Kapphlaupið að grjóthrúgunni

Auglýsing

Það hefur lengi verið árvisst að um leið og til­kynnt er um starfs­laun lista­manna hefst kapp­hlaup hinna synd­lausu að grjót­hrúg­unni. Ónytj­ungar og afætur skulu grýtt­ar, fólk sem slæp­ist í vellyst­ingum fyrir stórfé sem í það er aus­ið. Yfir­leitt byrjar ballið á því að slakir blaða­menn flagga hálf­sann­leik og aðdrótt­unum af ýmsu tagi um fjár­hæðir og afköst, klíku­skap, spill­ingu og þar með er búið að gefa upp bolt­ann fyrir kjána­lega vand­læt­ara sem segja eitt­hvað van­hugsað á Face­book sem er svo slegið upp með stríðs­fyr­ir­sögn­um. Þá hefst flóð rætni og fyr­ir­litn­ingar í kommenta­kerf­um. Fólk kepp­ist við yfir­lýs­ingar um að kaupa aldrei bækur til­tek­inna höf­unda. Lista­menn (í ár eru það aðal­lega rit­höf­und­ar) geta nú flokk­ast með femínistum og múslímum sem er út af fyrir sig ágætur félags­skap­ur.

Menn hafa tekið þessu með kald­hæðni en skilj­an­lega hikað við að snú­ast til varnar því grjót­kast af þessu tagi tekur ekki rök­um, jafn­vel ekki ein­földum efna­hags­rökum á borð við þau að bóka­út­gáfa og allt menn­ing­ar­starf sé styrk stoð í hag­kerf­inu og að virð­is­auka­skattur af seldum bókum sé meiri en það fé sem ríkið ver til starfs­launa rit­höf­unda. Þó hafa ein­staka höf­undar útskýrt málið af ein­lægni og hóg­værð eins og t.d. Vil­borg Dav­íðs­dóttir. Grjót­kastið hefur líka orðið til þess að varla er hægt að ræða í friði atriði sem gagn­rýnd hafa verið og hugs­an­lega mætti bæta í fram­kvæmd­inni, til dæmis form­reglur um skipan úthlut­un­ar­nefnda og sér­staka rækt við nýgræð­inga.

Mér hefur alltaf verið raun að þess­ari dap­ur­legu orra­hríð og hef eig­in­lega kviðið þessum degi und­an­farin ár. Ekki fyrst og fremst vegna þess að ég vor­kenni því góða fólki sem fær grjót­kastið yfir sig, heldur hefur mér sárnað að sjá hvernig nið­ur­drep­andi fáfræði og for­dómar flétt­ast við óvand­aðan frétta­flutn­ing. 

Auglýsing

Yfir­leitt hefur verið væn­leg­ast að bíða fárið af sér en nú hefur það keyrt um þver­bak í rætnum per­són­u­árás­um. Mér er málið skyld­ara en áður vegna þess að ég var meðal þeirra heppnu, starfs­laun eru nefni­lega einnig veitt fræði­mönn­um. Ég er glaður og þakk­látur fyrir að vera nú í hópi hinna for­dæmdu og sé fram á að geta lokið metn­að­ar­fullu verki sem ég hef stefnt að síð­ustu 25 árin og unnið að sam­fleytt síð­ustu fimm árin við mis­jafnt gengi í styrkja­harki. Ég kveinka mér heldur ekk­ert yfir grjót­kast­inu enda hefur því ekki verið beint gegn mér per­sónu­lega. Þeir sem fyrir því hafa orðið geta hæg­lega svarað fyrir sig ef þeim þykir ástæða til. 

Það sem mér þykir verst og ískyggi­leg­ast er sú sam­bræðsla fáfræði og heiftar sem virð­ist vaxa og flétt­ast saman við þjóð­rembu og ras­isma. Það er því lík­ast að fáfræði sé dyggð sem brýst út í per­són­u­árás­um. Það sem áður var dulið hefur orðið sýni­legt með til­komu sam­fé­lags­miðl­anna og van­máttug gremja fólks yfir óljósum raunum bein­ist gegn hópum sem vel liggja við höggi, konum sem þora að láta í sér heyra, inn­flytj­end­um, lista­mönnum og jafn­vel flótta­mönn­um, í stað þess að beina reið­inni til að mynda að óheftu athafna- og eyði­legg­ing­ar­frelsi þeirra sem fara með fjár­magn og fjár­has­g­leg völd. Auð­ur­inn safn­ast á æ færri og mis­kunn­ar­laus­ari hendur og er að gjör­spilla nátt­úru Íslands og á góðri leið með að gera jörð­ina óbyggi­lega.

