Spillingarumræða á sterum

Auglýsing

Þau fjöru­tíu og fjögur ár sem ég náði að lifa af tutt­ugust­u öld­inni fannst mér umræðan fár­sjúk. Mig verkj­aði í hjartað af löngun til að tjá ­til­finn­ingar og skoð­anir en fannst ég aldrei verð­ug. Umræðan var fyrir útvalda. Ef ég spjall­aði við kunn­ingja um menn og mál­efni var ég að slúðra. Það var ljótt og því best að þegja. Stundum vog­aði ég mér að tjá mig opin­ber­lega en und­ir­byggði álit mitt með var­nöglum og dró úr vægi þess með smækk­un­ar­end­ing­um. Inni í mér uxu til­finn­ingar og skoð­anir eins og ill­kynja sjúk­dóm­ur.

Svo komu sam­fé­lags­miðl­arn­ir. Ég fór að lauma inn var­negld­um ­at­huga­semdum en varp­aði smám saman af mér var­kárn­inni og varð rödd með röddum í um­ræðu sem er til fyrir alla. Nú fer ég á sam­fé­lags­miðla til að máta skoð­an­ir mínar við aðrar sem ég ýmist aðhyllist eða for­dæmi en finnst gott að vita að eru til.

Auglýsing

Sumt af því sem birt­ist í þess­ari gríð­ar­stóru þjóð­ar­sál er sjálf­sag­t skað­legt. Ég vona að það séu vaxt­ar­verkir nýfeng­ins mál­frels­is. Það tekur meira en tíu ár að venj­ast bylt­ing­ar­kenndum breyt­ingum á sam­fé­lags­um­ræðu og okkur ber ­skylda til að þróa þessa gagn­virku miðla í stað þess að lasta þá. Væri ekki ­spenn­andi að taka höndum saman um heil­brigða og heilandi umræðu á sam­fé­lags­miðlum sem við notum meira en aðrar þjóð­ir?

Stofu­drama á þjóð­ar­heim­ili

Það er ýmis­legt annað sjúkt í íslenskri sam­fé­lags­um­ræðu. Banda­rísk ­leik­skáld á síð­ustu öld kenndu okkur að skoða sam­skipti í sjúkum fjöl­skyld­um. Eft­ir­far­andi sam­tal á íslenska þjóð­ar­heim­il­inu gæti verið sótt í smiðju þeirra:

Fað­ir­inn (rífur hár sitt í van­þókn­un): Son­ur, ég hef fórn­að öllu fyrir þig – og þú sýnir ekk­ert nema van­þakk­læti!

Son­ur­inn (reið­ur): Pabbi, málið er að við höfum aldrei gert ­neitt saman og alls ekki það sem mig langar að gera. Og við  tölum aldrei saman á mínum for­send­um.

Fað­ir­inn (vígreif­ur): Heyrðu mig nú, þar gekkstu fram af mér, nú sting ég upp á að við setj­umst niður og förum lið fyrir lið í gegn­um ­góð verk mín í þína þágu.

Son­ur­inn (bug­að­ur): Veistu, pabbi, að þú hefur aldrei horft í augun á mér og sagt að þú elskir mig. 

Ef hug­mynd nær ekki að kvikna í einni mann­eskju bíður hún bara eftir þeirri næstu

Kannski má ein­hvern tíma lesa eft­ir­far­andi grein­ingu í virt­u vefriti: „Alda­hvörf eru upp­spretta gagn­gerra breyt­inga. Í byrjun þriðju ­þús­aldar eftir Krist jókst umræða um nauð­syn gagn­sæis á öllum svið­um. Ný tækn­i og breyttar hug­myndir um lýð­ræði urðu til þess að almenn­ingur tók að veita ­stjórn­völdum aukið aðhald.“

