Er ekkert siðferðislega rangt við ójöfnuð?

Auglýsing

Á síð­asta ári gaf heim­spek­ing­ur­inn Harry G. Frank­furt út bók­ina On Inequ­ality sem hefur vakið upp líf­legar umræð­ur­ um fátækt og ójöfn­uð. Frank­furt er þekktur fyrir bók­ina On Bullshit sem hann gaf út árið 2005 og náði miklum vin­sæld­um, m.a. sat hún á met­sölu­lista The New York Time's – sjald­gæft afrek fyrir heim­spek­ing. On Inequ­ality er eins konar svar við bók Thom­asar Pikett­ys, Capi­tal in the Twenty-Fir­st Cent­ury, sem kall­aði eftir auk­inni skatt­lagn­ingu á hina ríku til að stemma ­stigu við óhjá­kvæmi­legri þróun kap­ít­al­ism­ans í átt að síauknum ójöfn­uð­i. Frank­furt færir hins vegar rök fyrir því að gagn­rýnin á ójöfnuð sé á villi­göt­um.

Sam­kvæmt honum er ekk­ert sið­ferð­is­lega rangt eða á­huga­vert við ójöfnuð í sjálfu sér. Vill hann meina að þessi sann­fær­ing, að ó­jöfn­uður sé rang­ur, sé byggð á inn­sæi sem er ekki studd neinum rök­um. ­Vanda­málið er ekki það að sumir hafi meira en aðr­ir. Öllu heldur er vanda­mál­ið sú stað­reynd að sumir hafi ekki nóg og þessu tvennu er ruglað saman í gagn­rýn­inni á ójöfn­uð. Hann tekur sem dæmi að sú stað­reynd að ein­hver sem er of­ur­ríkur eigi mun meira en ein­hver sem er ein­ungis miðl­ungs­ríkur veki ekki upp­ ­neina sið­ferð­is­lega vand­læt­ingu, eða raunar við­brögð yfir­höf­uð. Að hans mati er það því aðeins fátækt, ekki ójöfn­uð­ur, sem er sið­ferð­is­lega rangur og krefst þess að bætt sé úr. 

Því ætti fók­us­inn að vera á hvað það er sem veit­ir ­fólki lífs­fyll­ingu og hvort það hafi nóg til öðl­ast hana. Þannig er gagn­rýnin á ó­jöfnuð bein­línis skað­leg þar sem hún beinir athygl­inni frá því sem raun­veru­lega skiptir máli. Ef ein­stak­lingur hefur nóg til að lifa líf­inu í sam­ræmi við lang­anir sínar og metn­að, þá skiptir það engu máli hversu mik­ið aðrir hafa. Ójöfn­uður er aðeins form­legt fyr­ir­bæri sem snýst um sam­band milli­ t­veggja hluta, ekki um gildi. Við ættum að ein­beita okkur að hinu efn­is­lega – hvort fólk lifi góðu lífi.

Auglýsing

Þrátt fyrir að bókin sé vel rök­studd, eins og heim­spek­ingi af stærð­argráðu Frank­furts sæm­ir, þá eru á henni ýmsir van­kant­ar. Í fyrsta lagi er ekki ljóst að hverjum hún bein­ist. Frank­furt virð­ist á tíð­u­m vera að beina spjótum gegn þeim sem telja ójöfnuð alltaf vera rangan og eru að ­kalla eftir algjörum jöfn­uði – að eng­inn megi aldrei hafa neitt meira en aðr­ir. En það er í raun­inni mjög fáir sem gera það. Gagn­rýni vinstr­is­ins hefur að ­mestu leyti verið á hinn gígantíska og ógeð­fellda ójöfnuð sem við sjáum í dag þar sem sex­tíu og fjórar mann­eskjur eiga meira en helm­ingur mann­kyns og verð­ur­ sí­fellt meiri. Kallað er eftir því að stemma stigu við þessum ójöfn­uði og kom­ið verði á rétt­lát­ara sam­fé­lagi, en lang­flestir við­ur­kenna að það verði alltaf ein­hver ójöfn­uð­ur. Því eru lang­flestir sam­mála um að ójöfn­uður sé ekki endi­lega sið­ferð­is­lega rangur í sjálfu sér. En hann getur þó verið það, ólíkt því sem Frank­furt heldur fram en sam­kvæmt honum hefur ójöfn­uður ekk­ert með­ sið­ferð­is­legar spurn­ingar að ger­a.  ­Sam­hengið skiptir öllu máli, hversu mik­ill hans sé, hvernig hann er rétt­lætt­ur, o.s.frv.

Frank­furt virð­ist heldur ekki taka með í reikn­ing­inn allar þær félags­legu afleið­ingar sem ójöfn­uður hefur í för með sér­. ­Vanda­málið er ekki aðeins það að hinir fátæku og und­ir­ok­uðu hafi minna í formi fjár. Öllu heldur er það skortur á virð­ingu, stöðu og mögu­leik­um, það sem franski félags­fræð­ing­ur­inn Bour­dieu kall­aði félags­legan kap­ít­al, sem er ekki ­síður þung­bært og alvar­legt. Nýlegar rann­sóknir hafa einnig sýnt að hinir rík­u lifa mun lengur en þeir sem eru neðar í þjóð­fé­lags­stig­an­um. Þessi atriði eru bein afleið­ing af stétt­skiptu sam­fé­lagi ójafn­aðar og því er það rangt að segja að hann komi því ekk­ert við hvort við lifum góðu lífi eða ekki.

Annað vanda­mál við grein­ingu Frank­furts er hvern­ig hann lítur fram­hjá áhrifum ójafn­aðar á lýð­ræð­ið. Því það er óum­deil­an­legt að ­miklum auð fylgi mikil póli­tísk völd. Þannig geta hinir ríku haft mun meiri á­hrif á sam­fé­lagið en þeir fátæku, stað­reynd sem gengur í ber­högg við hug­mynd­ir okkar um lýð­ræð­is­legt sam­fé­lag. Slík ósann­girni grefur undan sam­heldni og trú al­menn­ings á stofn­anir sam­fé­lags­ins og leiðir til póli­tískrar upp­gjaf­ar. Þessi ­spurn­ing er vissu­lega sið­ferð­is­legs eðlis ef við skiljum sið­fræði í sama skiln­ingi og Aristótel­es, en fyrir honum sner­ist sið­fræði um hið góða líf og ­stjórn­mál um hvernig sam­fé­lag er best til þess fallið að ná því fram. Þannig eru þessi tvö svið náskyld.

Bók Frank­furts er áhuga­vert fram­lag til umræð­unn­ar um ójöfn­uð. Hún er góð áskorun til þeirra sem gagn­rýna hann. En helsti gall­i hennar er að Frank­furt virð­ist skilja hug­takið alltof þröngt. Ójöfn­uður er marg­þætt fyr­ir­bæri sem hefur víð­tækar afleið­ing­ar, m.a. félags­leg­ar, sál­fræði­leg­ar, hag­fræði­leg­ar, póli­tískar, o.s.frv. Aðeins með því að líta fram hjá því getur Frank­furt haldið því fram að ójöfn­uður sé ein­ungis form­leg­t ­fyr­ir­bæri um tengsl sem hafi ekk­ert með sið­ferð­is­legar spurn­ingar að gera.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None