Hvað prýðir forseta Íslands?

Birgir Þórarinsson (Biggi veira), tónlistarmaður, tölvunarfræðingur og hagfræðinemi.
Birgir Þórarinsson (Biggi veira), tónlistarmaður, tölvunarfræðingur og hagfræðinemi.
Auglýsing

Eins og fleiri hef ég mikið velt því fyrir mér hvers konar forseta ég vilji sjá á næsta kjörtímabili. Það virðist fremur óljóst hvað forsetinn eigi að vera. Er hann sameiningartákn eða sölumaður? Stendur hann fyrir tiltekna framtíðarsýn eða er hann fullkomlega hlutlaus? Er hann pólitískur, sveigjanlegur eða staðfastur? Ósveigjanlegur? Áhrifagjarn? Hrifnæmur? 

Það er mikilvægt að hver og einn velti þessu vel fyrir sér því það er ljóst að hlutverk forsetans ákvarðast af vali okkar nú. Núverandi forseti hefur farið út fyrir áður hefðbundið hlutverk sitt og þannig komið róti á hugmyndir almennings um hlutverk embættisins. Þó eru þessar hugmyndir mjög ólíkar eins og sést á umræðunni. Þess vegna er nauðsynlegt að móta úr henni einhverja valkosti og að endingu velja í hvaða átt við viljum sjá forsetaembættið þróast með vali okkar á næsta forseta.

Eflaust eru langflestir sammála um að forsetinn sé fyrst og síðast sameiningartákn og komi fram sem slíkur, bæði hér heima og erlendis. Hins vegar er nú búið að opna fyrir þann möguleika að forsetinn þjóni pólitískum tilgangi þótt sá tilgangur sé enn á reki í hugum flestra.

Auglýsing

Á að endurspegla grunngildin 

Sem sameiningartákn er mikilvægt að forsetinn endurspegli þau grunngildi og grunneðli sem við teljum þessa þjóð skarta, hver svo sem þau eru. Þá má líta svo á að hann standi vörð um það sem við viljum geta speglað okkur í. En hver eru þessi grunngildi og grunneðli?  Ég ætla að leyfa mér að kasta nokkrum hugmyndum fram. Það er annarra að meta hvort þeir séu sammála eða hvort það eru önnur gildi mikilvægari. 

1. Íslendingar eru menningarþjóð. Menning og listir hafa skipt okkur miklu máli í gegnum tíðina. Við lítum á okkur sem bókmenntaþjóð auk þess sem aðrar listir skipa stóran sess í sjálfsmynd okkar. Hver er ekki stoltur af Kjarval, Of Monsters and Men, Halldóri Laxness og Balta? Ég átti eitt sinn langt samtal við sendiherrann okkar í Moskvu. Við vorum sammála um að menningartengsl við aðrar þjóðir væru einna mikilvægastar í alþjóðlegu samskiptum. Í gegnum þau vekjum við áhuga erlendis á Íslandi sem hugsandi samfélagi sem hafi eitthvað markvert fram að færa. Þannig vinnum við okkur inn velvilja og virðingu. Velvilja sem gagnast okkur á öðrum sviðum, til dæmis í viðskiptum, og virðingu sem verður til þess að á okkur er hlustað. Þess vegna finnst mér mikilvægt að forseti Íslands sé menningarsinnaður og hafi grunnskilning á því hversu mikilvæg menningin er til að mynda tengsl við aðrar þjóðir.

2. Ísland er stéttlaust samfélag. Þótt þetta sé kannski ekki allskostar rétt þá grunar mig að flestir vilji geta litið á okkar samfélag sem slíkt. Að hér séu hvorki félagslegar né efnahagslegar hindranir sem standi í vegi fyrir því að hver og einn einstaklingur geti blómstrað í þessu landi. Sótt sér menntun, heilbrigðisþjónustu, ævistarf og fundið sér þann félagslega stað sem viðkomandi hugnast.  Þess vegna finnst mér mikilvægt að forseti Íslands sé jafnt alþýðlegur sem alþjóðlegur í hugsun og hafi skilning á því mannlega og hvernig skapa megi gott samfélag.

3. Íslendingar eru stolt þjóð. Vegna smæðar okkar og fjarlægðar frá öðrum þjóðum er mikilvægt að við höfum sterka sjálfsmynd. Við þurfum að vera stolt af því sem við gerum vel en passa þó að hlaupa ekki fram úr okkur í hroka. Við þurfum að sýna því skilning að það eru takmörk á því sem við getum ætlast til af okkur sjálfum sem þjóð og stöðu okkar í alþjóðlegu samhengi.  Þess vegna finnst mér mikilvægt að forseti Íslands sé stolltur af sigrum þjóðarinnar en jafnframt varkár í að láta þá endurskilgreina þjóðarsálina um of.