Sjálf­stætt starf­andi fræði­menn, rit­höf­undar og lista­menn eru í svip­uðum spor­um, taka oft að sér mis­skemmti­leg og mis­gef­andi verk­efni til að afla sér við­ur­væris en stunda þess á milli þau skap­andi störf sem hug­ur­inn stendur til, með stuðn­ingi van­burð­ugra sjóða. Þessi hópur eyðir ómældum tíma og kröftum í ástríðu­fulla iðju sem alltaf er ein­lægt fram­lag til sam­fé­lags og menn­ingar þó launin séu glopp­ótt. Þessi iðja er harður hús­bóndi því höf­undar með sjálfs­virð­ingu láta verkin ekki fara frá sér fyrr en þeim er lok­ið, hver sem starfs­launin eru. Góð verk geta tekið mis­langan tíma. Sum geta sprottið fram á inn­blás­inni örskots­stundu en flest líta dags­ins ljós eftir agaða þræla­vinnu árum sam­an. Gæði verk­anna koma lengd bóka heldur ekk­ert við. Það er fagn­að­ar­efni að all­stór hópur höf­unda hefur getað sinnt rit­störfum jafn­vel í fullu starfi und­an­farin ár.

Lang­flestar menn­ing­ar­af­urðir sem Íslend­ingar stæra sig af hafa orðið til fyrir stuðn­ing sam­fé­lags­stofn­ana. Skáld og sagna­rit­arar til forna voru í þjón­ustu höfð­ingja og kirkj­unn­ar. Feg­urstu hand­ritin voru skrifuð og mynd­skreytt af atvinnu­mönnum í klaustr­um. Á síð­ari öldum voru fróð­leiks­menn á snærum höfð­ingja. Arn­grímur Jóns­son lærði fékk afgjöld af nokkrum jörðum svo hann gæti stundað fræði­störf sín í friði og honum þakka menn það að umheim­ur­inn upp­götv­aði forn­bók­mennt­irnar sem Íslend­ingar hafa löngum litið á sem rétt­læt­ingu fyrir til­vist sinni sem þjóð­ar.

Forn­ritin spruttu upp úr menn­ing­ar­jarð­vegi sem var hag­kvæmur bók­mennta- og list­sköp­un. Á síð­ari öldum voru skil­yrði til bók­mennta­sköp­unar oft bág­borin en menn þrá­uð­ust þó við af van­efnum og skrif­uðu upp gömul rit, sögðu og skrif­uðu nýjar sög­ur, ortu vísur og kvæði. Lággróð­ur­inn var býsna grósku­mik­ill og hélt við tungu­mál­inu sem ráða­menn dásama á hátíða­stundum (en vilja sem minnst fé leggja af mörkum til að halda því við) en þó spratt þar upp sitt­hvað gott, stundum með stuðn­ingi sam­fé­lags­ins. Og á síð­ari tímum hefur jafnan verið leit­ast við að styrkja rit­höf­unda og lista­menn með ýmsum hætt­i. 

„Ís­lenskar bók­menntir eru merki­legt en við­kvæmt vist­kerfi“ sagði rit­höf­und­ur­inn Auður Jóns­dótt­ir við verð­launa­af­hend­ingu um dag­inn. „Vist­kerfi sem má ekki við miklu hnjaski og á mikið undir litlu.“ Það má víkka lík­ingu Auðar því allt sam­fé­lagið og menn­ingin eru vist­kerfi, flók­inn vefur þar sem ólík­ustu þræðir leggja sitt af mörkum til heild­ar­inn­ar. Allir þættir eru mik­il­vægir, ekki síst listir og bók­menntir sem næra sköp­un­ar­mátt sam­fé­lags­ins. Sá vefur raknar upp ef farið er eftir ímynd­uðum frum­skóg­ar­lög­málum mark­aðs­hyggju og hagn­aður tal­inn æðri öllum sið­ferð­is­gild­um. 

