Útvistun uppeldis

Auglýsing

Jafn­rétt­is­bar­áttan og vel­meg­unin hefur fært okkur sam­fé­lag sem stofn­ana­væðir barna­upp­eldi. Barn er vart fyrr komið í heim­inn en stofn­anir taka við því og ann­ast það lung­ann úr deg­in­um, jafn­vel lengur en sem nemur vinnu­degi full­orð­ins fólks. Nú hef ég ekk­ert á móti leik­skól­um, grunn­skól­um, skóla­dag­heim­ilum eða öðrum vist­un­ar­stöðum barna, hef nýtt þá alla að vissu marki, en spyr mig hvort þessar stofn­anir séu orðnar að eins konar mun­að­ar­leys­ingja­hæl­um.

Það eru vafa­samar fram­farir að for­eldrar skuli neita sér að tals­verðu leyti um sam­vistir við börnin sín og afsala sér ábyrgð á upp­eldi þeirra sem því nem­ur. Þetta er þeim mun vafa­sam­ara sem þau eru yngri. Ég hélt að jafn­rétt­is­bar­áttan hefði ekki aðeins átt að færa okkur – körlum og konum – val um það að hve miklu leyti við sækt­umst eftir frama utan heim­il­is­ins, heldur líka svig­rúm til að sinna börn­unum okk­ar, ekki síst fyrstu árin. Nið­ur­staðan er hins vegar sú að flestir for­eldrar vinna fulla vinnu frá því barn verður eins árs eða svo; fæð­ing­ar­or­lofið bjargar fyrsta árinu. Og hvaða ástæða er oft­ast gef­in? Jú, fólk hafi ekki efni á því að vera heima hjá börn­un­um, rétt eins og barnið sé ekki rétt­hærra en pen­ing­ar. Þetta á ekki síst við þegar rætt er um að feð­urnir verði heima sem sýnir okkur nauð­syn þess að jafna laun kynj­anna.

Fyrstu árin eru við­kvæm­asta ævi­skeið hvers ein­stak­lings. Þá er þörfin fyrir skil­yrð­is­lausa ást ofar hverri kröfu að mati sál­fræð­inga. Útvistun upp­eld­is­ins hlýtur því að hafa áhrif á mótun barn­anna. Þann 19. jan­úar sl. kom fram í við­tölum við barna­sál­fræð­ing­ana Soffíu Elínu Sig­urð­ar­dóttur og Helgu Arn­fríði Har­alds­dóttur í frétta­tíma Sjón­varps­ins að kvíði er æ algeng­ari fylgi­fiskur þessa fyr­ir­komu­lags enda sé dag­skráin stundum þétt­ari hjá börn­unum en for­eldr­unum þegar tóm­stunda­starfið er tekið með. Þar að auki séu börnin stöðugt að vinna eftir for­skrift ann­arra, stöðugt verið að gera kröfur til þeirra, og þess vegna hafi þau minni tíma til að leika sér frjálst. Ég spyr: Skyldi þetta hafa áhrif á sköp­un­ar­gáfu og frum­kvæði? 

Auglýsing

Rann­sóknir hafa sýnt að mikil fjar­vera for­eldra frá börn­um, t.d. vegna yfir­vinnu, hefur nei­kvæð áhrif á mál­þroska, auk þess sem fylgni er á milli fjar­veru og vímu­efna­neyslu. Þá hefur Sæunn Kjart­ans­dóttir sál­greinir fært rök fyrir því, m.a. í bók­inni Árin sem eng­inn man: áhrif frum­bernsk­unnar á börn og full­orðna, að tengsla­myndun fyrstu áranna hafi afger­andi áhrif á sjálfs­mynd barna, sam­skipta­hæfni þeirra og hæfi­leik­ann til að tengj­ast öðrum á full­orð­ins­ár­um. Hún hefur líka bent á að atlætið fyrstu árin hafi áhrif á geð­heil­brigði fólks það sem eftir er ævinn­ar. Þetta þýðir að börn sem lítið hafa af for­eldrum sínum að segja á við­kvæmum mót­un­ar­aldri fá ann­ars konar sjálfs­mynd en hin og margt bendir til þess að fjar­vera for­eldr­anna hafi áhrif á hæfni þeirra til að fást við streitu og setja sig í spor ann­arra „og virða [þau] þar af leið­andi hvorki reglur né mörk sam­fé­lags­ins,“ segir Sæunn í grein­inni „Við vissum það ekki þá en við vitum það nún­a“. Sam­fé­lags­gerðin hlýtur því að breyt­ast þegar flestir alast upp á stofn­unum og kannski erum við þegar farin að sjá merki þess. Ég ber mikla virð­ingu fyrir því starfi sem unnið er í skóla­kerf­inu og tóm­stunda­starfi en fyrr má nú rota en dauð­rota. 

Það ein­kenni­leg­asta í þessu öllu er samt að for­eldrar skuli hafa fyrir því að eign­ast börn til þess að koma þeim strax í vist­un, rétt eins og for­eldra­hlut­verk­inu hafi verið útvi­stað sem hverjum öðrum verk­þætti og hafi minnst með hina raun­veru­legu for­eldra að gera. Sam­fé­lags­for­eldrun hafi tekið við. Sjálfur var ég svo eig­in­gjarn að ég gat ekki neitað mér um sam­veru við syni mína í upp­eld­inu – vann heima og var heima­vinn­andi þótt ekk­ert væri feðra­or­lofið og sé ekki eftir því. Þetta voru góð ár þótt við hjónin hefðum þurft að neita okkur um gól­f­efni og glæsi­bif­reið. Nú njótum við hins vegar afrakst­urs­ins í ýmsu formi. Enn er það svo að ég veigra mér við að vera lengi í útlöndum án sona minna þó að starf mitt bjóði upp á það og geri jafn­vel vissa kröfu til þess. Hva, geta þeir ekki verið einir heima? spurði kunn­ingi minn. Jú, þeir geta verið einir heima en ég vil bara umgang­ast þá sem mest meðan þeir búa enn heima.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None