Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi

Auglýsing

Við viljum búa í sam­fé­lagi þar sem allir hafa vinnu sem ekki eru í námi eða komnir á eft­ir­laun. En það er ekki raun­hæft að allir leiti eft­ir vinnu hjá öðrum og því þurfum við á nýsköpun og hug­rökkum frum­kvöðlum að halda. Það þarf að byrja strax í æsku að ala upp frum­kvöðla og nú þegar eru margir barna- og fram­halds­skólar sem ýta undir sköp­un­ar­kraft og frum­kvæði nem­enda með­ ­upp­finn­inga­smiðjum og upp­götv­un­ar­námi.

Tæki­færin eru mörg hér á landi. Við nýtum nú þegar auk­ið ­mennt­un­ar­stig lands­manna til að þróa sífellt betri tækni í fisk­vinnslu og mat­væla­fram­leiðslu. Hér er kjörið tæki­færi til að prófa nýjan búnað og síðan skapast tæki­færi á erlendum mörk­uð­um. Nýtum líka skraut­legt veð­ur­far og jarð­skjálfta­virkn­i til að hanna mann­virki sem þola öll veður og álag og flytjum þekk­ing­una út til­ ann­arra landa. Við getum nýtt álverin enn betur til að þróa tækni og leiðir til­ að álvers­fram­leiðsla verði örugg­ari, orku­spar­neytn­ari og minna meng­andi. Þró­um betri mæli­tæki til að mæla mengun eða öðru­vísi fram­leiðslu­að­ferðir til að minnka meng­un.  

Álver á Íslandi eru nútím­inn og fólk sem þar vinnur á virð­ingu skil­ið, sem og það end­ur­gjald sem álverin skila til sam­fé­lags­ins bæð­i í formi atvinnu, skatta og beins stuðn­ings við bæj­ar­fé­lög. Á meðan stjórn­end­ur ál­vera sýna sið­ferð­is­legan þroska og skila sköttum til sam­fé­lags­ins í hlut­fall­i við raun­veru­legan hagn­að, fara að lögum um meng­un­ar­varnir og tryggja örygg­i ­starfs­manna eru þau vel­komin við­bót við atvinnu­líf­ið. En fleiri álver eða ­meng­andi stór­verk­smiðjur eru að mínu mati ekki fram­tíðin og því eigum við að ­leggja rækt við nýsköpun og frum­kvöðla­starf.

Auglýsing

Í stað þess að nýta fleiri virkj­un­ar­kosti gætum við frekar ­byggt upp fyr­ir­tæki sem þurfa litla orku. Vatns­afls­virkj­anir hafa miklu meiri af­leið­ingar á líf­ríki sjávar og áa heldur en við gerum okkur grein fyr­ir. Við vitum nú þegar um afleið­ingar þeirra á laxa­gengd í ám og það kæmi mér ekki á ó­vart að eftir nokkur ár verður sýnt fram á fylgni milli hruns sandsíla­stofns­ins og fjölgun vatns­afls­virkj­ana. Ár  sem renna óhindr­aðar til sjávar bera með sér­ ­mik­il­væg nær­ing­ar­efni. Þegar ár eru stíflaðar fyllist lónið smám saman af jarð­vegi svo nær­ing­ar­efnin ná ekki til sjáv­ar.  Þetta hefur ekki verið rann­sakað svo ég vit­i, en má auð­vitað kanna til hlítar eins og aðrar til­gát­ur.  

En nýsköpun getur verið margt fleira en tækninýj­ung­ar. ­Sam­fé­lags­leg nýsköpun er heiti yfir þau verk­efni sem upp­fylla sam­fé­lags­leg­ar þarfir af ýmsu tagi og leiða til vel­ferðar og bættra lífs­kjara í sam­fé­lag­inu. Sam­fé­lags­leg­ir frum­kvöðlar og fyr­ir­tæki setja hagn­að­ar­mark­mið í annað sæti, því sam­fé­lags­leg­ur á­vinn­ingur vegur þyngra.

Dæmi um slíka nýsköpun eru fjar­mennta­skólar þar sem margir litlir skólar standa saman að kennslu í gegnum fjar­funda­búnað eða hvala­skoðun og hvala­rann­sókn­ar­setur eins og á Húsa­vík og ýmis­legt fleira til að bæj­ar­fé­lög ­geti verið sjálf­bær.   

Slík nýsköpun kallar á heið­ar­leika, við­skiptasið­ferð­i, ­sjálf­bærni og rétt­læti. Einmitt grunn­gildin sem þjóðin valdi sér á þjóð­fund­in­um.

Síð­ustu ár hafa sprottið upp þekk­ing­ar­mið­stöðv­ar, ný­sköp­un­ar­kjarnar og rann­sókn­ar­setur víða um land þar sem háskóla­mennt­að ­starfs­fólk getur unnið að rann­sóknum og upp­götv­unum sem nýt­ast munu sam­fé­lag­in­u á ein­hvern hátt. Þótt fram­legðin sé ekki mæl­an­leg strax er starf þeirra ­mik­il­vægt fyrir fram­þróun sam­fé­lags­ins. Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands er svo ­dýr­mætur stuðn­ingur við allt frum­kvöðla­starf í land­inu með þeirri þekk­ingu sem þar er saman komin og stuðn­ing­i.  

Það krefst hug­rekkis að vera frum­kvöð­ull og óbilandi trú á sjálfan sig og verk­efn­ið. Því skiptir svo miklu máli að sam­fé­lagið sýni skiln­ing og stuðn­ing. Frum­kvöðla­starf og nýsköpun tekur tíma og þarf fjár­magn. Ekki allar hug­myndir verða að full­burða fyr­ir­tækj­um, en eins og í öllu hug­ar­flugi er ­mik­il­vægt að skjóta engar hug­myndir í kaf, því fyrir hverja hug­mynd sem fæð­ist og fær að vaxa um stund, koma tíu aðrar í kjöl­far­ið.

Ég er ötull tals­maður frum­kvöðla­starfs og nýsköp­un­ar þar sem fólki er gert kleift að skapa sín tæki­færi sjálft. Það er miklu meiri fram­þróun í sam­fé­lagi þar sem stutt er við frum­kvæði, sjálf­stæði, hug­rekki og ­sjálfs­bjarg­ar­við­leitni heldur en þar frum­kvæði er litið horn­auga og drep­ið ­nið­ur. Þess vegna þurfum við sem sam­fé­lag að styðja við frum­kvöðla­starf og ný­sköpun á allan mögu­legan hátt.Höf­undur er rit­höf­und­ur, ­þjóð­fræð­ingur og for­seta­fram­bjóð­andi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None