Nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi

Auglýsing

Við viljum búa í sam­fé­lagi þar sem allir hafa vinnu sem ekki eru í námi eða komnir á eft­ir­laun. En það er ekki raun­hæft að allir leiti eft­ir vinnu hjá öðrum og því þurfum við á nýsköpun og hug­rökkum frum­kvöðlum að halda. Það þarf að byrja strax í æsku að ala upp frum­kvöðla og nú þegar eru margir barna- og fram­halds­skólar sem ýta undir sköp­un­ar­kraft og frum­kvæði nem­enda með­ ­upp­finn­inga­smiðjum og upp­götv­un­ar­námi.

Tæki­færin eru mörg hér á landi. Við nýtum nú þegar auk­ið ­mennt­un­ar­stig lands­manna til að þróa sífellt betri tækni í fisk­vinnslu og mat­væla­fram­leiðslu. Hér er kjörið tæki­færi til að prófa nýjan búnað og síðan skapast tæki­færi á erlendum mörk­uð­um. Nýtum líka skraut­legt veð­ur­far og jarð­skjálfta­virkn­i til að hanna mann­virki sem þola öll veður og álag og flytjum þekk­ing­una út til­ ann­arra landa. Við getum nýtt álverin enn betur til að þróa tækni og leiðir til­ að álvers­fram­leiðsla verði örugg­ari, orku­spar­neytn­ari og minna meng­andi. Þró­um betri mæli­tæki til að mæla mengun eða öðru­vísi fram­leiðslu­að­ferðir til að minnka meng­un.  

Álver á Íslandi eru nútím­inn og fólk sem þar vinnur á virð­ingu skil­ið, sem og það end­ur­gjald sem álverin skila til sam­fé­lags­ins bæð­i í formi atvinnu, skatta og beins stuðn­ings við bæj­ar­fé­lög. Á meðan stjórn­end­ur ál­vera sýna sið­ferð­is­legan þroska og skila sköttum til sam­fé­lags­ins í hlut­fall­i við raun­veru­legan hagn­að, fara að lögum um meng­un­ar­varnir og tryggja örygg­i ­starfs­manna eru þau vel­komin við­bót við atvinnu­líf­ið. En fleiri álver eða ­meng­andi stór­verk­smiðjur eru að mínu mati ekki fram­tíðin og því eigum við að ­leggja rækt við nýsköpun og frum­kvöðla­starf.

Auglýsing

Í stað þess að nýta fleiri virkj­un­ar­kosti gætum við frekar ­byggt upp fyr­ir­tæki sem þurfa litla orku. Vatns­afls­virkj­anir hafa miklu meiri af­leið­ingar á líf­ríki sjávar og áa heldur en við gerum okkur grein fyr­ir. Við vitum nú þegar um afleið­ingar þeirra á laxa­gengd í ám og það kæmi mér ekki á ó­vart að eftir nokkur ár verður sýnt fram á fylgni milli hruns sandsíla­stofns­ins og fjölgun vatns­afls­virkj­ana. Ár  sem renna óhindr­aðar til sjávar bera með sér­ ­mik­il­væg nær­ing­ar­efni. Þegar ár eru stíflaðar fyllist lónið smám saman af jarð­vegi svo nær­ing­ar­efnin ná ekki til sjáv­ar.  Þetta hefur ekki verið rann­sakað svo ég vit­i, en má auð­vitað kanna til hlítar eins og aðrar til­gát­ur.  

En nýsköpun getur verið margt fleira en tækninýj­ung­ar. ­Sam­fé­lags­leg nýsköpun er heiti yfir þau verk­efni sem upp­fylla sam­fé­lags­leg­ar þarfir af ýmsu tagi og leiða til vel­ferðar og bættra lífs­kjara í sam­fé­lag­inu. Sam­fé­lags­leg­ir frum­kvöðlar og fyr­ir­tæki setja hagn­að­ar­mark­mið í annað sæti, því sam­fé­lags­leg­ur á­vinn­ingur vegur þyngra.

Dæmi um slíka nýsköpun eru fjar­mennta­skólar þar sem margir litlir skólar standa saman að kennslu í gegnum fjar­funda­búnað eða hvala­skoðun og hvala­rann­sókn­ar­setur eins og á Húsa­vík og ýmis­legt fleira til að bæj­ar­fé­lög ­geti verið sjálf­bær.   

Slík nýsköpun kallar á heið­ar­leika, við­skiptasið­ferð­i, ­sjálf­bærni og rétt­læti. Einmitt grunn­gildin sem þjóðin valdi sér á þjóð­fund­in­um.

Síð­ustu ár hafa sprottið upp þekk­ing­ar­mið­stöðv­ar, ný­sköp­un­ar­kjarnar og rann­sókn­ar­setur víða um land þar sem háskóla­mennt­að ­starfs­fólk getur unnið að rann­sóknum og upp­götv­unum sem nýt­ast munu sam­fé­lag­in­u á ein­hvern hátt. Þótt fram­legðin sé ekki mæl­an­leg strax er starf þeirra ­mik­il­vægt fyrir fram­þróun sam­fé­lags­ins. Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands er svo ­dýr­mætur stuðn­ingur við allt frum­kvöðla­starf í land­inu með þeirri þekk­ingu sem þar er saman komin og stuðn­ing­i.  

Það krefst hug­rekkis að vera frum­kvöð­ull og óbilandi trú á sjálfan sig og verk­efn­ið. Því skiptir svo miklu máli að sam­fé­lagið sýni skiln­ing og stuðn­ing. Frum­kvöðla­starf og nýsköpun tekur tíma og þarf fjár­magn. Ekki allar hug­myndir verða að full­burða fyr­ir­tækj­um, en eins og í öllu hug­ar­flugi er ­mik­il­vægt að skjóta engar hug­myndir í kaf, því fyrir hverja hug­mynd sem fæð­ist og fær að vaxa um stund, koma tíu aðrar í kjöl­far­ið.

Ég er ötull tals­maður frum­kvöðla­starfs og nýsköp­un­ar þar sem fólki er gert kleift að skapa sín tæki­færi sjálft. Það er miklu meiri fram­þróun í sam­fé­lagi þar sem stutt er við frum­kvæði, sjálf­stæði, hug­rekki og ­sjálfs­bjarg­ar­við­leitni heldur en þar frum­kvæði er litið horn­auga og drep­ið ­nið­ur. Þess vegna þurfum við sem sam­fé­lag að styðja við frum­kvöðla­starf og ný­sköpun á allan mögu­legan hátt.Höf­undur er rit­höf­und­ur, ­þjóð­fræð­ingur og for­seta­fram­bjóð­andi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None