Svar forseta Læknadeildar Háskóla Íslands við fréttaskýringu Kjarnans um gervibarkamálið

Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeildar Háskóla Íslands
Magnús Karl Magnússon, forseti læknadeildar Háskóla Íslands
Auglýsing

Í nýlegri frétta­skýr­ingu Kjarn­ans á svoköll­uðu gervi­barka­máli eru rangar full­yrð­ingar um afstöðu Lækna­deildar Háskóla Íslands í þessu alvar­lega máli. Í umræddri frétt leit­aði blaða­maður ekki álits for­svars­manna deild­ar­innar og er það mið­ur. 

Um er að ræða alvar­legt mál en þó einnig flókið og marg­þætt. Eru nú í gangi margar sjálf­stæðar rann­sóknir er lúta að ásök­unum um óvönduð eða óheið­ar­leg vinnu­brögð og einnig er í gagni lög­reglu­rann­sókn er bein­ist að ábyrgð­ar­manni rann­sókn­ar­innar í Sví­þjóð. Sá þáttur þessa máls er snýr að Lækna­deild og Háskóla Íslands er fyrst og fremst vís­inda­legi þátt­ur­inn og þar er til rann­sóknar ásak­anir um vís­inda­mis­ferli (e. sci­entific mis­cond­uct). Í einni af þeim vís­inda­greinum sem verið er að rann­saka eru tveir af 28 með­höf­undum íslenskir lækn­ar, annar þeirra pró­fessor við Lækna­deild. Lækna­deild lítur þessar ásak­anir alvar­legum augum og hefur unnið að því að tryggja að hið sanna verði upp­lýst í mál­inu. Málið hefur verið kynnt fyrir yfir­mönnum skól­ans, bæði rektor og for­seta Heil­brigð­is­vís­inda­sviðs. Lækna­deild hefur rætt þetta mál á vett­vangi deild­ar­ráðs og deild­ar­fund­ar, en sá fundur er sam­eiginlegur fundur allra akademískra starfs­manna deild­ar­inn­ar.  

Stefna Lækna­deildar er skýr; hún er sú að styðja með öllum ráðum rann­sókn á þessum ásök­un­um. Jafn­framt styður hún ein­dregið skipan sjálf­stæðrar nefndar til að upp­lýsa ásak­anir um vís­inda­mis­ferli. Þessa skoðun mót­aði deildin sér í sam­ráði við yfir­stjórn skól­ans strax og málið var end­ur­vakið í upp­hafi þessa árs í kjöl­far sýn­ingar á heim­ild­ar­mynd í sænsku sjón­varpi og fjöl­miðlaum­fjöllun í kjöl­far henn­ar. Yfir­stjórnir háskól­ans og Lækna­deildar hafa verið í sam­bandi við yfir­stjórn Kar­ólínsku stofn­un­ar­innar en sú stofnun bar vís­inda­lega ábyrgð á umræddri til­rauna­með­ferð og hýsti Paolo Macchi­ar­ini, ábyrgð­ar­höf­und þess­ara vís­inda­greina. Kar­ólínska stofn­unin bar einnig ábyrgð á fyrri rann­sókn á þessum ásök­unum um vís­inda­mis­ferli en sú rann­sókn hefur verið harð­lega gagn­rýnd. Í sam­skiptum við Kar­ólínsku stofn­un­ina hefur komið skýrt fram að Lækna­deild styðji að fram fari óháð rann­sókn og hefur lýst yfir fullum vilja til sam­starfs. Þessi skoðun deild­ar­innar er í sam­ræmi við kröfur fjöl­margra í Sví­þjóð sem hafa gagn­rýnt mál­ið, meðal ann­ars fjór­menn­ing­anna sem lögðu fram ásak­anir um mis­ferli. Fljót­lega í kjöl­far þess­ara sam­skipta við Kar­ólínsku stofn­un­ina fengum við stað­fest að fram muni fara óháð rann­sókn á öllum þáttum ásak­ana um vís­inda­mis­ferli. Sú rann­sókn verður unnin af sænsku Vís­inda­siða­nefnd­inni og berum við fullt traust til þess­arar rann­sókn­ar. 

Auglýsing

Sú sjálf­stæða og óháða rann­sókn sem nú er að hefj­ast mun afla gagna frá öllum þeim aðilum sem hafa komið að vís­inda­þætti máls­ins, þar á meðal frá íslenskum lækn­um. Rann­sóknin hefur það skýra hlut­verk að rann­saka ásökun um mis­ferli og mun hún starfa án landamæra. Rétt er að minna á að flest þau gögn sem um ræðir í þessu máli, svo sem líf­sýni, rann­sókn­ar­nið­ur­stöður og gögn um leyf­is­veit­ingar eru í Sví­þjóð. Gögn frá Íslandi verða þó einnig til rann­sóknar og verða þau send til rann­sókn­ar­að­ila (sam­kvæmt þeim lögum sem að þeim lút­a), en rétt er þó að minna á að mörg þeirra eru sjúkra­gögn og því á ábyrgð Land­spít­al­ans, ekki háskól­ans. Rann­sóknin á að kveða upp úr um hvort að um vís­inda­legt mis­ferli hafi verið að ræða og ef svo er þá þarf hún einnig að upp­lýsa hjá hverjum ábyrgð á mis­ferl­inu ligg­ur. Heiður og trú­verð­ug­leiki fjöl­margra vís­inda­manna sem hafa komið að þessum vís­inda­greinum liggur þar undir en þó er mik­il­vægt að benda á að trú­verð­ug­leiki vís­ind­anna sjálfra vegur þó enn þyngra. Sér­stak­lega er mik­il­vægt að trú­verð­ug­leiki vís­inda­rann­sókna á fólki eða nýrra með­ferð­ar­til­rauna standi föstum fótum enda um að ræða heilsu og vel­ferð sjúk­linga.

