Enskan er ekki nóg

Steinunn Rut Friðriksdóttir
Auglýsing

Það eru vissir hlutir sem heyr­ast þegar maður seg­ist vera í tungu­mála­námi á háskóla­stigi.

„Hvað ætlarðu að gera við þessa gráðu?“

„Ætlarðu þá að verða kenn­ari?“

„Ertu þá að læra bara mál­fræði eða...?“

„Þú veist að þú munt aldrei þéna neitt með svona hug­vís­inda­gráðu...“

„Kanntu ekki ensku? Er það ekki nóg?“

og upp­á­haldið mitt:

Auglýsing

„Jááá.....“

Því síð­ast­nefnda fylgir gjarnan vand­ræða­leg þögn. Þögn, sem er í raun og veru frekar skilj­an­leg. Með­al­mað­ur­inn hefur nefn­in­lega ekki hug­mynd um það hvað er hægt að gera með gráðu í tungu­mál­um. Dettur helst í hug að það sé kannski hægt að kenna þau. Jafn­vel þýða. En þar með er það oftast ­upp­talið. Mig langar til þess að svara þessum spurn­ingum í nokkrum orð­um.  

Að læra nýtt tungu­mál er eins og að ganga stríp­aður nið­ur­ Lauga­veg­inn. Það krefst þess að nem­and­inn til­einki sér algjör­lega nýj­an hugs­un­ar­hátt og opni hug sinn upp á gátt. Gagn­rýn­is­radd­irnar eru hvergi hærri en í manns eigin höfði og ásak­andi augna­ráð elta mann uppi við hvert feil­spor. Eins og barn stendur maður ber­skjald­aður frammi fyrir ótal nýjum áskor­un­um. Í upp­hafi alfarið mál­laus. Gerir ótelj­andi mis­tök. En hver ný ein­ing byggir ofan á hinni fyrri þar til hið undra­verða púslu­spil tungu­máls­ins fer smám saman að ­taka á sig skýr­ari mynd.

Tungu­mála­nám er svo miklu meira en bara mál­fræði og þrátt ­fyrir að ensku­kunn­átta verði sífellt mik­il­væg­ari í sam­skipt­u­m al­þjóða­sam­fé­lags­ins er hún svo langt frá því að vera nóg. Tungu­mála­nám opn­ar dyrnar að heilu menn­ing­ar­heimun­um, því tungu­málið er lyk­ill­inn að menn­ing­u hverrar þjóð­ar. Með bók­mennt­irnar að vopni er hægt að öðl­ast skiln­ing á ólík­um hugs­un­ar­hætti ólíkra þjóða sem er grund­vall­ar­at­riði til þess að tryggja ­for­dóma­leysi og virð­ingu gagn­vart fólki af öðrum upp­runa en maður er sjálf­ur. ­At­riði sem skiptir öllu máli í bar­átt­unni gegn upp­risu öfga­fullra hægri­afla í vest­rænu sam­fé­lagi dags­ins í dag. 

Þá að atvinnu­tæki­færum eftir að námi lýk­ur. Vissu­lega eru margir tungu­mála­nemar sem taka kennslu­rétt­ind­in. Mik­il­vægi þess að miðla áfram þekk­ingu og að styðja við bakið á nem­endum sem eru að stíga sín fyrstu skref út ­mennta­veg­inn er ómet­an­legt. Það er því með ólík­indum að starfið skuli ekki ver­a ­metið fjár­hags­lega betur en raun ber vitni. En kennsla er fjarri því að ver­a eina leiðin sem hægt er að fara eftir útskrift. Þýð­ingar verða sífellt ­mik­il­væg­ari í sam­hengi alþjóða­sam­fé­lags­ins. Þörfin fyrir þýð­ingar í við­skipta­heim­inum fer vax­andi með hverjum deg­inum en auk þess eru ótal bæk­ur, fræðslu­efni, vef­síður og kvik­myndir þýddar á hverjum ein­asta degi. Svo ekki sé minnst á allar þær þýð­ingar sem þörf er á til að skapa not­enda­vænni undra­heim ­tölvu­leikja­fram­leið­enda á borð við CCP.

Þörfin fyrir tungu­mála­menntað fólk í ferða­mála­geir­anum ætt­i að vera öllum aug­ljós. Ensku­kunn­áttan sem við Íslend­ingar alhæfum yfir allan heim­inn er ein­fald­lega langt frá því að vera jafn algild og við höld­um, auk þess sem þekk­ing í móð­ur­máli ferða­manns­ins skapar við hann per­sónu­legri tengsl. Eftir því sem tölvu­væð­ing eykst verður þörfin á mál­tækni sífellt ákaf­ari, en ­mál­tæknin er lyk­il­at­riði í við­haldi tungu­máls­ins á tækniöld­inni. Fólk með­ tungu­mála­nám að baki starfar um víðan völl og auk þess sem áður hefur verið nefn­t bíða þeirra ótal störf innan rit­höf­unda­sam­fé­lags­ins, veit­inga­geirans, ­upp­lýs­inga­tækn­inn­ar, fjöl­miðlaflór­unnar og svo mætti lengi telja.    

En hvers vegna skila sér þá ekki fleiri nem­endur í tungu­mála­nám en raun ber vitni? Hvers vegna eru bekkir deildrar erlendra tungu­mála, bók­mennta og mál­vís­inda ekki þétt­setnir af nem­endum sem þrá ekk­ert heitar en að svala þorsta sínum í ótæm­andi þekk­ing­ar­brunn­i tungu­mála­kennar­anna? 

Strax í grunn­skóla er hamrað á mik­il­vægi raun­vís­ind­anna.

 „Veld­u ­nátt­úru­fræði­braut, þá eru þér allir vegir fær­ir!“

„Já okei, þú getur kannski tekið félags­fræði­braut, en þá verð­urðu að passa að þú takir nógu marga raun­vís­inda­á­fanga svo þú kom­ist nú örugg­lega inn í fram­halds­nám“

„Tungu­mála­braut... okei... þú veist að þú munt samt aldrei kom­ast inn í t.d. lækn­is­fræði eða verk­fræð­i?“

Þannig er tungu­mála­ástin barin niður í fæð­ingu. Nið­ur­skurð­ar­hníf­ur ­rík­is­ins sker miskun­ar­laust niður fjár­veit­ingar til tungu­mála­kennslu þar til­ það sem eftir stendur er aðeins skel af því sem áður var. Sífellt fleiri ­mennta­skólar leggja niður tungu­mála­kennslu og innan háskól­ans fækkar nem­end­um ­með hverju árinu sem líð­ur. Það leiðir svo aftur til þess að heilu grein­arn­ar eru lagðar niður vegna fjársvelt­is. Þegar er búið að leggja niður norsku­kennslu og finnsku­kennslu við Háskóla Íslands sem er eini skól­inn sem býður upp á tungu­mála­nám á háskóla­stigi á Íslandi. Ef ekk­ert er að gert mun deild erlendra tungu­mála smám saman vesl­ast upp og verða að engu. Eftir stendur sam­fé­lag ráð­villtra manna sem þekkja ekki annan menn­ing­ar­heim en sinn eig­in. Í því ­sam­fé­lagi á hug­mynda­fræði öfga­fullra hægri­afla auð­velt upp­drátt­ar.

Hingað og ekki lengra.

Enskan er ekki nóg. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None