeirra inn í Afghanist­an. Kveikjan að stríð­in­u var sú að Talí­bana­stjórnin þar í landi hafði neitað að fram­selja Osama bin La­den eftir hryðju­verka­árás­inar þann 11. sept­em­ber. Auð­veld­lega gekk að steyp­a T­alí­bana­stjórn­inni og koma á vin­veittri stjórn, leidda af for­set­anum Hamid Karza­i. Erf­ið­ara gekk að upp­ræta Talí­bana og aðra hópa isla­mista í víð­femu og hálend­u dreif­býli lands­ins. Karzai var því á sinni 13 ára valda­tíð iðu­lega upp­nefndur „borg­ar­stjór­inn í Kab­úl”. Ó­ljóst er hversu margir hafa fallið í stríð­inu en það eru a.m.k. 50 þús­und manns, þar á meðal bin Laden sjálf­ur. Obama Banda­ríkja­for­seti hóf að fækka í her­lið­inu árið 2012 og ein­ungis nokkur þús­und her­menn eru eft­ir. Það verða þó mikil tíma­mót þegar 15 ára her­setu lýkur í lok árs­ins.

2. Flótta­manna­vetur

Það hefur varla farið fram­hjá neinum að hund­ruðir þús­unda flótta­manna eru dreifðir víða um Evr­ópu um þessar mund­ir­, flestir að flýja stríðs­á­tökin í Sýr­landi. Nú þegar skoll­inn er á vetur verð­ur­ þessi vandi ennþá meira aðkallandi þar sem margt fólk á í engin hús að vernda og hætta á að fólk verði úti, sér­stak­lega í kuld­anum í Aust­ur-­Evr­ópu. Aðgerð­ar­leysi og deilur leið­toga ­Evr­ópu hafa hamlað því að hægt sé að leysa þennan vanda og nú stefnir í óefni. Flótta­manna­hjálp Sam­ein­uðu Þjóð­anna hefur reynt að bregð­ast við þessum vanda með því að dreifa pökkum sem m.a. inni­halda svefn­poka, hlý föt, teppi og fleira en fregnir ber­ast af því að flótta­menn jafn­vel berj­ist inn­byrðis um nauð­synjar. Í auknum kulda hrakar heilsu fólks ört og hætta er á dauðs­föllum t.d. vegna lungna­bólgu. Ef líkin fara að hrann­ast upp er einnig hætta á far­sótt­u­m. ­Leið­togar Evr­ópu hafa því ekki enda­lausan tíma til að ríf­ast, aðgerða er kra­f­ist strax.



1. For­seta­kosn­ing­ar í Banda­ríkj­unum

Árið 2016 verður það sein­asta sem Barack Obama situr sem Banda­ríkja­for­seti. Þann 8. nóv­em­ber ganga Banda­ríkja­menn að ­kjör­borð­inu og velja arf­taka hans. Óljóst er hverjir verða fram­bjóð­end­ur t­veggja flokk­anna stóru en eins og er þykir lík­legra að Demókrat­arnir hald­i hvíta hús­inu heldur en að Repúblík­an­arnir vinni það, sér­stak­lega ef Hill­ar­y Clinton verður fram­bjóð­andi þeirra. Ljóst er þó að kosn­ing­arnar verða spenn­and­i eins og und­an­farnar kosn­ingar hafa ver­ið, tími hinna risa­vöxnu sigra er löng­u lið­inn. Sam­hliða for­seta­kosn­ing­unum er kosið til beggja þing­deilda, þar sem Repúblík­an­ar hafa meiri­hluta. Þegar Obama var fyrst kos­inn árið 2008 fleytti hann mörg­um Demókrata­þing­mönnum inn með sér en síðan hafa Repúblík­anar sótt í sig veðr­ið. Mun 2016 verða árið þar sem Banda­ríkja­menn kjósa konu sem for­seta í fyrsta sinn?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None