Stjórnvöld, með Sigmund Davíð Gunnlaugsson í broddi fylkingar, eiga heiður skilinn fyrir að taka vel á móti flóttamönnum frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum svæðum. Það er manneskjulegt þegar ráðamenn þjóðarinnar taka á móti fólki, sem hefur gengið í gegnum miklar raunir, og hyggst byggja upp líf sitt á Íslandi. Einkar ánægjulegt, satt best að segja, að sjá góðan vilja í verki, og var greinilegt á fólkinu að það kunni að meta þetta.
Akureyringar geta líka verið stoltir af því hvernig þeir hafa rétt út hjálparhönd til flóttafólks í gegnum tíðina. Hinn 18. janúar bættist í hóp Akureyringa flóttafólk frá Sýrlandi, og var Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri, mættur að taka á móti fólkinu í Viðjulundi, húsnæði Rauða Krossins á Akureyri, ásamt stuðningsfjölskyldum og fleirum. Skapti Hallgrímsson, sá vandaði og góði blaðmaður á Morgunblaðinu, fangaði þessi tímamót vel, með myndum og texta.
Akureyrarbær getur verið stoltur því frumkvæði sem hann sýndi, þegar málefni flóttamanna voru til umræðu fyrir nokkrum misserum, og hin hrikalega staða sem blasti við heimsbyggðinni, í stríðshrjáðum löndum, einkum Sýrlandi, Írak og Afganistan, var að verða skýrari fyrir okkur á Íslandi. Þá sögðust bæjaryfirvöld tilbúin að taka á móti fleiri flóttamönnum, enda væri reynslan af því að fá flóttafólk til bæjarins góð, hvernig sem á það væri litið. Fólkið hefði fundið sér heimasvæði á Akureyri og lagt ríkulega til samfélagsins, eins og aðrir.
Akureyringar geta líka verið stoltir af því hvernig þeir hafa rétt út hjálparhönd til flóttafólks í gegnum tíðina. Hinn 18. janúar bættist í hóp Akureyringa flóttafólk frá Sýrlandi, og var Eiríkur Björgvinsson, bæjarstjóri, mættur að taka á móti fólkinu í Viðjulundi, húsnæði Rauða Krossins á Akureyri, ásamt stuðningsfjölskyldum og fleirum. Skapti Hallgrímsson, sá vandaði og góði blaðmaður á Morgunblaðinu, fangaði þessi tímamót vel, með myndum og texta.
Akureyrarbær getur verið stoltur því frumkvæði sem hann sýndi, þegar málefni flóttamanna voru til umræðu fyrir nokkrum misserum, og hin hrikalega staða sem blasti við heimsbyggðinni, í stríðshrjáðum löndum, einkum Sýrlandi, Írak og Afganistan, var að verða skýrari fyrir okkur á Íslandi. Þá sögðust bæjaryfirvöld tilbúin að taka á móti fleiri flóttamönnum, enda væri reynslan af því að fá flóttafólk til bæjarins góð, hvernig sem á það væri litið. Fólkið hefði fundið sér heimasvæði á Akureyri og lagt ríkulega til samfélagsins, eins og aðrir.
Ánægjulegt að sjá nýja Akureyringa bætast í hóp heimamanna, alla leið frá Sýrlandi.