Hvað prýðir forseta Íslands?

Birgir Þórarinsson (Biggi veira), tónlistarmaður, tölvunarfræðingur og hagfræðinemi.
Birgir Þórarinsson (Biggi veira), tónlistarmaður, tölvunarfræðingur og hagfræðinemi.
Auglýsing

Eins og fleiri hef ég mikið velt því fyrir mér hvers konar for­seta ég vilji sjá á næsta kjör­tíma­bili. Það virð­ist fremur óljóst hvað for­set­inn eigi að vera. Er hann sam­ein­ing­ar­tákn eða sölu­mað­ur? Stendur hann fyrir til­tekna fram­tíð­ar­sýn eða er hann full­kom­lega hlut­laus? Er hann póli­tískur, sveigj­an­legur eða stað­fast­ur? Ósveigj­an­leg­ur? Áhrifagjarn? Hrif­næm­ur? 

Það er mik­il­vægt að hver og einn velti þessu vel fyrir sér því það er ljóst að hlut­verk for­set­ans ákvarð­ast af vali okkar nú. Núver­andi for­seti hefur farið út fyrir áður hefð­bundið hlut­verk sitt og þannig komið róti á hug­myndir almenn­ings um hlut­verk emb­ætt­is­ins. Þó eru þessar hug­myndir mjög ólíkar eins og sést á umræð­unni. Þess vegna er nauð­syn­legt að móta úr henni ein­hverja val­kosti og að end­ingu velja í hvaða átt við viljum sjá for­seta­emb­ættið þró­ast með vali okkar á næsta for­seta.

Eflaust eru lang­flestir sam­mála um að for­set­inn sé fyrst og síð­ast sam­ein­ing­ar­tákn og komi fram sem slík­ur, bæði hér heima og erlend­is. Hins vegar er nú búið að opna fyrir þann mögu­leika að for­set­inn þjóni póli­tískum til­gangi þótt sá til­gangur sé enn á reki í hugum flestra.

Auglýsing

Á að end­ur­spegla grunn­gild­in 

Sem sam­ein­ing­ar­tákn er mik­il­vægt að for­set­inn end­ur­spegli þau grunn­gildi og grunn­eðli sem við teljum þessa þjóð skarta, hver svo sem þau eru. Þá má líta svo á að hann standi vörð um það sem við viljum geta speglað okkur í. En hver eru þessi grunn­gildi og grunn­eðli?  Ég ætla að leyfa mér að kasta nokkrum hug­myndum fram. Það er ann­arra að meta hvort þeir séu sam­mála eða hvort það eru önnur gildi mik­il­væg­ari. 

1. Íslend­ingar eru menn­ing­ar­þjóð. Menn­ing og listir hafa skipt okkur miklu máli í gegnum tíð­ina. Við lítum á okkur sem bók­mennta­þjóð auk þess sem aðrar listir skipa stóran sess í sjálfs­mynd okk­ar. Hver er ekki stoltur af Kjar­val, Of Mon­sters and Men, Hall­dóri Lax­ness og Balta? Ég átti eitt sinn langt sam­tal við sendi­herr­ann okkar í Moskvu. Við vorum sam­mála um að menn­ing­ar­tengsl við aðrar þjóðir væru einna mik­il­vægastar í alþjóð­legu sam­skipt­um. Í gegnum þau vekjum við áhuga erlendis á Íslandi sem hugs­andi sam­fé­lagi sem hafi eitt­hvað mark­vert fram að færa. Þannig vinnum við okkur inn vel­vilja og virð­ingu. Vel­vilja sem gagn­ast okkur á öðrum svið­um, til dæmis í við­skipt­um, og virð­ingu sem verður til þess að á okkur er hlust­að. Þess vegna finnst mér mik­il­vægt að for­seti Íslands sé menn­ing­ar­sinn­aður og hafi grunn­skiln­ing á því hversu mik­il­væg menn­ingin er til að mynda tengsl við aðrar þjóð­ir.

2. Ísland er stétt­laust sam­fé­lag. Þótt þetta sé kannski ekki alls­kostar rétt þá grunar mig að flestir vilji geta litið á okkar sam­fé­lag sem slíkt. Að hér séu hvorki félags­legar né efna­hags­legar hindr­anir sem standi í vegi fyrir því að hver og einn ein­stak­lingur geti blómstrað í þessu landi. Sótt sér mennt­un, heil­brigð­is­þjón­ustu, ævi­starf og fundið sér þann félags­lega stað sem við­kom­andi hugn­ast.  Þess vegna finnst mér mik­il­vægt að for­seti Íslands sé jafnt alþýð­legur sem alþjóð­legur í hugsun og hafi skiln­ing á því mann­lega og hvernig skapa megi gott sam­fé­lag.

