Kommentakerfi á endastöð

Kommentakerfi
Auglýsing

Kommenta­kerfi net­miðl­anna eru orðin að súrum brand­ara. Til­vist þeirra í sam­tím­anum krist­allst á margan hátt í hug­tak­inu „Virkur í athuga­semd­um“. Kómískum status sem vísar til þess að sá sem hann ber sé krónískur nöldr­ari og bess­erviss­er. Þessi hópur hefur orðið tákn­mynd þess alltof útbreidda við­horfs að tján­ing­ar­frelsi á net­inu fylgi ekki ábyrgð. Þar megi segja það sem manni sýn­ist og ástæðu­laust sé að skeyta um hvort orð manns særi, móðgi eða jafn­vel ógni ein­hverjum sem þau les.  

Bjart­sýn­is­bólan sprakk

Þegar upp­lýs­inga­bylt­ingin var að breið­ast út ríkti almenn bjart­sýni um að þær fram­farir sem hún átti að fela í sér myndi breyta sam­skiptum fólks og gera fleira fólk virkt í opin­berri tján­ingu. Þeir bjart­sýn­ustu bundu vonir við að upp­lýs­inga­bylt­ingin myndi efla lýð­ræði, einkum með auk­inni þátt­töku almenn­ings í tjá­skiptum um sam­fé­lags­mál. Það myndi svo leið til betra sam­fé­lags fyrir alla. 

Margt af því sem átti að fást með upp­lýs­ing­bylt­ing­unni varð að veru­leika en þró­unin hefur ekki gengið eftir að öllu leyti. Það er t.d. mjög umdeil­an­legt hvort auð­veld­ari leiðir til opin­berra tjá­skipta hafi leitt til fram­fara í lýð­ræð­is­þró­un. Í dag er sann­ar­lega ein­fald­ara en var fyrir 20 árum (t.d. með notkun sam­fé­lags­miðla) að virkja fólk til þátt­töku í bar­áttu fyrir ýmsa mál­staði. Það er yfir­leitt jákvætt. Almenn­ingur er á þann hátt orðin virk­ari þegar kemur að mótun sam­fé­lags­ins og á auð­veld­ara en áður með að þrýsta á vald­hafa í ein­stökum mál­um. Með­ferð á hæl­is­leit­endum á Íslandi er nær­tækt dæmi um slíkt.

Auglýsing

Einn fylgi­fiskur upp­lýs­inga- og net­bylt­ing­anna var vöxtur fjöl­miðl­unar á Inter­net­inu. Net­miðlar hafa með tím­anum vaxið hefð­bundnum prent­miðlum yfir höfuð og virð­ast ætla að ganga af þeim dauðum með tím­an­um. Það hefur þó tekið lengri tíma en spáð var. Langt er síðan allir stærri fjöl­miðlar á Íslandi hófu net­út­gáfu sam­hliða öðrum útgáfu­formum auk þess sem fram hafa komið fjöl­miðlar sem eru ein­göngu á net­inu. Það kreppir bæði að prent­miðlum og ljós­vaka­miðl­um. Ákvörðun stjórn­enda breska fjöl­mið­ils­ins Independent að hætta prentút­gáfu í kom­andi mars­mán­uði er skýrt dæmi um hvert stefn­ir. Líf net­miðla er þó eng­inn dans á rósum en í sam­fé­lögum þar sem upp­lýs­inga­flæðið er ört er for­skot þeirra aug­ljóst gagn­vart eldri miðl­un­ar­form­um. Til­koma sam­fé­lags­miðla hefur svo breytt fjöl­miðlaum­hverf­inu enn frek­ar.

Til­raun sem mistókst

Ein af þeim nýj­ung­unum sem fylgdi net­miðl­unum voru kommenta­kerfin sem ætlað var að gera fjöl­miðl­ana gagn­virk­ari og ýta undir lýð­ræð­is­lega umræðu með því að gefa les­endum kost á að tjá skoð­anir sínar á fréttum og umfjöll­unum inni á net­miðl­unum sjálf­um. Til að lifa verða fjöl­miðlar að fylgja straum tím­ans og það að vera með opin kommenta­kerfi var nýlunda sem fáir töldu sig geta snið­gengið á sínum tíma enda ríkti þá almenn bjart­sýni á gagn­sem­ina. Kommenta­kerfi voru því inn­leidd af flestum net­miðl­u­m. 

