Hvaða bóla sprakk ekki?

Auglýsing

Sleppum leið­in­legu spurn­ing­unn­i í fyr­ir­sögn­inni.

Gerum í stað­inn ráð fyrir að túrista­bólan sé und­an­tekn­ing­in. Sem sannar regl­una um Íslenskar efna­hags­ból­ur. Eins og lax­eld­ið, loð­dýra­rækt­ina, „út­rás­ina“ og svo fram­veg­is. Bólur sem risu eins og sólin og ­sigu eins og pönnu­kök­ur. Af „ófyr­ir­sjá­an­leg­um“ orsök­um.

Með öðrum orð­um: Gerum ráð fyrir að masstúrism­inn sé kom­inn til að vera. Þá er eig­in­lega bara tíma­spurs­mál hvenær þriggja og fimm milj­óna (túrista) múr­inn verður rof­inn.

Auglýsing

Það kallar aftur á ýmsar hug­leið­ing­ar. Efna­hags­bólur ein­kenn­ast af ýmsu. Erfitt er að sanna til­vist þeirra fyrr en þær eru yfir­staðn­ar. Þær eru ein­stakar í háblóma sín­um, og telj­ast sjálf­bærar þar til þær springa. Fyrst þá verða þær opin­ber­lega að ból­u­m. Annað ein­kenni er auð­þekkt­ara. Það er hjarð­hegðun fjár­festa á við­kom­andi tíma­bili.

Í þensl­unni fyrir 2008 varð mikil bólu­myndun á hús­næðis og bygg­ing­ar­mark­aði. Minn­is­merkin frá þeim tíma eru m.a. risa­stór­ar t­urn­bygg­ingar hér og þar í borg­ar­land­inu. Mann­virkin minna á sög­una um Gúllí­ver í Puta­landi. Gler­mu­steri þessi eru í hróp­andi ósam­ræmi við nærum­hverfi sitt. Þessar bygg­ingar áttu að þjóna sívax­andi þörf í fjár­mála­starf­semi lands­ins. Félögum með „Group“ í nafn­inu.

Ein stærsta skrif­stofu­bygg­ing lands­ins er frá þessu tíma­bili. Hún stendur enn ónotuð við Urriða­hvarf efst í Kópa­vogi. Bygg­ing hennar hófst fyrir 2008. Hún hefur því staðið tóm uppundir ára­tug. Flat­ar­málið mun vera um 14.000 fm. Bygg­ing­ar­kostn­aður þessa eina mann­virk­is ­sam­svarar lík­lega 6 til 7 íbúð­ar­blokkum með yfir 100 smá­í­búðum fyrir almenn­ing á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ekki fylgir sög­unni hve miklu fé bankar og líf­eyr­is­sjóðir lands­manna töp­uðu vegna skrif­stofu­bygg­inga af ofan­greindu tag­i. ­Sem dög­uðu uppi eins og nátt­röll í borg­ar­land­inu eftir hrun. Ljóst er þó að tapið nemur stjarn­fræði­legum upp­hæð­um. Fyrir sam­svar­andi fjár­magn mætti lík­lega byggja borg­ar­hverfi á borð við Breið­holt með ódýrum íbúðum fyrir almenn­ing.

Að minnsta kosti fræði­lega séð hefði þannig ráð­stöfun haft marg­vís­legan sam­fé­lags­legan ávinn­ing í för með sér. Og lík­lega mun minna tap fyrir líf­eyr­is­sjóði lands­manna en tómar gler­bygg­ing­ar. Al­menn­ingur þarf jú alltaf þak yfir höf­uð­ið. Að líf­eyr­is­sjóðir eigi og reki íbúðir fyrir félags­menn sína er vel þekkt erlendis sem áhættu­lítið fjár­fest­ing­ar­form sam­svar­andi sam­taka.

Í núver­andi ástandi virð­ist jafn óhugs­andi fyrir líf­eyr­is­sjóði og aðra fjár­festa að byggja og reka ódýrar almenn­ings­í­búðir eins og fyrir hrun. Og jafn sjálf­sagt er fyrir sömu aðila að byggja sams­konar turna og fyrir hrun. Á ferskum kenni­töl­u­m. Að þessu sinni í formi hót­el­bygg­inga fyrir túrista. 

Íslenskur almenn­ingur og þörf hans fyrir ódýrt hús­næði er eftir sem áður afgangs­stærð. 

Að þessu leyti er lands­lagið á bygg­ing­ar­mark­aði gletti­lega líkt háblóma þensl­unnar fyrir 2008. Sama hjarð­hegð­un, sömu bygg­ing­ar­kran­ar, sams­kon­ar ­gler­t­urn­ar, sama bóla?

Ef núver­andi ástand er und­an­tekn­ingin sem sannar regl­una er ýmsum spurn­ingum ósvar­að. 

Ein sú stærsta er þessi: Hvar á for­sendan fyrir massa­t­úrism­anum að búa? 

Íslenska túrista­heil­kennið byggir á lágu gengi og ódýru vinnu­afli. Inn í íslensku (ó)­jöfn­una vantar alltaf ódýrt hús­næði fyrir vinnu­aflið. Sem steikir kleinu­hring­ina, býr um rúmin og ber tösk­urnar upp í turn­ana. Á lágum laun­um, oft undir 300 þús­und kall í veskið á mán­uði. Hvar er mein­ingin að þetta fólk búi? 

Nú þegar gleypir ferða­mark­að­ur­inn megnið af lausu fjár­magni og mann­skap á bygg­ing­ar­mark­aði. Sama heil­kenni tjakkar þannig upp fast­eigna­verð í þétt­býl­is­kjörnum og yfir­býður almenn­ing í leigu og fast­eigna­verði. Stærsta bak­reikn­ing­inn fá leigj­endur á íslandi. Stjórn­völd hafa frá hruni skilað auðu í mál­efnum þeirra. Líf­eyr­is­sjóðir í almenn­ings­eigu leika stórt hlut­verk í núver­andi atburða­rás. Sem má að miklu leysi lýsa sem „Núll núll sjö, taka tvö".

Spurn­ingin er hvar á almenn­ingur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu að búa? Eftir að túrista­bólan hefur breytt obb­anum af almenn­ings­í­búðum í gisti­heim­il­i? 

Eru iðn­að­ar­hverfi, gámar og hjól­hýsi nýja „Breið­holt­ið“ fyrir íslenska alþýðu ?

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None