Alþingisreiturinn

Auglýsing

Hug­myndir hæst­virts ­for­sæt­is­ráð­herra um upp­bygg­ingu á Alþing­is­reitnum og í Kvos­inni almennt hafa verið mikið til umræðu und­an­far­ið. Áhugi Sig­mundar Dav­íðs á mál­inu er ­at­hygl­is­verður þó ég telji hug­myndir hans í raun byggja á fremur skamm­sýnn­i hug­mynda­fræði. Gjörn­ingar Sig­mundar hafa þó í það minnsta hleypt af stað líf­legri umræðu um stöðu arki­tekt­úrs og borg­ar­skipu­lags á Íslandi í dag. Um­ræð­unni ber að fagna og mun von­andi verða vexti Kvosar­innar og borg­ar­inn­ar allrar til góðs þegar fram líða stund­ir.

Sögu­lega vídd og vægi staðar er ó­mögu­legt að skapa uppúr engu. Slíkt ger­ist ein­ungis með tíma og atburð­u­m. ­Upp­haf byggðar á Íslandi er grafin í jörðu Kvosar­innar og hér varð Reykja­vík­ ­borg. Þessi saga er dýr­mæt og helsta ástæðan fyrir óum­deil­an­legu aðdrátt­ar­afli mið­bæj­ar­ins. Fyr­ir­hug­aðar fram­kvæmdir á svæð­inu stað­festa það.

Hin sögu­lega vídd mið­borg­ar­inn­ar ­felst í því hvernig hver kyn­slóð hefur markað sitt spor á svæðið og nýtt eft­ir þörf hvers tíma; end­ur­skil­greint notkun þess og þróað hús af húsi. Þessi vit­neskja er marg­falt verð­mæt­ari en fals­aðar eft­ir­bygg­ingar munu nokkurn tím­ann verða. Bygg­ing gam­alla stúd­enta­garða mun þannig engu bæta við sögu­lega vídd mið­borg­ar­innar og heldur ekki minjar í bíla­kjöll­urum og skilti.

Auglýsing

Alþing­is­reit­ur­inn

Menn­ing er ekki bara eitt­hvað sem er gam­alt og við­ur­kennt heldur stöðugt streymi sköp­un­ar. Að draga teikn­ing­ar Guð­jóns Sam­ú­els­sonar uppúr skúff­unni er því ekki ein­ungis alvar­leg van­trausts­yf­ir­lýs­ing á sam­tím­ann heldur einnig smættun og van­virð­ing við alla 20. aldar bygg­ing­ar­arf­leið okk­ar. Með öðrum orðum gerir slík aðgerð bæði lít­ið úr allri þeirri kunn­áttu sem við búum yfir í dag og lokar aug­unum fyrir þeim verð­mætum sem sköpuð hafa verið síðan Guð­jón sat á skóla­bekk. 100 ára gaml­ar teikn­ingar Guð­jóns úti­loka sam­tal sam­tím­ans við aðra snill­inga 20. ald­ar­inn­ar og þeirra góðu verk. Hvernig stúd­enta­garða hefðu Högna, Sig­valdi eða Mann­freð teiknað fyrir Alþingi?

Að ætla fyr­ir­framá­kveða ­bygg­ing­ar­stíl til­tek­innar bygg­ingar með stjórn­valds­á­kvörðun er því ekki ein­ung­is slæm og afar vara­söm stjórn­sýsla heldur gerir það lítið úr bygg­ing­ar­arf­leið okkar sem heild. Slík stjórn­sýsla gerir að engu hæfni íslenskra arki­tekta til­ að túlka stað­ar­and­ann og sækja sér inn­blástur í eldri bygg­ing­ar. Bygg­ingar sem raun­veru­lega geta talist íslenskar fremur en sá síð­klass­íski stíll sem teikn­ing Guð­jóns ber keim af. Í raun má segja að jafn­vel Guð­jón og hans byggðu verk séu úti­lokuð úr jöfn­unni með þessum hætti. Háskóli Íslands og Þjóð­leik­húsið eru ekki til sam­kvæmt hug­mynd Sig­mund­ar.

Skoðum tvö góð og bók­staf­lega nær­tæk­ustu dæmin um góðar borg­ar­bygg­ingar sem bygg­ing á Alþing­is­reitnum mun ­sjálf­krafa eiga í sam­tali við. Odd­fell­ow­hús­ið; byggt árið 1931 eftir teikn­ing­um Þor­leifs Eyj­ólf­sonar húsa­meist­ara. Ráð­hús Reykja­vík­ur; fyrsta verk Studi­o Granda og tekið í notkun 1994. Tvær afar ólíkar bygg­ingar sem geyma þó hvor á s­inn hátt vís­bend­ingar um hvað góð bygg­ing á Alþing­is­reitnum gæti staðið fyr­ir.

Odd­fell­ow­húsið er snemm módernísk funkis bygg­ing í eigu fremur lok­aðra félaga­sam­taka. Útlit þess er ein­falt, ein­kenn­ist af láréttum og hreinum línum í anda þeirra stíl­brigða sem voru að ryðja sér til rúms í Evr­ópu á milli­stríðs­ár­un­um. Odd­fellow er borg­ar­hús. Stendur þétt upp við göt­una og væntir nágranna sem fylla útí götu­mynd­ina fram að næsta götu­horni. Það er lát­laust en virðu­legt. Frag­ment úr borg­inni sem Reykja­vík hefur lengi verið ætlað að verða.