Ríkið og sam­fé­lags­stofn­anir hafa það hlut­verk að halda við þessum vef, af því að við erum mann­eskjur og teljum okkur gædd þeirri skyn­semi sem þarf til að skipu­leggja almanna­vel­ferð til lík­ama og sál­ar. Þó að for­sjár­hyggja rík­is­ins sé oft full­mikil þýðir það ekki að það sé óþarft. Hins vegar er ríkið um leið valda­stofnun sem deilir út fé og getur beitt valdi. Því getur það hæg­lega verið kúg­un­ar­tæki, notað til að auka völd þeirra sem ærin völd hafa þó fyr­ir. 

Og þar liggur í það minnsta einn hundur graf­inn. Sam­fé­lagið er og hefur alltaf verið vett­vangur valda­bar­áttu. Ætíð skara ein­hverjir eld að eigin köku á kostnað með­bræðr­anna með öllum ráð­um. Í dag er ófyr­ir­leitni ríkra vald­hafa engin tak­mörk sett og heim­ur­inn í hættu. Mark­aðs­hyggjan styðst við ein­faldar skil­grein­ingar á sam­fé­lags­að­stæðum sem ala af sér ódýra mælsku­list til stuðn­ings vald­stétt­un­um. Vita­skuld vilja þær og þjónar þeirra miklu frekar að allt fari á annan end­ann út af lista­manna­launum en að útvöldum auð­mönnum sé úthlutað gróða­væn­legum hluta­bréfum fyrir slikk eða stór­kap­ít­alistum gefnar auð­lindir á sjó og land­i. 

Um þessar mundir velta menn því fyrir sér hvort Andri Snær Magna­son rit­höf­undur ætli að bjóða sig fram til emb­ættis for­seta. Hann hefur árum saman verið einn snarpasti og hug­mynda­rík­asti gagn­rýn­andi ákveð­inna sam­fé­lags­afla og nú bregður svo við að hann er orð­inn helsti skot­spónn grjót­kasts­ins. Fari hann í fram­boð ná afhjúp­andi gagn­rýni hans og leiftr­andi hug­myndauðgi athygli miklu fleira fólks en áður. Það er trú­lega mörgum óbæri­leg til­hugsun og því kvikna grun­semdir um að nú eigi ein­fald­lega að taka hann niður áður en hann hugs­an­lega býður sig fram. 

Rit­höf­undar og lista­menn fegra sam­fé­lagið og gera það líf­væn­legra, halda við tungu­mál­inu og rækta verð­mæti sem aldrei verða metin til fjár. En þeir hafa líka hlut­verk sjá­and­ans og gagn­rýn­and­ans sem birta mann­legt sam­fé­lag oft í óvæntu og afhjúp­andi ljósi. Sterkasta ógnin við valdið felst í skap­andi og gagn­rýn­inni menn­ingu og ég leyfi mér að bæta gagn­rýnum fræðum þar við. Sköp­unin afhjúpar veik­leika valds­ins. Vissu­lega eru það ákveðin for­rétt­indi að fá að stunda það sem mann langar til og sjálf­sagt er ein­hver snef­ill af hégóma­girnd í okkur sem erum að berj­ast við að skrifa og skapa. En við erum ekk­ert síður að þessu vegna þess að okkur þykir vænt um fólk, við viljum stuðla að mann­legum gildum í sam­fé­lag­inu, draga fram feg­urð­ina í fjöl­breytni þess og gera það ögn betra. Í því starfi eru lista­menn og rit­höf­undar óþægir vald­inu og hættu­legir en ekki á þann hátt að þeir séu að hafa fé af almenn­ingi. 

Það er lít­il­mann­legt að þjóna vald­inu með því að æsa ein­feldn­inga upp í hat­urs­orð­ræðu og kjána­legar yfir­lýs­ingar þar sem sjón­hverf­ingar eru lagðar að jöfnu við list. Það er kannski hægt að fyr­ir­gefa þeim sem ekki vita hvað þeir gera en þeir eiga ekki að kom­ast upp með það óátalið. Og ein­hverjir vita örugg­lega hvað þeir eru að ger­a. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None