Sú til­raun að leyfa les­endum að kommenta á fjöl­miðla­efni hefur nú staðið í all­mörg ár. Nið­ur­staðan hennar er næsta afdrátt­ar­laus. Þó ein­staka sinnum sjá­ist í kommenta­kerfum áhuga­verð við­horf og pæl­ingar þá hafa flestir þeir sem reynt hafa að nota þennan vett­vang til að skapa upp­byggi­lega og gagn­lega umræðu um dæg­ur­mál fyrir löngu gef­ist upp. Þeirra fram­lög hafa drukknað í hót­fyndni, dóm­hörku, skæt­ingi, ásök­unum og ill­kvittni sem eru orðin helstu ein­kenni kommenta­kerf­anna. Þegar verst lætur hafa þau orðið kjör­lendi fyrir þöggun áreitni, ein­elti og hót­an­ir. 

En geta net­miðl­arnir gert eitt­hvað í því að fólk sýni hvert öðru ekki kurt­eisi og umburða­lyndi á net­inu? Já, þeir geta hætt að leyfa þeim sem jafnan ætla öðrum allt hið ver­sta, að nota net­miðl­ana sem stökk­pall til að útbreiða skoð­anir sín­ar. En mætti laga þetta með ein­hvers­konar rit­stýr­ingu? Tæp­lega. Rit­stjórnir fjar­lægja oft­ast aug­ljós hat­ursum­mæli en þau eru aðeins topp­ur­inn (eða öllu heldur botn­inn) á vand­an­um. Aðdrótt­an­ir, ill­mælgi og rætni fá vængi á kommenta­kerf­unum og þess háttar orð­ræða hefur smám saman yfir­tekið þau. Stundum kom­andi frá fólki sem vegur úr laun­sátri í skjóli gervi­per­sóna. Að reyna að rit­stýra kommenta­kerf­unum er því óvinn­andi vegur og gengur raunar gegn hug­mynd­inni um þau sem opinn vett­vang tjá­skipta.

Lokið á óhróð­ur, for­dóma og mann­fyr­ir­litn­ingu

Net­miðl­arnir sem enn hafa opin kommenta­kerfi ættu að loka þeim sem fyrst og hætta að vera dreifi­veitur fyrir óhróð­ur, for­dóma og mann­fyr­ir­litn­ingu kom­andi frá fólki sem skortir dóm­greind til að átta sig á merk­ingu þess sem það lætur út úr sér og gerir sér enga grein fyrir því að tján­ing­ar­frelsi fylgir ábyrgð. Þau sem það vilja geta eftir sem áður ausið úr skálum for­dóma sinna á eigin vef­síðum eða á sam­fé­lags­miðl­unum og gert það þar á eigin for­sendum og á eigin ábyrgð. 

Kommenta­kerfin hafa fyrir löngu sannað gagns­leysi sitt sem tæki til upp­byggi­legrar umræðu. Vonir um það hafa brugð­ist og snú­ist upp í and­hverfu sína. Kommenta­kerfin voru áhuga­verð til­raun. En hún mistókst og kerfin eiga nú að til­heyra for­tíð­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist hafa lært marg af Partygate en sé nú tilbúinn til að horfa fram á veginn.
Drykkjumenning í Downingstræti afhjúpuð í lokaskýrslunni um Partygate
Stjórnmálaleiðtogar og háttsettir embættismenn verða að axla ábyrgð á drykkjumenningunni sem hefur viðgengst innan bresku ríkisstjórnarinnar. Lokaskýrsla um „Partygate“ hefur loks verið birt, fjórum mánuðum eftir að forsætisráðherra baðst fyrst afsökunar.
Kjarninn 25. maí 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None