Ráð­húsið er á hinn bóg­inn há-­póst­módernísk opin­ber bygg­ing. Stakstætt hús ein­angrað í horni Tjarn­ar­inn­ar. ­Sést víða að og hefur mjög sterka nær­veru í borg­inni. Sam­tímis er bygg­ingin þó létt og inni­bjóð­andi. Götu­lífið rennur inn og ígegn og virkjar þannig húsið sem hús fólks­ins. Á horni Von­ar­strætis og Tjarn­ar­götu opn­ast svo borg­ar­ráðs­sal­ur­inn út í borg­ina og minnir borg­ar­full­trúa á að sá sem stendur í pontu hverju sinn­i er full­trúi fólks­ins sem stendur úti á horni. Póst­módernísk sjálf­krítík par ex­el­ans.

Nýbygg­ing á Alþing­is­reitnum gæt­i verið góð blanda af því besta sem ein­kennir þessa tvo stoltu full­trúa síns ­tíma. Veg­legt borg­ar­hús sem fyllir út í möl­ina. Fag­leg opin­ber bygg­ing byggð ­sam­kvæmt hug­myndum um sjálf­bærni, gegn­sæi og lýð­ræði í nútíma sam­fé­lagi. Hús ­sem virkjar almennt götu­líf í Von­ar­stræti með opinni og lif­andi jarð­hæð þar sem létt­ara prógrammi er skeytt saman við hið öllu alvar­legra hlut­verk Alþing­is. Að lokum myndi ég sjálfur bæta við hring­stiga, bleikum vegg og rak­ara­stofu. En það eru bara per­sónu­leg stíl­brigði sem þið getið úti­lokað ef þið vilj­ið.

Fyr­ir­myndir eru mik­il­vægar

Ef ­vandað verður til verka á Alþing­is­reitnum er ég hand­viss um að þar muni rísa á­huga­verð og góð bygg­ing sem mun setja mark sitt á borg­ar­um­hverf­ið. Slíkt mun þó ekki ger­ast nema ef ferlið frá Alþingi til fram­kvæmdar sé heilt í gegn. Til­ að svo geti orðið þurfum við að treysta á og bera virð­ingu fyrir þeim ferlum sem við höfum búið okkur til í opnu lýð­ræð­is­sam­fé­lagi. Þing­menn setja lög­. ­Arki­tektar teikna hús. Rak­arar klippa hár.



Al­þingi er merkasti verk­kaupi á land­inu. Ef for­sæt­is­ráð­herra vill raun­veru­lega hvetja til fag­legra og vand­aðra vinnu­bragða á Alþing­is­reitn­um, Kvos­inni og ­bygg­ing­ar­geir­anum almennt þarf Alþingi að setja skýrt for­dæmi í sínum eig­in fram­kvæmd­um. Slíkt for­dæmi felst í að bera virð­ingu fyrir eigin tak­mörk­unum og ­sér­þekk­ingu ann­ara en einnig að ganga til verks með opnum og jákvæðum hug.



Al­þing­is­reit­ur­inn er kjörið tæki­færi fyrir áhuga­fólk á þingi um arki­tektúr og ­skipu­lags­mál að vera öðrum fram­kvæmda­að­ilum góð fyr­ir­mynd. Með því að leggja raun­veru­legan metnað í verk­efnið frá upp­hafs­skrefum þar til fram­kvæmda kem­ur ­gætu skrif­stofur Alþingis orðið öðrum til eft­ir­breytni. Það verður ekki gert ­með því að ákveða fyr­ir­fram útlit verk­efn­is­ins áður en nokkur veit í raun um hvað það snýst.

Hver sá ­sem að lokum hreppir verkið mun án efa þekkja til sögu svæð­is­ins sem og hversu ­vanda­samt það verður að sætta þau ólíku sjón­ar­mið sem fram hafa komið og mun­u á­fram vera hávær. Að ætla flýja þá umræðu með því ákveða útlit húss­ins á Al­þingi er hug­mynda­fræði­leg skamm­sýni og van­traust á getu sam­tím­ans til að ­leysa verk­efn­ið.

Núver­and­i kyn­slóð íslenskra arki­tekta er full­kom­lega treystandi til að sjálfs­á­kvarða hvaða inn­blástur við sækjum okkur í mótun borg­ar­inn­ar. Hvort sem það er Morg­un­blaðs­höll­in, Perlan, Bern­höft­s­torfan, Hlemm­ur, bíla­stæða­húsið á Hverf­is­götu, mósaíkverk Gerð­ar, Tim­ber­land­búðin eða Guð­jón S. í öllu sín­u veldi; fyrir og eftir 1918. Af nógu er að taka.



Að treysta núver­andi kyn­slóðum fyrir Alþing­is­reitnum er menn­ing í sjálfu ­sér og besta leiðin til að sýna verkum eldri kyn­slóða virð­ingu. Byggjum þar ­veg­legt nútíma borg­ar­hús, skil­greinum okkar eigin notkun á svæð­inu og veit­u­m næstu kyn­slóð reyk­vískra borg­ar­húsa inn­blást­ur.



Höf­undur er arki­tekt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None