Hvaða bóla sprakk ekki?

Auglýsing

Sleppum leið­in­legu spurn­ing­unn­i í fyr­ir­sögn­inni.

Gerum í stað­inn ráð fyrir að túrista­bólan sé und­an­tekn­ing­in. Sem sannar regl­una um Íslenskar efna­hags­ból­ur. Eins og lax­eld­ið, loð­dýra­rækt­ina, „út­rás­ina“ og svo fram­veg­is. Bólur sem risu eins og sólin og ­sigu eins og pönnu­kök­ur. Af „ófyr­ir­sjá­an­leg­um“ orsök­um.

Með öðrum orð­um: Gerum ráð fyrir að masstúrism­inn sé kom­inn til að vera. Þá er eig­in­lega bara tíma­spurs­mál hvenær þriggja og fimm milj­óna (túrista) múr­inn verður rof­inn.

Auglýsing

Það kallar aftur á ýmsar hug­leið­ing­ar. Efna­hags­bólur ein­kenn­ast af ýmsu. Erfitt er að sanna til­vist þeirra fyrr en þær eru yfir­staðn­ar. Þær eru ein­stakar í háblóma sín­um, og telj­ast sjálf­bærar þar til þær springa. Fyrst þá verða þær opin­ber­lega að ból­u­m. Annað ein­kenni er auð­þekkt­ara. Það er hjarð­hegðun fjár­festa á við­kom­andi tíma­bili.

Í þensl­unni fyrir 2008 varð mikil bólu­myndun á hús­næðis og bygg­ing­ar­mark­aði. Minn­is­merkin frá þeim tíma eru m.a. risa­stór­ar t­urn­bygg­ingar hér og þar í borg­ar­land­inu. Mann­virkin minna á sög­una um Gúllí­ver í Puta­landi. Gler­mu­steri þessi eru í hróp­andi ósam­ræmi við nærum­hverfi sitt. Þessar bygg­ingar áttu að þjóna sívax­andi þörf í fjár­mála­starf­semi lands­ins. Félögum með „Group“ í nafn­inu.

Ein stærsta skrif­stofu­bygg­ing lands­ins er frá þessu tíma­bili. Hún stendur enn ónotuð við Urriða­hvarf efst í Kópa­vogi. Bygg­ing hennar hófst fyrir 2008. Hún hefur því staðið tóm uppundir ára­tug. Flat­ar­málið mun vera um 14.000 fm. Bygg­ing­ar­kostn­aður þessa eina mann­virk­is ­sam­svarar lík­lega 6 til 7 íbúð­ar­blokkum með yfir 100 smá­í­búðum fyrir almenn­ing á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ekki fylgir sög­unni hve miklu fé bankar og líf­eyr­is­sjóðir lands­manna töp­uðu vegna skrif­stofu­bygg­inga af ofan­greindu tag­i. ­Sem dög­uðu uppi eins og nátt­röll í borg­ar­land­inu eftir hrun. Ljóst er þó að tapið nemur stjarn­fræði­legum upp­hæð­um. Fyrir sam­svar­andi fjár­magn mætti lík­lega byggja borg­ar­hverfi á borð við Breið­holt með ódýrum íbúðum fyrir almenn­ing.

Að minnsta kosti fræði­lega séð hefði þannig ráð­stöfun haft marg­vís­legan sam­fé­lags­legan ávinn­ing í för með sér. Og lík­lega mun minna tap fyrir líf­eyr­is­sjóði lands­manna en tómar gler­bygg­ing­ar. Al­menn­ingur þarf jú alltaf þak yfir höf­uð­ið. Að líf­eyr­is­sjóðir eigi og reki íbúðir fyrir félags­menn sína er vel þekkt erlendis sem áhættu­lítið fjár­fest­ing­ar­form sam­svar­andi sam­taka.

Í núver­andi ástandi virð­ist jafn óhugs­andi fyrir líf­eyr­is­sjóði og aðra fjár­festa að byggja og reka ódýrar almenn­ings­í­búðir eins og fyrir hrun. Og jafn sjálf­sagt er fyrir sömu aðila að byggja sams­konar turna og fyrir hrun. Á ferskum kenni­töl­u­m. Að þessu sinni í formi hót­el­bygg­inga fyrir túrista. 

Íslenskur almenn­ingur og þörf hans fyrir ódýrt hús­næði er eftir sem áður afgangs­stærð. 

Að þessu leyti er lands­lagið á bygg­ing­ar­mark­aði gletti­lega líkt háblóma þensl­unnar fyrir 2008. Sama hjarð­hegð­un, sömu bygg­ing­ar­kran­ar, sams­kon­ar ­gler­t­urn­ar, sama bóla?

Ef núver­andi ástand er und­an­tekn­ingin sem sannar regl­una er ýmsum spurn­ingum ósvar­að. 

Ein sú stærsta er þessi: Hvar á for­sendan fyrir massa­t­úrism­anum að búa? 

Íslenska túrista­heil­kennið byggir á lágu gengi og ódýru vinnu­afli. Inn í íslensku (ó)­jöfn­una vantar alltaf ódýrt hús­næði fyrir vinnu­aflið. Sem steikir kleinu­hring­ina, býr um rúmin og ber tösk­urnar upp í turn­ana. Á lágum laun­um, oft undir 300 þús­und kall í veskið á mán­uði. Hvar er mein­ingin að þetta fólk búi? 

Nú þegar gleypir ferða­mark­að­ur­inn megnið af lausu fjár­magni og mann­skap á bygg­ing­ar­mark­aði. Sama heil­kenni tjakkar þannig upp fast­eigna­verð í þétt­býl­is­kjörnum og yfir­býður almenn­ing í leigu og fast­eigna­verði. Stærsta bak­reikn­ing­inn fá leigj­endur á íslandi. Stjórn­völd hafa frá hruni skilað auðu í mál­efnum þeirra. Líf­eyr­is­sjóðir í almenn­ings­eigu leika stórt hlut­verk í núver­andi atburða­rás. Sem má að miklu leysi lýsa sem „Núll núll sjö, taka tvö".

Spurn­ingin er hvar á almenn­ingur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að búa? Eftir að túrista­bólan hefur breytt obb­anum af almenn­ings­í­búðum í gisti­heim­il­i? 

Eru iðn­að­ar­hverfi, gámar og hjól­hýsi nýja „Breið­holt­ið“ fyrir íslenska alþýðu ?

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None