Þar stendur líka: „Á Íslandi voru laun­helgar tungu­máls­ins brotnar um þetta leyti. Farið var að segja upp­hátt orð eins og hommi, pík­a,  hags­muna­tengsl og þögg­un. Þannig ­fékk þjóðin að tala upp­hátt um hluti sem skipti hana máli en áður höfðu ver­ið ræddir undir rós.“

Hug­mynda­sagan segir okkur að hver hetja sé aðeins dropi í ógn­ar­stóru mann­hafi. Þar sem við erum í eðli okkar for­vitin um hagi ann­arra ­lesum við mann­kyns­sög­una eins og hvert annað per­sónu­drama en raun­veru­leg­ar breyt­ingar fel­ast í því sem hinn breiði massi hugs­ar, skapar og finnur upp. Þar er  kröft­ugur straumur fram­þró­un­ar­inn­ar ­sem hetjur fiska í sína fimmtán mín­útna frægð. Eng­inn vald­hafi er svo ­mik­il­vægur að mann­kyns­sagan kom­ist ekki af án hans, vegna þess að hug­myndir lifa ­sjálf­stæðu lífi.

Væri heim­ur­inn full­ur af mál­efnum ef hér væru engir menn?

Mál­efni lifa líka sjálf­stæðu lífi og því erfitt að fara í mál­efnið án þess að snerta mann­inn. Þrátt fyrir aukna getu – og kannski lík­a vilja – almenn­ings til að taka mál­efna­lega afstöðu ota stjórn­málin mönnum sín­um að okk­ur. Flokkar raða mönnum en ekki mál­efnum á fram­boðs­lista, þeir tefla fram ­sterkum leið­togum sem vinna per­sónu­lega sigra og tala um afrek sín í fyrst­u ­per­sónu ein­tölu en ósigra í fleir­tölu. Auk þess snýst líf okkar sem félags­ver­a að mestu um að spegla okkur í öðru fólki og því skoðum við stjórn­málin sem ­sögur af fólki. Það eru sög­urnar sem gera okkur að mann­kyni, Íslend­ing­um, ein­stak­ling­um. Ef þú segir tveggja ára barni sögu sem lýtur ekki lög­mál­u­m þeirrar frum­sögu sem varð til við eldana í Afr­íku endur fyrir löngu ger­ir ­barnið alvar­legar athuga­semd­ir: Svona getur saga ekki end­að! Barnið veit það af því að barn­ið, eins og við öll, er for­ritað djúp­um, merk­ing­ar­bærum táknum og minn­um.

Sögur eru til af því að þær hjálpa okkur að takast á við raun­veru­leik­ann. Líka kjafta­sög­ur. Við slúðrum og skrifum á sam­fé­lags­miðla í þeirri von að skilja það sem er okkur hul­ið, til dæmis ver­öld auðs og valds.

Ævin­týrið um Sig­mund Da­víð

Þjóðin virð­ist hafa meiri áhuga á per­sónu Sig­mundar Dav­íðs G­unn­laugs­sonar en ann­arra stjórn­mála­manna. Það er eðli­legt af því að sagan sem hann segir okkur og vill að við trúum inni­heldur meg­in­þætti hins klass­íska æv­in­týr­is. Við sjáum karls­son sem fer út í heim, berst við yfir­nátt­úru­leg­ar verur og eign­ast kon­ungs­dóttur og hálft rík­ið. Og fleiri sagna­minni koma í ljós við nán­ari skoð­un: Átökin á milli hins þekkta og óþekkta, köll­un­in, þol­raun­in, af­neit­un­in, umbreyt­ing­in, verð­launin og nú það sem sumir þykj­ast sjá, enda­lok­in.

Svona erum við van­þróuð í tali okkar um hvers manns kopp. ­Nema því sé öfugt far­ið. Kannski erum við háþróuð af því að við eigum hug­lægt tæki  til að takast á við ógn­irnar í líf­in­u. Ein mesta hættan í lífi nútíma­manns­ins er einmitt póli­tíkin sem getur snú­ið ­lífi hans á hvolf á einni nóttu. Við, bregð­umst við ógnum með því að fjarg­virðast og gera grín með alvar­legum und­ir­tóni. Heilun þjóðar felst í því kallað hef­ur verið fár­sjúk, póli­tísk umræða. 

