Að frelsa gíslinn

Auglýsing

Íslensk stjórn­völd hafa ákveðið að fram­lengja fram til júlí refsi­að­gerðir gagn­vart Rúss­landi vegna her­náms og inn­limunar Krím­skaga. Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa brugð­ist við og tekið aftur upp bar­áttu sína gegn þátt­töku Íslands í þessum aðgerð­um. Sam­tökin eru auð­vitað í ömur­legri stöðu. Rúss­nesk stjórn­völd hafa tekið sjáv­ar­út­veg­inn gísl­ingu og það er ömur­legt að vera gísl. En rétt eins og maður gengur ekki að öllum kröfum gísla­töku­manna í von um að gísl­inum verði sleppt ættu stjórn­völd ekki að aflétta refsi­að­gerð­unum ein­ungis fyrir til­stilli sjáv­ar­út­vegs­ins. Það er meira í húfi.

Ára­tugur íhlut­ana

Vís­bend­ing­arnar um aukin umsvif rúss­neskra stjórn­valda innan landamæra nágranna­ríkja sinna á síð­ustu árum eru skýr­ar. Ef litið er yfir feril stjórn­valda í Moskvu í utan­rík­is­málum á síð­asta ára­tugi standa uppúr síal­var­legri inn­grip þeirra í inn­an­rík­is­málum fyrrum sov­étlýð­velda.

Árið 2007 sauð upp úr í Eist­landi þegar þar­lend stjórn­völd færðu minn­is­varða um fallna sov­éther­menn úr miðbæ Tallin á her­manna­graf­reit. Í kjöl­farið blossuðu upp mestu óeirðir í land­inu frá því það end­ur­heimti sjálf­stæði sitt árið 1991. Stjórn­völd í Kreml hafa lengi legið undir grun um að hafa átt þátt í því að sendi­ráð Eist­lands í Moskvu var sett í her­kví þegar á átök­unum stóð og að netárásir voru gerðar á opin­berar stofn­an­ir, banka og fjöl­miðla í Eist­landi.

Auglýsing

Ári síðar gerði georgíski her­inn gerði áhlaup á aðskiln­að­ar­sinna í Suður Ossetíu hér­aði. Í kjöl­farið streymdi rúss­neskur her, sem hafði verið við æfingar við landa­mæri Georg­íu, inn í land­ið. Enn situr rúss­neskur her í tveimur hér­uðum lands­ins og lítið miðar í alþjóð­legum sátta­um­leit­un­um.

Í byrjun árs 2014 spretta upp huldu­her­menn á sjálf­stjórn­ar­hér­að­inu Krím­skaga í Úkra­ínu og leggja það undir sig án mann­falls. Skömmu síðar fellur grím­an, Kreml­herrar við­ur­kenna ábyrgð sína á her­nám­inu og inn­lima loks land­svæðið að lok­inni vafa­samri atkvæða­greiðslu meðal íbúa þess. Í kjöl­farið brýst út borg­ara­stríð í Úkra­ínu þar sem rúss­nesk stjórn­völd halda áfram að beita sér gegn full­veldi Úkra­ínu með stuðn­ingi við aðskiln­að­ar­sinna og beinni þátt­töku í stríðs­á­tök­um. Á meðan öllu þessu stendur lýsir rúss­lands­for­seti því yfir að Rúss­landi beri skylda til að veita “sam­lönd­um” vernd, hvar sem þeir kunni að vera búsett­ir. Með þessu er átt við rúss­nesku­mæl­andi íbúa þess sem í Rúss­landi er almennt kallað hið nálæga útland, þ.e. fyrrum sov­étlýð­veld­in.

Rétt­læt­ing­arnar

Ein­hver kynni að mótæla þess­ari stuttu sam­an­tekt og segja að þar sem að georg­íu­her hóf sókn sína með stór­skota­árás á þétt­býlil að nóttu til hafi Rúss­landi beðið sið­ferð­is­skylda til að binda endi á átök­in. Einnig hafi inn­limun Krím­skaga í Rúss­land hafi verið að vilja íbúa hans, auk þess sem að landið hafi til­heyrt rúss­landi áður en það var veitt Úkra­ínu að gjöf á sjötta ára­tugn­um.

Hvað hið fyrra varðar kann vera hægt að rétt­læta íhlut­un­inni í Suður Ossetíu með ein­hvers konar sið­ferð­is­sjón­ar­mið­um. Þeim er hins vegar ekki hægt að beita í tengslum við sam­tíma inn­rás Rúss­lands í Abkasíu, annað aðskiln­að­ar­hérað Georgíu þar sem engin átök áttu sér stað, né við við­var­andi her­setu í hér­uð­unum eða áfram­hald­andi ögr­anir við vopna­hléslín­una. 

Varð­andi Krím­skaga er hæpið að telja að hægt sé að skipu­leggja  og halda frjálsar og lýð­ræð­is­legar kosn­ingar um eins mik­il­væga spurn­ingu eins og hvaða ríki land­svæði skuli til­heyra á nokkrum vik­um. Auk þess geta kosn­ingar sem haldnar eru undir byssu­kjafti her­náms­valds tæp­ast kall­ast frjálsar og lýð­ræð­is­leg­ar. Meira áhyggju­efni er þó spurn­ingin hvort að rétt­mæta megi inn­limun­ina á þeim rökum að Krím­skagi hafi verið hluti af Rúss­landi þar til fyrir 60 árum síð­an.

