Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi

Auglýsing

Við viljum búa í sam­fé­lagi þar sem allir hafa vinnu sem ekki eru í námi eða komnir á eft­ir­laun. En það er ekki raun­hæft að allir leiti eft­ir vinnu hjá öðrum og því þurfum við á nýsköpun og hug­rökkum frum­kvöðlum að halda. Það þarf að byrja strax í æsku að ala upp frum­kvöðla og nú þegar eru margir barna- og fram­halds­skólar sem ýta undir sköp­un­ar­kraft og frum­kvæði nem­enda með­ ­upp­finn­inga­smiðjum og upp­götv­un­ar­námi.

Tæki­færin eru mörg hér á landi. Við nýtum nú þegar auk­ið ­mennt­un­ar­stig lands­manna til að þróa sífellt betri tækni í fisk­vinnslu og mat­væla­fram­leiðslu. Hér er kjörið tæki­færi til að prófa nýjan búnað og síðan skapast tæki­færi á erlendum mörk­uð­um. Nýtum líka skraut­legt veð­ur­far og jarð­skjálfta­virkn­i til að hanna mann­virki sem þola öll veður og álag og flytjum þekk­ing­una út til­ ann­arra landa. Við getum nýtt álverin enn betur til að þróa tækni og leiðir til­ að álvers­fram­leiðsla verði örugg­ari, orku­spar­neytn­ari og minna meng­andi. Þró­um betri mæli­tæki til að mæla mengun eða öðru­vísi fram­leiðslu­að­ferðir til að minnka meng­un.  

Álver á Íslandi eru nútím­inn og fólk sem þar vinnur á virð­ingu skil­ið, sem og það end­ur­gjald sem álverin skila til sam­fé­lags­ins bæð­i í formi atvinnu, skatta og beins stuðn­ings við bæj­ar­fé­lög. Á meðan stjórn­end­ur ál­vera sýna sið­ferð­is­legan þroska og skila sköttum til sam­fé­lags­ins í hlut­fall­i við raun­veru­legan hagn­að, fara að lögum um meng­un­ar­varnir og tryggja örygg­i ­starfs­manna eru þau vel­komin við­bót við atvinnu­líf­ið. En fleiri álver eða ­meng­andi stór­verk­smiðjur eru að mínu mati ekki fram­tíðin og því eigum við að ­leggja rækt við nýsköpun og frum­kvöðla­starf.

Auglýsing

Í stað þess að nýta fleiri virkj­un­ar­kosti gætum við frekar ­byggt upp fyr­ir­tæki sem þurfa litla orku. Vatns­afls­virkj­anir hafa miklu meiri af­leið­ingar á líf­ríki sjávar og áa heldur en við gerum okkur grein fyr­ir. Við vitum nú þegar um afleið­ingar þeirra á laxa­gengd í ám og það kæmi mér ekki á ó­vart að eftir nokkur ár verður sýnt fram á fylgni milli hruns sandsíla­stofns­ins og fjölgun vatns­afls­virkj­ana. Ár  sem renna óhindr­aðar til sjávar bera með sér­ ­mik­il­væg nær­ing­ar­efni. Þegar ár eru stíflaðar fyllist lónið smám saman af jarð­vegi svo nær­ing­ar­efnin ná ekki til sjáv­ar.  Þetta hefur ekki verið rann­sakað svo ég vit­i, en má auð­vitað kanna til hlítar eins og aðrar til­gát­ur.  

En nýsköpun getur verið margt fleira en tækninýj­ung­ar. ­Sam­fé­lags­leg nýsköpun er heiti yfir þau verk­efni sem upp­fylla sam­fé­lags­leg­ar þarfir af ýmsu tagi og leiða til vel­ferðar og bættra lífs­kjara í sam­fé­lag­inu. Sam­fé­lags­leg­ir frum­kvöðlar og fyr­ir­tæki setja hagn­að­ar­mark­mið í annað sæti, því sam­fé­lags­leg­ur á­vinn­ingur vegur þyngra.

Dæmi um slíka nýsköpun eru fjar­mennta­skólar þar sem margir litlir skólar standa saman að kennslu í gegnum fjar­funda­búnað eða hvala­skoðun og hvala­rann­sókn­ar­setur eins og á Húsa­vík og ýmis­legt fleira til að bæj­ar­fé­lög ­geti verið sjálf­bær.   

Slík nýsköpun kallar á heið­ar­leika, við­skiptasið­ferð­i, ­sjálf­bærni og rétt­læti. Einmitt grunn­gildin sem þjóðin valdi sér á þjóð­fund­in­um.

Síð­ustu ár hafa sprottið upp þekk­ing­ar­mið­stöðv­ar, ný­sköp­un­ar­kjarnar og rann­sókn­ar­setur víða um land þar sem háskóla­mennt­að ­starfs­fólk getur unnið að rann­sóknum og upp­götv­unum sem nýt­ast munu sam­fé­lag­in­u á ein­hvern hátt. Þótt fram­legðin sé ekki mæl­an­leg strax er starf þeirra ­mik­il­vægt fyrir fram­þróun sam­fé­lags­ins. Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands er svo ­dýr­mætur stuðn­ingur við allt frum­kvöðla­starf í land­inu með þeirri þekk­ingu sem þar er saman komin og stuðn­ing­i.  

Það krefst hug­rekkis að vera frum­kvöð­ull og óbilandi trú á sjálfan sig og verk­efn­ið. Því skiptir svo miklu máli að sam­fé­lagið sýni skiln­ing og stuðn­ing. Frum­kvöðla­starf og nýsköpun tekur tíma og þarf fjár­magn. Ekki allar hug­myndir verða að full­burða fyr­ir­tækj­um, en eins og í öllu hug­ar­flugi er ­mik­il­vægt að skjóta engar hug­myndir í kaf, því fyrir hverja hug­mynd sem fæð­ist og fær að vaxa um stund, koma tíu aðrar í kjöl­far­ið.

Ég er ötull tals­maður frum­kvöðla­starfs og nýsköp­un­ar þar sem fólki er gert kleift að skapa sín tæki­færi sjálft. Það er miklu meiri fram­þróun í sam­fé­lagi þar sem stutt er við frum­kvæði, sjálf­stæði, hug­rekki og ­sjálfs­bjarg­ar­við­leitni heldur en þar frum­kvæði er litið horn­auga og drep­ið ­nið­ur. Þess vegna þurfum við sem sam­fé­lag að styðja við frum­kvöðla­starf og ný­sköpun á allan mögu­legan hátt.



Höf­undur er rit­höf­und­ur, ­þjóð­fræð­ingur og for­seta­fram­bjóð­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None