4. Íslendingar eru í sterkum tengslum við náttúruna og landið sitt. Þetta er að vísu einn af stærstu átakaflötum samfélagsins.  Við búum engu að síður í náttúruperlu og sú staðreynd hefur í gegnum tíðina skipað stóran sess í sjálfsmynd okkar.  Þess vegna finnst mér mikilvægt að forseti Íslands sé „náttúrubarn“ sem elski fallega landið okkar og skilji á því hvernig það hefur mótað okkur sem þjóð.

Möguleiki til að þróa embættið

Pólitískt hlutverk forsetans er eitt af stóru málunum núna. Núverandi forseti braut hefðarrammann. Sama hversu mismunandi skoðanir fólk hefur á honum og hans persónu, þá hefur þetta upphlaup hans alls ekki mælst illa fyrir.  Þegar þingið var nauðbeygt til að semja við erlendar þjóðir um Icesave leiðindin þá var það í gegnum forsetaembættið sem þjóðin gat hafnað samningnum.  Þingið var nauðbeygt til að semja, einfaldlega vegna þess að ef það hefði skellt í lás á samninga hefði erlendum velvilja verið fórnað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.  Þingið gat því sagt við kröfuhafa: „Hei, við sömdum við ykkur en, sorry, þjóðin hafnar þessu.“ Því var ekki við þingið að sakast að samningar tókust ekki. Mótaðilarnir gátu á engan hátt dregið þingið til ábyrgðar. Þó að nú sé í umræðunni að þjóðaratkvæðisskotsrétturinn sé í beinum höndum þjóðarinnar í gegnum undirskriftalista, án aðkomu forsetans, þá er spennandi að skoða hvað núverandi forseti gerði í víðara samhengi og hvort við getum á einhvern hátt þróað embættið með það í huga.

Það er áhyggjuefni þegar framkvæmdavaldið lítur svo á að alþingiskosningar séu fullkomið framsal á lýðræðislegu valdi og það geti því gert það sem því sýnist milli kosninga þótt ekki sé það í takti við vilja þjóðarinnar. Það er áhyggjuefni þegar framkvæmdavaldið getur í krafti fjárveitingavaldsins svelt þær stofnanir samfélagsins sem þjóðinni finnast mikilvægar.  Það er áhyggjuefni þegar sá hluti framkvæmdavaldsins sem áður hefur verið fólginn faglegum óháðum stofnunum er sogaður undir leyndarhyggju inni í ráðuneytum, háður duttlungum skammtímasjónarmiða valdhafa, en ekki mótaður með langtímamarkmið og almenna hagsæld í huga. Það er áhyggjuefni þegar valdhafar ætlast til að dómsvald og löggæsla séu auðsveipur angi framkvæmdavaldsins. Og að stjórnarskráin, sem er grunnplagg til skilgreiningar á hlutverki valdhafa, samningurinn um framsal lýðræðislegs valds til útvalinna aðila; þetta plagg sem er vettvangur lýðræðislega umbóta, að það sé á forræði þessa sama framkvæmdavalds finnst mér fullkomlega ótækt.  

Á ekki að koma úr pólitíkinni

Þess vegna er áhugavert að skoða hvað hlutverk forsetinn gæti haft í þessu samhengi. Á hann að veita mótspyrnu gegn alræði framkvæmdavaldsins? Hefur hann hlutverk í lýðræðisumbótum? Forsetinn hefur þá sérstöðu að hann er beinkjörinn af þjóðinni án milligöngu flokkakerfisins; kerfis sem velur sitt fólk á þá framboðslista sem í boði eru, fólk sem er háð flokksviljanum sem er sýktur af sérhagsmunum. Gæti þá forsetinn staðið fyrir almenna hagsmuni, vilja þjóðarinnar, gagnvart hagsmunum flokkakerfisins? Hann gæti verið einhverskonar lýðræðisvörður sem fylgist með því að önnur valdkerfi samfélagsins endurspegli almennan vilja þjóðarinnar. Hann þarf kannski ekki að hafa neitt beint vald, en hann gæti verið mikilvægur í umræðu um framgang lýðræðisþróunar á Íslandi í átt að heilbrigðari valdstrúktur.

Þess vegna finnst mér mikilvægt að forsetinn komi ekki úr pólitíkinni, að hann sé óháður flokki, endurspegli almennan vilja þjóðarinnar og vinni að samhug og heilbrigðri þróun lýðræðis á Íslandi.

Ég veit að aðrir eru mér ekki endilega sammála um ofangreind atriði, en það er mikilvægt að samfélagið eigi þessa umræðu og stilli upp raunverulegum valkostum. Þá getur hver og einn skoðað þá sem verða í framboði til embættissins í því ljósi og valið þann forseta sem passar við hugmyndir sínar um embættið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None