Síð­asta sumar lögðu tveir þing­menn rík­is­stjórn­ar­flokks­ins í Rúss­landi, Sam­einað Rúss­land, fram beiðni til rík­is­sak­sókn­ara Rúss­lands að hann rann­sak­aði stjórn­laga­legt lög­mæti sjálf­stæð­is­yf­ir­lýs­inga Eystra­salts­ríkj­anna í byrjun tíunda ára­tug­ar­ins. Beiðnin var auð­vitað fárán­leg og rík­is­sak­sókn­ari afgreiddi hana sam­kvæmt því. En eftir stendur að í innan rík­is­stjórn­ar­flokks­ins eru þing­menn sem eru reiðu­búnir að beita svip­uðum lög­mæt­is­rökum og afsaka­menn inn­limunar Krím­skaga beita, að land­svæðið til­heyri sögu­lega Rúss­landi og að full­veldi þess sé til umræðu.

Víð­ari afleið­ingar

Þremur árum eftir að Úkra­ína hlaut sjálf­stæði árið 1991 und­ir­rit­uðu for­setar Banda­ríkj­anna, Rúss­lands og Úkra­ínu, auk for­sæt­is­ráð­herra Bret­lands, hið svo­kall­aða Búda­pest­ar­sam­komu­lag af til­efni aðildar Úkra­ínu að Samn­ingnum um bann við útbreiðslu kjarn­orku­vopna (NPT). Aðild Úkra­ínu að NPT þýddi að ríkið afsal­aði sér öllum þeim kjarn­orku­vopnum sem það hafði erft frá Sov­ét­ríkj­un­um. Með und­ir­ritun sam­komu­lags­ins stað­festu leið­togar Banda­ríkj­anna, Bret­lands og Rúss­lands að þessi ríki myndu virða full­veldi og landa­mæri Úkra­ínu og að vopnum þeirra yrði ekki beitt gegn Úkra­ínu nema í sjálfs­vörn og í sam­ræmi við stofnsátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna. For­setar Banda­ríkj­anna og Rúss­lands stað­festu þessar örygg­is­trygg­ingar í lok árs 2009.

Fimm árum síðar voru þessar trygg­ingar ekki papp­írs­ins virði. Lexían sem stjórn­völd í Kænu­garði taka frá þessu er sú sama og stjórn­völd í Norður Kóreu hljóta líka að læra, ef þú átt kjarn­orku­vopn þá held­urðu í þau. Sam­komu­lags­rofið hefur því víð­ari afleið­ingar en að grafa undan full­veld­is­hug­tak­inu í Evr­ópu, það grefur undan til­raunum alþjóða­sam­fé­lags­ins til að stemma stigu við útbreyðslu kjarn­orku- og ger­eyð­ing­ar­vopna. Það sýnir harð­stjórum um allan heim að ef þeir eiga þess kost að koma sér upp ger­eyð­ing­ar­vopnum þá er hann álit­legri til lengri tíma en að treysta á samn­inga við nágranna sína. þetta er skað­legt fyrir aþjóða­ör­yggi og þetta er skað­legt fyrir mann­kynið allt.

Ný sókn

Átökin á Íslandi um refsi­að­gerð­irnar gagn­vart Rúss­landi eru skilj­an­leg­ar. Sama hvoru meg­inn menn standa við borðið eru miklir hags­munir í húfi, efna­hags­legir og hug­mynda­fræði­leg­ir. Þessi mis­mun­andi nálgun að vanda­mál­inu krist­all­ast í spurn­ingu utan­rík­is­ráð­herra í við­tali við Rík­is­út­varpið Síð­ast­lið­inn þriðju­dag um hvaða verð­miða menn væru til­búnir að setja á full­veldi þjóð­ar­inn­ar. Auð­vitað er eng­inn reiðu­bú­inn að svara þeirri spurn­ingu vegna þess að hún er ósvar­an­leg. Það er um margt erfitt að ræða hug­mynda­fræði og fjár­hags­lega afkomu í einum vett­vangi. Full­trúar sjáv­ar­út­vegs­ins geta þó huggað sig við það að refsi­að­gerð­irnar sem nú eru til staðar eru tengdar við fram­kvæmd Minks II sam­komu­lags­ins um lausn Úkra­ínu­deil­unn­ar. Þó að hún kunni að verða lang­vinn er sú deila ekki óleys­an­leg og rúss­lands­mark­aður mun opn­ast aft­ur.

Íslenskur sjáv­ar­út­vegur er öfl­ug­ur, á því leikur eng­inn vafi. Íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki eru í fremsta flokki á heims­vísu hvað varðar hug­vit í fisk­iðn­aði. Þau hafa sýnt fram á það að sjálf­bær nyt á fiski­stofnum og gríð­ar­legur vöxtur í grein­inni geta farið sam­an. Þannig getur íslenskur sjáv­ar­út­vegur með réttu litið á sig sem for­dæm­is­gef­andi fyrir skyn­sam­lega nýt­ingu sjáv­ar­auð­linda. Því hug­viti og krafti sem býr í grein­inni væri nú best beint í að finna nýja nýt­ingu á þeim afurðum sem ekki kom­ast á rúss­lands­markað og í sam­vinnu með Íslands­stofu og utan­rík­is­ráðu­neyti að vinna að opnun nýrra mark­aða. Ef það er eitt­hvað sem íslenskur sjáv­ar­út­vegur hefur sýnt fram á á síð­ustu árum þá er það hæfi­leiki hans til að ryðja sér rúms erlend­is. Það eru engar vís­bend­ingar um að sá hæfi­leiki hafi glat­ast. Þannig tekst okkur að frelsa gísl­inn.

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None