3. Íslend­ingar eru stolt þjóð. Vegna smæðar okkar og fjar­lægðar frá öðrum þjóðum er mik­il­vægt að við höfum sterka sjálfs­mynd. Við þurfum að vera stolt af því sem við gerum vel en passa þó að hlaupa ekki fram úr okkur í hroka. Við þurfum að sýna því skiln­ing að það eru tak­mörk á því sem við getum ætl­ast til af okkur sjálfum sem þjóð og stöðu okkar í alþjóð­legu sam­hengi.  Þess vegna finnst mér mik­il­vægt að for­seti Íslands sé stolltur af sigrum þjóð­ar­innar en jafn­framt var­kár í að láta þá end­ur­skil­greina þjóð­arsál­ina um of.

4. Íslend­ingar eru í sterkum tengslum við nátt­úr­una og landið sitt. Þetta er að vísu einn af stærstu átaka­flötum sam­fé­lags­ins.  Við búum engu að síður í nátt­úruperlu og sú stað­reynd hefur í gegnum tíð­ina skipað stóran sess í sjálfs­mynd okk­ar.  Þess vegna finnst mér mik­il­vægt að for­seti Íslands sé „nátt­úru­barn“ sem elski fal­lega landið okkar og skilji á því hvernig það hefur mótað okkur sem þjóð.

Mögu­leiki til að þróa emb­ættið

Póli­tískt hlut­verk for­set­ans er eitt af stóru mál­unum núna. Núver­andi for­seti braut hefð­ar­rammann. Sama hversu mis­mun­andi skoð­anir fólk hefur á honum og hans per­sónu, þá hefur þetta upp­hlaup hans alls ekki mælst illa fyr­ir.  Þegar þingið var nauð­beygt til að semja við erlendar þjóðir um Ices­ave leið­indin þá var það í gegnum for­seta­emb­ættið sem þjóðin gat hafnað samn­ingn­um.  Þingið var nauð­beygt til að semja, ein­fald­lega vegna þess að ef það hefði skellt í lás á samn­inga hefði erlendum vel­vilja verið fórnað með ófyr­ir­sjá­an­legum afleið­ing­um.  Þingið gat því sagt við kröfu­hafa: „Hei, við sömdum við ykkur en, sorry, þjóðin hafnar þessu.“ Því var ekki við þingið að sakast að samn­ingar tók­ust ekki. Mót­að­il­arnir gátu á engan hátt dregið þingið til ábyrgð­ar. Þó að nú sé í umræð­unni að þjóð­ar­at­kvæð­is­skots­rétt­ur­inn sé í beinum höndum þjóð­ar­innar í gegnum und­ir­skrifta­lista, án aðkomu for­set­ans, þá er spenn­andi að skoða hvað núver­andi for­seti gerði í víð­ara sam­hengi og hvort við getum á ein­hvern hátt þróað emb­ættið með það í huga.

Það er áhyggju­efni þegar fram­kvæmda­valdið lítur svo á að alþing­is­kosn­ingar séu full­komið fram­sal á lýð­ræð­is­legu valdi og það geti því gert það sem því sýn­ist milli kosn­inga þótt ekki sé það í takti við vilja þjóð­ar­inn­ar. Það er áhyggju­efni þegar fram­kvæmda­valdið getur í krafti fjár­veit­inga­valds­ins svelt þær stofn­anir sam­fé­lags­ins sem þjóð­inni finn­ast mik­il­væg­ar.  Það er áhyggju­efni þegar sá hluti fram­kvæmda­valds­ins sem áður hefur verið fólg­inn fag­legum óháðum stofn­unum er sog­aður undir leynd­ar­hyggju inni í ráðu­neyt­um, háður duttl­ungum skamm­tíma­sjón­ar­miða vald­hafa, en ekki mót­aður með lang­tíma­mark­mið og almenna hag­sæld í huga. Það er áhyggju­efni þegar vald­hafar ætl­ast til að dóms­vald og lög­gæsla séu auð­sveipur angi fram­kvæmda­valds­ins. Og að stjórn­ar­skrá­in, sem er grunn­plagg til skil­grein­ingar á hlut­verki vald­hafa, samn­ing­ur­inn um fram­sal lýð­ræð­is­legs valds til útval­inna aðila; þetta plagg sem er vett­vangur lýð­ræð­is­lega umbóta, að það sé á for­ræði þessa sama fram­kvæmda­valds finnst mér full­kom­lega ótækt.  