Við þurfum að gera miklar fag­legar kröfur í rann­sóknum á ásök­unum um vís­inda­mis­ferli. Okkar sam­fé­lag er lít­ið, hags­munir eru víða sam­ofnir og getur slíkt dregið úr trú­verð­ug­leika rann­sókna. Því tel ég að sú leið að lýsa yfir ein­dregnum vilja um að styðja aðkomu sjálf­stæðr­ar, heild­stæðrar og óháðrar rann­sóknar sé bæði fag­leg og til þess fallin að auka trú­verð­ug­leika á nið­ur­stöðu henn­ar. Sú nýja rann­sókn sem sænska vís­inda­siða­nefndin stýrir tel ég að upp­fylli vel þessa rétt­mætu kröfu um trú­verð­ug­leika.  Rétt er að benda á að margir hafa óskað eftir því með mál­efna­legum rökum að einnig eigi að fara fram sjálf­stæð rann­sókn hér á landi. Ég ber virð­ingu fyrir þeim sjón­ar­miðum þó svo að ég telji að rann­sókn­ar­hags­munum séu betur varðir með heild­stæðri rann­sókn sem nái til allra þátta máls­ins. Ég tel að þarna deili menn um aðferða­fræði en að báðir aðilar hafi þó sama mark­miðið sem er að tryggja trú­verð­uga og ýtar­lega rann­sókn. Full­yrð­ing í frétta­skýr­ingu Kjarn­ans að ég sem for­seti Lækna­deildar sjái ekki ástæðu til að gera óháða rann­sókn á mál­inu er því fjarri sann­leik­an­um. 

Það eru fjöl­mörg önnur atriði sem gera mætti alvar­legar athuga­semdir við í umræddri frétta­skýr­ingu. Ég vil þó hér fyrst og fremst árétta að hinar alvar­legu ásak­anir í þessu máli eru nú til rann­sókn­ar. Nið­ur­stöður þess­ara rann­sókna liggja ekki fyrir og því skiptir höf­uð­máli að leiða þær til lykta en dæma ekki fyr­ir­fram líkt og oft er gert í umræddri frétta­skýr­ingu. Í henni er meðal ann­ars full­yrt að starfs­maður háskól­ans hafi ekki farið eftir siða­reglum skól­ans er lúta að vand­virkni og heil­indum í þessu máli. Þessi ásökun er mjög alvar­leg og vegur að heiðri þess starf­manns. Slíka ásökun leggur vand­virkur fjöl­mið­ill ekki fram áður en nið­ur­staða rann­sókna liggur fyr­ir. Einnig er látið að því liggja að mál­þing við Háskóla Íslands ári eftir umrædda aðgerð hafi rutt braut­ina fyrir frek­ari aðgerð­ir. Ekki er þess þó getið að næsta aðgerð af þessu tagi við Kar­ólínsku stofn­un­ina hafði þó farið fram um hálfu ári fyrir umrætt mál­þing. Einnig rétt að minna á að mál­þingið var haldið fyrir tæpum fjórum árum síð­an; meira en tveimur árum áður en fyrstu ásak­anir um óheið­ar­leg vís­inda­leg vinnu­brögð voru settar fram. Á umræddu mál­þingi voru bæði almennir fyr­ir­lestrar um stofn­frumur og lækn­ingar og einnig fyr­ir­lestrar um umrædda til­rauna­með­ferð. Í fyr­ir­lestrum og umræðum um aðgerð­ina var meðal ann­ars bent á ýmis flókin vand­kvæði sem höfðu komið upp í kjöl­far henn­ar, sýk­ingar og önnur vand­kvæði. Á mál­þing­inu var meðal ann­ars sjúk­ling­ur­inn sem hafði und­ir­geng­ist þessa með­ferð og tók hann af eigin frum­kvæði þátt í pall­borðsum­ræð­um. Ekki er því lík­legt að ásetn­ingur skipu­leggj­enda hafi verið að leyna ein­hverju. Í ljósi þeirra ásak­ana sem nú eru til rann­sóknar þá þarf að hugs­an­lega að end­ur­skoða trú­verð­ug­leika ein­hvers þess sem kynnt var á þessu mál­þingi. En áður en nið­ur­stöður liggja fyrir þurfum við ein­fald­lega að bíða átekta.

Ástríður Stef­áns­dótt­ir, læknir og sið­fræð­ingur og Vil­hjálmur Árna­son, sið­fræð­ingur telja bæði að Íslend­ingar þurfi að ræða þær sið­ferði­legu spurn­ingar sem þessi til­rauna­með­ferð vek­ur. Um það er ég þeim sam­mála. Ég tel að þær rann­sóknir á alvar­legum ásökun sem nú þegar hefur verið ýtt úr vör sé ein­ungis fyrsta skrefið á langri braut. Árang­urs­ríkar og trú­verð­ugar rann­sóknir eru þó for­senda þess að við getum dregið rétta lær­dóma. Af þeirri ástæðu hefur Lækna­deild lagt allt kapp á að tryggja að eins góð rann­sókn fari fram á þessu mál­inu og unnt er fram­kvæma. Ef að rann­sóknin leiðir í ljós að aðkoma íslensks vís­inda­sam­fé­lags í þessu máli var athuga­verð þá mun það kalla á ýtar­lega skoðun hér inn­an­lands. Jafn­vel þó að rann­sókn leiði ekk­ert athuga­vert í ljós í aðkomu okkar vís­inda­sam­fé­lags þá þurfum við draga lær­dóma af þessu máli og búa svo um hnút­ana að trú­verð­ug­leiki ríki um vís­inda­rann­sóknir á fólki. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None