Enn bætast við frambjóðendur til embættis forseta Íslands, á þeim sögulegu tímum sem nú ríkja í landinu, þegar kemur að stjórnmálum og stjórnskipan. Andri Snær Magnason, rithöfundur, hyggst tilkynnta um framboð sitt í dag.
Hann hefur í mörg ár verið heimspekileg broddflugu í samfélagsumræðu hér á landi, og látið sig sérstaklega varða umhverfismál, náttúruvernd og efnahagsmál. Sérstaklega hefur hann rætt um mikilvægi þess að byggja upp „eitthvað annað“ en stóriðju og þungaiðnað, og átt í ófáum ritdeilum við fólk um þau mál í gegnum tíðina.
Óhætt er að segja að þróun undanfarinna ára á Íslandi hafi verið á þann veg, að „eitthvað annað“, ekki síst þekkingariðnaður og ferðaþjónustan, sé nú burðarstólpi í hagkerfinu.
Andri Snær mun vafalítið horfa til þessara þátta í áherslum sínum, þegar kemur að nálgun að forsetaembættinu.
Hann hefur í mörg ár verið heimspekileg broddflugu í samfélagsumræðu hér á landi, og látið sig sérstaklega varða umhverfismál, náttúruvernd og efnahagsmál. Sérstaklega hefur hann rætt um mikilvægi þess að byggja upp „eitthvað annað“ en stóriðju og þungaiðnað, og átt í ófáum ritdeilum við fólk um þau mál í gegnum tíðina.
Óhætt er að segja að þróun undanfarinna ára á Íslandi hafi verið á þann veg, að „eitthvað annað“, ekki síst þekkingariðnaður og ferðaþjónustan, sé nú burðarstólpi í hagkerfinu.
Andri Snær mun vafalítið horfa til þessara þátta í áherslum sínum, þegar kemur að nálgun að forsetaembættinu.
Spennandi verður að fylgjast með næstu tíu vikum eða svo, þegar frekari kraftur færist í kosningabaráttuna, og listi frambjóðenda verður skýr. Val er hugsanlegt að fleiri bætist við eftir því sem nær dregur kosningum.