Kommentakerfi á endastöð

Kommentakerfi
Auglýsing

Kommenta­kerfi net­miðl­anna eru orðin að súrum brand­ara. Til­vist þeirra í sam­tím­anum krist­allst á margan hátt í hug­tak­inu „Virkur í athuga­semd­um“. Kómískum status sem vísar til þess að sá sem hann ber sé krónískur nöldr­ari og bess­erviss­er. Þessi hópur hefur orðið tákn­mynd þess alltof útbreidda við­horfs að tján­ing­ar­frelsi á net­inu fylgi ekki ábyrgð. Þar megi segja það sem manni sýn­ist og ástæðu­laust sé að skeyta um hvort orð manns særi, móðgi eða jafn­vel ógni ein­hverjum sem þau les.  

Bjart­sýn­is­bólan sprakk

Þegar upp­lýs­inga­bylt­ingin var að breið­ast út ríkti almenn bjart­sýni um að þær fram­farir sem hún átti að fela í sér myndi breyta sam­skiptum fólks og gera fleira fólk virkt í opin­berri tján­ingu. Þeir bjart­sýn­ustu bundu vonir við að upp­lýs­inga­bylt­ingin myndi efla lýð­ræði, einkum með auk­inni þátt­töku almenn­ings í tjá­skiptum um sam­fé­lags­mál. Það myndi svo leið til betra sam­fé­lags fyrir alla. 

Margt af því sem átti að fást með upp­lýs­ing­bylt­ing­unni varð að veru­leika en þró­unin hefur ekki gengið eftir að öllu leyti. Það er t.d. mjög umdeil­an­legt hvort auð­veld­ari leiðir til opin­berra tjá­skipta hafi leitt til fram­fara í lýð­ræð­is­þró­un. Í dag er sann­ar­lega ein­fald­ara en var fyrir 20 árum (t.d. með notkun sam­fé­lags­miðla) að virkja fólk til þátt­töku í bar­áttu fyrir ýmsa mál­staði. Það er yfir­leitt jákvætt. Almenn­ingur er á þann hátt orðin virk­ari þegar kemur að mótun sam­fé­lags­ins og á auð­veld­ara en áður með að þrýsta á vald­hafa í ein­stökum mál­um. Með­ferð á hæl­is­leit­endum á Íslandi er nær­tækt dæmi um slíkt.

Auglýsing

Einn fylgi­fiskur upp­lýs­inga- og net­bylt­ing­anna var vöxtur fjöl­miðl­unar á Inter­net­inu. Net­miðlar hafa með tím­anum vaxið hefð­bundnum prent­miðlum yfir höfuð og virð­ast ætla að ganga af þeim dauðum með tím­an­um. Það hefur þó tekið lengri tíma en spáð var. Langt er síðan allir stærri fjöl­miðlar á Íslandi hófu net­út­gáfu sam­hliða öðrum útgáfu­formum auk þess sem fram hafa komið fjöl­miðlar sem eru ein­göngu á net­inu. Það kreppir bæði að prent­miðlum og ljós­vaka­miðl­um. Ákvörðun stjórn­enda breska fjöl­mið­ils­ins Independent að hætta prentút­gáfu í kom­andi mars­mán­uði er skýrt dæmi um hvert stefn­ir. Líf net­miðla er þó eng­inn dans á rósum en í sam­fé­lögum þar sem upp­lýs­inga­flæðið er ört er for­skot þeirra aug­ljóst gagn­vart eldri miðl­un­ar­form­um. Til­koma sam­fé­lags­miðla hefur svo breytt fjöl­miðlaum­hverf­inu enn frek­ar.

Til­raun sem mistókst

Ein af þeim nýj­ung­unum sem fylgdi net­miðl­unum voru kommenta­kerfin sem ætlað var að gera fjöl­miðl­ana gagn­virk­ari og ýta undir lýð­ræð­is­lega umræðu með því að gefa les­endum kost á að tjá skoð­anir sínar á fréttum og umfjöll­unum inni á net­miðl­unum sjálf­um. Til að lifa verða fjöl­miðlar að fylgja straum tím­ans og það að vera með opin kommenta­kerfi var nýlunda sem fáir töldu sig geta snið­gengið á sínum tíma enda ríkti þá almenn bjart­sýni á gagn­sem­ina. Kommenta­kerfi voru því inn­leidd af flestum net­miðl­u­m. 

Sú til­raun að leyfa les­endum að kommenta á fjöl­miðla­efni hefur nú staðið í all­mörg ár. Nið­ur­staðan hennar er næsta afdrátt­ar­laus. Þó ein­staka sinnum sjá­ist í kommenta­kerfum áhuga­verð við­horf og pæl­ingar þá hafa flestir þeir sem reynt hafa að nota þennan vett­vang til að skapa upp­byggi­lega og gagn­lega umræðu um dæg­ur­mál fyrir löngu gef­ist upp. Þeirra fram­lög hafa drukknað í hót­fyndni, dóm­hörku, skæt­ingi, ásök­unum og ill­kvittni sem eru orðin helstu ein­kenni kommenta­kerf­anna. Þegar verst lætur hafa þau orðið kjör­lendi fyrir þöggun áreitni, ein­elti og hót­an­ir. 

En geta net­miðl­arnir gert eitt­hvað í því að fólk sýni hvert öðru ekki kurt­eisi og umburða­lyndi á net­inu? Já, þeir geta hætt að leyfa þeim sem jafnan ætla öðrum allt hið ver­sta, að nota net­miðl­ana sem stökk­pall til að útbreiða skoð­anir sín­ar. En mætti laga þetta með ein­hvers­konar rit­stýr­ingu? Tæp­lega. Rit­stjórnir fjar­lægja oft­ast aug­ljós hat­ursum­mæli en þau eru aðeins topp­ur­inn (eða öllu heldur botn­inn) á vand­an­um. Aðdrótt­an­ir, ill­mælgi og rætni fá vængi á kommenta­kerf­unum og þess háttar orð­ræða hefur smám saman yfir­tekið þau. Stundum kom­andi frá fólki sem vegur úr laun­sátri í skjóli gervi­per­sóna. Að reyna að rit­stýra kommenta­kerf­unum er því óvinn­andi vegur og gengur raunar gegn hug­mynd­inni um þau sem opinn vett­vang tjá­skipta.

Lokið á óhróð­ur, for­dóma og mann­fyr­ir­litn­ingu

Net­miðl­arnir sem enn hafa opin kommenta­kerfi ættu að loka þeim sem fyrst og hætta að vera dreifi­veitur fyrir óhróð­ur, for­dóma og mann­fyr­ir­litn­ingu kom­andi frá fólki sem skortir dóm­greind til að átta sig á merk­ingu þess sem það lætur út úr sér og gerir sér enga grein fyrir því að tján­ing­ar­frelsi fylgir ábyrgð. Þau sem það vilja geta eftir sem áður ausið úr skálum for­dóma sinna á eigin vef­síðum eða á sam­fé­lags­miðl­unum og gert það þar á eigin for­sendum og á eigin ábyrgð. 

Kommenta­kerfin hafa fyrir löngu sannað gagns­leysi sitt sem tæki til upp­byggi­legrar umræðu. Vonir um það hafa brugð­ist og snú­ist upp í and­hverfu sína. Kommenta­kerfin voru áhuga­verð til­raun. En hún mistókst og kerfin eiga nú að til­heyra for­tíð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None