Af hverju segja ­stjórn­mála­menn af sér?

Ég bjó Sví­þjóð þar sem stjórn­mála­menn segja unn­vörpum af ­sér. Konur greiða fyrir Tobler­one og bleyjur með ráð­herra­kortum og karl­ar g­leyma að það er ekki hlut­verk rík­is­sjóðs að borga heim­sóknir á kampa­víns­klúbba. Fyrst fund­ust mér allar þessar afsagnir hall­æris­lega sænskar en svo fór að hið þéttriðna, sið­ferð­is­lega örygg­is­net gerði Sví­þjóð­ar­árin að ­sælu­vist.

Ferlið virð­ist alltaf það sama. Athug­ull graf­ari rekst á tor­tryggi­lega færslu í bók­haldi sem veldur því að ákveð­inn stjórn­mála­mað­ur­ ­lendir í loft­árásum frétta­hauka sem fá Helga Seljan til að líta út eins og engil með krull­ur. Eftir viku er boðað til blaða­manna­fundar í höf­uð­stöðv­um ­flokks­ins þar sem enn er til kex síðan síð­ast var til­kynnt um afsögn. ­Flokk­ur­inn fer ekki í graf­götur með að lask­aður póli­tíkus víkur til að bjarga á­sýnd flokks­ins og heiðri stjórn­mál­anna. Þjóðin andar léttar og fórn­ar­lambið fljót­lega líka. Ef það er bjarg­fastur vilji stjórn­mála­manns­ins að vera áfram ­þjónn fólks­ins birt­ist hann aftur síð­ar, aft­ur­bata.

Reið­in, vor­kunn­sem­in og allar hinar til­finn­ing­arnar

Nágranna­þjóð­irnar afgreiða minnsta grun um spill­ingu af ­fullri hörku af því að eng­inn vafi má leika um heið­ar­leika, hæfi og sið­ferð­is­vit­und þeirra sem fara með völd í umboði þjóð­ar. En annað hvílir að baki vax­andi óþols í garð stjórn­mála­manna. Á nýrri þús­öld erum við með­vit­aðri um til­finn­ingar og áhrif þeirra á almanna­hag. Kusk á hvít­flibba - jafn­vel létt­ur skuggi af ósýni­legri ló - vekur tor­tryggni sem fólk bregst við með mis­mun­and­i ­til­finn­ing­um.

Reiði er algeng en sjálf gríp ég gjarnan til vor­kunn­sem­i þótt ég viti að sú til­finn­ing er löstur fremur en dyggð. Það skildi ég þegar ég las sögu um greifynju sem útbýtti ölm­usum til fátæk­linga. Heim­sóknir henn­ar end­uðu ævin­lega með að fátæk, barn­mörg ekkja reif snjáðan dúk af borði til að þerra tár frú­ar­inn­ar. Greifynjan grét af vor­kunn­semi í eigin garð yfir að þurfa að umgang­ast fólk sem hún vor­kenndi svo mikið að vor­kunnin hafði breyst í fyr­ir­litn­ingu.  

Ég vil ekki þurfa að vor­kenna stjórn­mála­mönn­um. Mér finn­st það ekki upp­byggi­legt.   

Ótt­inn við auð­valdið

Á næsta ári gætu þeir Pútín og Trump hist á leið­toga­fundi – og það er ein­skær heppni að Berlusconi verður þar ekki líka. Auður for­seta, ­for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra Ísland veldur mér áhyggj­um. Ég reyni að ­treysta þessum ágæt­is­mönnum sem ein­stak­lingum en ég veit að fjár­magn hef­ur til­hneig­ingu til að lifa sjálf­stæðu lífi, óháð hýsl­um. Sér­stak­lega fjár­magn án ­rík­is­fangs.

