Hvað með niðurfellinguna á ábyrgðum skulda bankamanna?

domstolar
Auglýsing

Á það var minnst ekki alls fyrir löngu, á þessum vett­vangi, nokkuð væri enn í það að upp­gjör­inu við hið for­dæma­laus hrun íslenska banka­kerf­is­ins, dag­ana 7. til 9. októ­ber 2008, lyki fyrir dóm­stól­um. Um 28 mál eru enn til rann­sókn­ar, og fjöldi mála er nú þegar á borði dóm­stóla, ýmist í hér­aði eða í Hæsta­rétt­i. 

Dóm­arnir sem fallið hafa til þess eru ein­stakir í sögu íslensks rétt­ar­fars, enda aldrei fyrr verið sak­fellt fyrir jafn alvar­lega efna­hags­brota­glæpi eins og reyndin hefur verið í þeim málum þar sem ákærðu hafa hlotið margra ára dóma. Eru málin talin án alþjóð­legra for­dæma, enda hafa ekki fund­ist nein dæmi erlendis um banka sem fjár­mögn­uðu að minnsta kosti 30 til 50 pró­sent af eigin hlutafé sjálfir og lán­uðu lang­sam­lega mest til stærstu eig­enda bank­anna. Sumir virð­ast vera búnir að gleyma því, að frum­gögn um þessa stöðu hafa fyrir löngu verið opin­beruð og eru öllum aðgengi­leg.Eitt er athygl­ist­vert, í ljósi mik­illar umræðu sem átti sér stað eftir hrun­ið, þegar gögn komu fram um það, að stjórn­endur og stjórn Kaup­þings felldu niður per­sónu­legar ábyrgðir starfs­manna bank­ans á tug­millj­arða skuldum þeirra á stjórn­ar­fundi í sept­em­ber 2008, rétt fyrir fall bank­ans. Það er vel hugs­an­legt að ákvörð­unin um nið­ur­fell­ing­una á ábyrgðum banka­mann­anna feli í sér umboðs­svik sam­kvæmt lög­um, og dómum sem þegar eru falln­ir. Í reynd virð­ist þetta skýrar í þessu til­viki en í mörgum öðrum, þar sem fjár­tjóns­hættan af því að fella niður ábyrgð­irnar er aug­ljós, og per­sónu­legur ávinn­ingur þeirra sem skuld­uðu - sem í sumum til­vikum voru þeir sömu og tóku ákvarð­anir um að fella ábyrgð­irnar niður - er einnig aug­ljós. Það er jú gott að losna við að bera ábyrgð á skuld­un­um.Í mörg ár hafa síðan verið rakin mál, þar sem þessum gjörn­ingum hefur verið rift og slita­stjórnin reynt að end­ur­heimta skuld­irn­ar. Hæsti­réttur hefur þegar fjallað um það, hvort þetta var heim­ilt eða ekki, og svo var ekki. Þá hefur komið í ljós að ábyrgðin á lán­unum var tak­mörkuð við tíu pró­sent í ein­hverjum til­vik­um, en ekk­ert slíkt kom fram í árs­reikn­ingum Kaup­þings. 

Kaup­höll Íslands gerði alvar­legar athuga­semdir við nið­ur­fell­ing­una á sínum tíma, og þá sér­staklega að hún hefði ekki verið til­kynnt til mark­að­ars­ins

Í yfir­lýs­ingu eins stjórn­ar­manns­ins, á sínum tíma, kom fram að stjórnin hefði „ekki getað gert“ annað en að fella ábyrgð­irnar á tug­millj­arða skuld­unum nið­ur, því ann­ars hefði gengi bréfa Kaup­þings á mark­aði fall­ið. Það er ekki víst að þau rök séu burðug fyrir dómi, í ljósi nið­ur­staðna í umboðs­svika- og mark­aðs­mis­notk­un­ar­málum til þessa.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameiginlega sýnin um þéttara borgarsvæði er að teiknast upp
Í nýrri þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 er gert ráð fyrir að 66 prósent nýrra íbúða sem klárast á tímabilinu verði árið 2040 í grennd við hágæða almenningssamgöngur, þar af 86 prósent nýrra íbúða í Kópavogi.
Kjarninn 27. janúar 2021
Sumarhús gengu kaupum og sölum fyrir tæpa 10 milljarða á Íslandi í fyrra.
Íslendingar keyptu sumarhús fyrir næstum 10 milljarða árið 2020
Metár var á markaði með sumarhús í fyrra. Viðskipti hafa aldrei verið fleiri og aldrei hefur jafn miklu fé verið varið til kaupanna, samkvæmt tölum frá Þjóðskrá. Svipað var uppi á teningnum í Noregi, á þessu ári veiru og vaxtalækkana.
Kjarninn 27. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
Kjarninn 27. janúar 2021
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None