Á ekki að koma úr póli­tík­inni

Þess vegna er áhuga­vert að skoða hvað hlut­verk for­set­inn gæti haft í þessu sam­hengi. Á hann að veita mót­spyrnu gegn alræði fram­kvæmda­valds­ins? Hefur hann hlut­verk í lýð­ræð­isum­bót­um? For­set­inn hefur þá sér­stöðu að hann er bein­kjör­inn af þjóð­inni án milli­göngu flokka­kerf­is­ins; kerfis sem velur sitt fólk á þá fram­boðs­lista sem í boði eru, fólk sem er háð flokksvilj­anum sem er sýktur af sér­hags­mun­um. Gæti þá for­set­inn staðið fyrir almenna hags­muni, vilja þjóð­ar­inn­ar, gagn­vart hags­munum flokka­kerf­is­ins? Hann gæti verið ein­hvers­konar lýð­ræð­is­vörður sem fylgist með því að önnur vald­kerfi sam­fé­lags­ins end­ur­spegli almennan vilja þjóð­ar­inn­ar. Hann þarf kannski ekki að hafa neitt beint vald, en hann gæti verið mik­il­vægur í umræðu um fram­gang lýð­ræð­is­þró­unar á Íslandi í átt að heil­brigð­ari valdstrúkt­ur.

Þess vegna finnst mér mik­il­vægt að for­set­inn komi ekki úr póli­tík­inni, að hann sé óháður flokki, end­ur­spegli almennan vilja þjóð­ar­innar og vinni að sam­hug og heil­brigðri þróun lýð­ræðis á Íslandi.

Ég veit að aðrir eru mér ekki endi­lega sam­mála um ofan­greind atriði, en það er mik­il­vægt að sam­fé­lagið eigi þessa umræðu og stilli upp raun­veru­legum val­kost­um. Þá getur hver og einn skoðað þá sem verða í fram­boði til emb­ætt­is­s­ins í því ljósi og valið þann for­seta sem passar við hug­myndir sínar um emb­ætt­ið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vinna hafin við að bregðast við ábendingum um aðgengi fatlaðra kjósenda
Yfirkjörstjórn í Reykjavík suður telur að aðbúnaður kjósenda með fötlun hafi í hvívetna verið í samræmi við lög, en ekki hafinn yfir gagnrýni. Yfirkjörstjórnin telur þó að fötluðum hafi ekki verið kerfisbundið mismunað, eins og einn kjósandi sagði í kæru.
Kjarninn 21. október 2021
Arnaldur Árnason
Eru aðgerðir á landamærum skynsamlegar?
Kjarninn 21. október 2021
Kostnaður umfram spár, en eiginfjárstaða betri en á horfðist
Mikið þarf til að tekju- og kostnaðaráætlanir Icelandair fyrir árið 2021 haldist, en rekstrarkostnaður félagsins var töluvert hærri en það gerði ráð fyrir í hlutafjárútboðinu sínu. Þó er lausafjárstaða flugfélagsins betri en búist var við.
Kjarninn 21. október 2021
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Sjálfstæðismenn reyndu að fá Laugardals-smáhýsin færð út í Örfirisey
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu um það á borgarstjórnarfundi í vikunni að smáhýsi sem samþykkt hefur verið að setja niður á auðu svæði í Laugardal yrðu frekar sett upp í Örfirisey.
Kjarninn 21. október 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og annar tveggja þingmanna Miðflokksins.
Miðflokkurinn mælist með 3,2 prósent í fyrstu könnun eftir kosningar
Fylgi Framsóknarflokksins mælist yfir kjörfylgi í nýrri könnun frá MMR, sem er sú fyrsta frá kosningum. Píratar og Viðreisn bæta nokkuð við sig frá kosningum – og sömuleiðis Sósíalistaflokkur Íslands. Miðflokkurinn hins vegar mælist afar lítill.
Kjarninn 21. október 2021
Ósamræmi í frásögnum yfirkjörstjórnarmanna í Norðvesturkjördæmi
Yfirkjörstjórnarmenn í Norðvesturkjördæmi eru ekki sammála um hvort umræða hafi farið fram innan kjörstjórnar um þá ákvörðun að telja aftur atkvæðin í kjördæminu eftir hádegi sunnudaginn 26. september.
Kjarninn 21. október 2021
Þingvallakirkja.
Prestafélagið segir að Þjóðkirkjan yrði að bæta prestum tekjutap vegna aukaverkatillögu
Prestafélagið leggst harðlega gegn því að prestar hætti að innheimta fyrir aukaverk á borð við skírnir, útfarir og hjónavígslur. Þriggja mánaða gamall kjarasamningur presta er úr gildi fallinn, ef tillagan verður samþykkt á kirkjuþingi, segir félagið.
Kjarninn 21. október 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Áherslur Íslands á COP26 munu skýrast samhliða myndun ríkisstjórnar
Stefnumótandi áherslur íslenskra ráðamanna á loftslagsráðstefnunni í Glasgow munu skýrast betur samhliða myndun ríkisstjórnar. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherra og auðlinda- og umhverfisráðherra sæki ráðstefnuna í nóvember.
Kjarninn 21. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None