Það eru óhuggulegar tölur sem halda áfram að berast okkur frá Miðjarðarhafi, þar sem flóttamenn, einkum frá Sýrlandi, Írak og Afganistan, reyna að komast yfir hafið til að freista þess að fá nýtt upphaf í líf sitt og komast frá ömurleika stríðshrjáðra svæða.
Greint var frá því í gær að 244 hefðu drukknað í janúar við að reyna að komast yfir hafið. Ekki hefur enn tekist að koma upp nægilega skilvirkum björgunaraðgerðum til að ná tökum á aðstæðum, þrátt fyrir að umfang aðgerða hafi verið stóraukið undanfarin misseri.
Það eru vafalítið margir sem spyrja sig að því, hvers vegna ekki er settur meiri kraftur í að tryggja öryggi á Miðjarðarhafi, og á ströndunum í Suður-Evrópu og Afríku, svo dæmi séu tekin. Það er mögulegt að beita tækjum, mannafla og skipum sem herir Vesturlanda búa yfir, og ná með því meiri tökum á aðstæðum, með það að markmiði að bjarga fleiri mannslífum.
Greint var frá því í gær að 244 hefðu drukknað í janúar við að reyna að komast yfir hafið. Ekki hefur enn tekist að koma upp nægilega skilvirkum björgunaraðgerðum til að ná tökum á aðstæðum, þrátt fyrir að umfang aðgerða hafi verið stóraukið undanfarin misseri.
Það eru vafalítið margir sem spyrja sig að því, hvers vegna ekki er settur meiri kraftur í að tryggja öryggi á Miðjarðarhafi, og á ströndunum í Suður-Evrópu og Afríku, svo dæmi séu tekin. Það er mögulegt að beita tækjum, mannafla og skipum sem herir Vesturlanda búa yfir, og ná með því meiri tökum á aðstæðum, með það að markmiði að bjarga fleiri mannslífum.
Hernaðarpólitíkin er snúin og flókin, en sagan sýnir einnig að hún getur verið óskaplega árangurslítil þegar til vopna er gripið á röngum tíma og forsendum. Vonandi eru þjóðir heimsins að rýna rétt í stöðu mála núna, en spor sögunnar hræða.