Ég ótt­ast auð­ræðið meira en nokkru sinni af því að ég sé ekki hvernig duttl­unga­fullt fjár­magnið ætlar að leysa aðkallandi vanda­mál heims­ins. Móðir Jörð bíður inn­lagnar og lækn­ingin felst í að ráð­ast að rót­u­m ­vand­ans, ofneysl­unni. Ég sé ekki að auð­valdið hafi áhuga á að tak­marka neyslu og fram­leiðslu. Fjöl­menn­ing­ar­um­ræðan er heldur ekki lengur gælu­verk­efni góða ­fólks­ins. Ég skynja ekki að auð­valdið leiti skap­andi og mann­úð­legra leiða til­ að hjálpa mann­kyni að takast á við ótt­ann sem fylgir því að fólk af ólík­um ­upp­runa hefur dreift sér um heims­byggð­ina og ætlar ekki aftur heim í þorp­ið.

Ég blanda mér í umræð­una af því að ég má það. Á þús­öld opinna tjá­skipta er ég verðug að tjá mig op­in­ber­lega um ótta minn með heilandi aðferðum sagna­mennsk­unn­ar. Við stöndum á þrös­k­uldi nýrrar lýð­ræð­is­þró­unar og fólkið er komið lengra inn í fram­tíð­ina en ­for­ystu­menn­irn­ir. Víða um heim eru flokkar þó hættir að bjóða neyt­endum laskaða ­full­trúa á síð­asta sölu­degi og farnir að skilja mik­il­vægi þess að víg­girð­ing­ar ­séu reistar milli auðs og valds. Við skulum ekki gleyma að lat­neska orð­ið m­ini­ster þýðir þjónn. Vænt­an­lega þjónn okkar en ekki auð­valds­ins.  

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jóhannes Stefánsson.
Segir eina leið til að þakka Jóhannesi að gefa í baukinn hjá sjóðnum sem styður hann
Óskað eftir fjárhagslegum stuðningi almennings við uppljóstrara eins og Jóhannes Stefánsson. Hann hafi þegar orðið fyrir „heiftarlegum persónuárásum og níði“ og kostnaður við lögfræðikostnað hans sé þegar byrjaður að hrannast upp.
Kjarninn 27. janúar 2020
Fallinn risi mætir örlögum sínum
„Verst geymda leyndarmál Hollywood“ var afhjúpað haustið 2017 og hrinti af byltingu kenndri við metoo. Reynsla yfir hundrað kvenna er sú sama: Harvey Weinstein nýtti sér yfirburðastöðu sína til að áreita þær og beita ofbeldi. Réttarhöldin eru nú hafin.
Kjarninn 27. janúar 2020
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Hugmyndafræðin að baki auðsöfnuninni
Kjarninn 27. janúar 2020
Tilboð Eflingar kostar tæpa fjóra bragga á ári
Fram kom á kynningu Eflingar á kostnaðarmati vegna tilboðs stéttarfélagsins til Reykjavíkurborgar að kostnaðarauki vegna hækkun launa næmi tæpum fjórum bröggum árið 2023.
Kjarninn 27. janúar 2020
Lýsa yfir óvissustigi á Íslandi vegna kórónaveirunnar
Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna kórónaveiru.
Kjarninn 27. janúar 2020
Guðmundur hættur sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar hefur látið af störfum. Ástæðan er ólík sýn hans og meirihluta bæjarstjórnar á verkefni á vettvangi sveitarstjórnarstigsins.
Kjarninn 27. janúar 2020
Þórður Snær Júlíusson
Lélegir kapítalistar hampa braski sem snilld
Kjarninn 27. janúar 2020
„Stöðvum tanngreiningar“ – Vilja fella þjónustusamning úr gildi
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun þar sem skorað er á háskólaráð að standa vörð um mannréttindi flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd með því að fella þjónustusamning HÍ við Útlendingastofnun úr gildi.
Kjarninn 27. janúar 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None