Af hverju vilja spilltir stjórnmálamenn einkavæða banka?

Auglýsing

Í Kast­ljósi 21. jan­úar sl. komumst við að því að á Íslandi er fjár­mála­ráð­herra ­með mjög tak­markað vit á banka­starf­semi. Í þætt­inum við­ur­kenndi hann, að hann, vissi ekk­ert hvað sam­fé­lags­banki væri og ítrek­aði fákunn­áttu sína með því að líkja Íbúða­lána­sjóði við sam­fé­lags­banka um leið og honum finnst sjálf­sagt að ­setja stofnfé í sam­fé­lags­banka í Kína, sem stofn­aður er um ein­hverja vafn­inga, í Asíu.

Hann ­sagði okkur líka að hann skildi ekki að hægt væri að reka banka öðru­vísi en með­ arð­sem­is­sjón­ar­mið­um, og svo fannst honum bara að banki ætti að vera banki sem veitti góða þjón­ustu með arð­sem­is­sjón­ar­mið eig­end­anna að leið­ar­ljósi.

Þar hitti fjár­mála­ráð­herran naglann á höf­uð­ið, hann gat vel skil­grein­t ­banka­þjón­ustu en rekstr­ar­formið varð að vera „einka“ eitt­hvað. Sam­fé­lags­legt var ofar hans skiln­ingi. Það er nefni­lega þannig að ef það er gróði af ein­hverju þá verður það að vera ein­hver ákveðin klíka, hluta­haf­ar, vin­ir, póli­tískir ­fé­lag­ar,  nú eða rétta fjöl­skyld­an, sem græð­ir.

Auglýsing

Það er ómögu­legt að Gunna og Jón geti grætt á því að eiga eitt­hvað sem gengur vel og allir þurfa að nota.

Stjórn­mála­menn ­sem tala í sama kór og fjár­mála­ráð­herran okk­ar, eru mjög sann­fær­andi þegar þeir benda á að bankar eigi ekki að vera í rík­is­eign því með póli­tískum áhrifum og af­skipta­­semi af lán­tök­um, geti póli­tíkusar með greiða­semi í gegn­um ­rík­is­bankana, keypt sér atkvæði og völd. Hvernig á að vera hægt að rétt­læta það á 21. öld­inni?

En eru þessi rök góð og gild og stand­ast þau skoð­un?

Í rann­sókn (P. Dem­etri­ades, S. Andri­anovu, og A. Shorts­land, There Should Be No Rush to Pri­vaties Govern­ment Owned Banks, 20. jan. 2010), sem stofnun við Brunel Uni­versity í Englandi, sem kölluð er CEDI (Center for Economics Develop­ment and Institutions), gaf út, var gerður sam­an­burður á vext­i hag­kerf­is­ins, hag­sæld og áhrifum hruns­ins á þjóð­fé­lög ann­ars vegar þar sem var ­sterkt kerfi sam­fé­lags­­­banka er eins og Þýska­land og Frakk­land og hins veg­ar þar sem sam­fé­lags­bankar voru litlir og óburð­ugir eins og í Englandi og ­Banda­rík­un­um.

Nið­ur­stöð­urn­ar voru slá­andi og líka nokkuð merki­legar í ljósi þeirrar umræðu um spill­ingu sem á sér stað þegar eignir almenn­ings eru teknar og seldar á hrakvirði til vild­ar­vina af ákveðnum stjórn­­­mála­­mönn­um.

Þar ­sem sam­fé­lag­bankar eru sterkir kom í ljós að hag­vöxtur var jafn­ari og stöðu­gri, það kom líka í ljós að spill­ing og hrossa­kaup eiga sér síður stað bæði inn­an­ ­stjórna sam­fé­lags­bank­anna, með skýra eig­enda­stefnu, meðan að einka­bank­arnir eru að verð­launa stjórn­endur sína fyrir áhættu­töku, með hluta­bréfagjöfum og ­bón­us­um. Þá voru afleið­ingar heimskrepp­urnar 2008 miklu mild­ari í þeim lönd­um þar sem sam­fé­lags­banka­mód­elið var sterkt en þar sem einka­bankar voru ein­ráð­ir.

En ­at­hygl­is­verð­ust finnst mér sú nið­ur­staða skýrsl­unnar að rök þeirra ­stjórn­mála­manna sem mæla fyrir að selja rík­is­banka til einka­að­ila til að koma í veg fyrir póli­tísk hrossa­kaup og lán­veit­ingar póli­tíkusa á atkvæða­veið­u­m, stóðst enga skoð­un.

Það kom nefni­lega í ljós að einka­væddir bankar voru miklu gjaf­mild­ari og stjórn­end­ur þeirra frekar til­búnir að kaupa sér vel­vild ákveð­inna stjórn­mála­afla og styrkja ­stjórn­mála­menn, sem voru til­bú­inir að vinna að ein­földun og afreglu­væð­ingar banka­starf­sem­i, ­með kosn­inga­fram­lögum í próf­­kjör­um. Eða kaupa sér varð­hund sér­hags­muna sinna.

Sam­fé­lags­bank­arn­ir höfðu skýrt mark­aða stefnu um að veita enga póli­tíska styrki.

Í ljósi þessa þá væri nú fróð­legt að fá svör við þessum spurn­ingum frá íslenskum ­stjórn­mála­flokk­um..

1.      Hvað styrktu bankar og fjár­mála­stofn­an­ir ­flokk­inn og fram­bjóð­endur hans mik­ið, 1993 – 2002.

2.      Hvað styrktu bankar og fjár­mála­stofn­an­ir ­flokk­inn og fram­bjóð­endur hans mik­ið, 2002 – 2008.

3.      Hvað styrktu bankar og fjár­mála­stofn­anir flokk­inn og fram­bjóð­endur hans mik­ið, 2008 – 2015.

Það væri nú fróð­legt ef stjórn­mála­leið­tog­arn­ir, Bjarni Bene­dikts­son, Sig­mund­ur Da­víð Gunn­laugs­son, Árni Páll Árna­son og Katrín Jak­obs­dóttir sem öll hafa unn­ið öt­ul­lega að end­ur­reisn ónýts banka­kerf­is, að kröfu AGS, og stefnt þannig aftur að einka­væð­ingu banka, gætu svarað þessum spurn­ingum svo lands­menn geti sjálfir ­metið hvort það sé meiri póli­tísk spill­ing með banka­kerfi reknu á sam­fé­lags­legum grunni og ábyrgð, eða þegar einka­væð­ing bank­anna er algjör eins og var hér á árunum fyrir hrun?

Laug­ar­dag­inn 13. febr­ú­ar, mun Dög­un, stjórn­mála­sam­tök um rétt­læti, sann­girni og lýð­ræði efna til umræðu­fundar um sam­fé­lags­banka og verða góðir gestir þar, Ellen Brown, sem er sér­fræð­ingur frá USA um sam­fé­lags­banka og nýtt pen­inga­kerfi og Wol­fram Mora­les fram­kvæmda­stjóri, Spar­kasse bank­anna í Þýska­landi sem eru 40 tals­ins.

Höf­undur er vara­for­mað­ur­, ­Dög­un­ar, stjórn­mála­sam­taka um rétt­læti, sann­girni og lýð­ræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None