Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra segir, í samtali við Vísi, að engar ákvarðanir hafi verið teknar um málið á fundinum í morgun en að hún hafi kynnt fyrir ríkisstjórninni málið eins og það lítur út frá ráðuneytinu séð.
„Við fengum meðal annars bréf frá sveitarstjórninni á Höfn í Hornafirði þar sem stjórnin hefur áhyggjur af gangi mála,“ sagði Sigrún í samtali við Vísi. „Það er auðvitað það sama hér í ráðuneytinu, þetta er ein af okkar dýrmætustu perlum og auðvitað er manni umhugað að þeirri perlu verði bjargað og henni komið í öruggt skjól.“
Það virðist augljóslega mikill ávinningur vera í því fólginn, að Jökulsárlón verði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði, og ríkið þar með eignist jörðina Fell. Jörðin fer í almenna söluNú er á ríkisstjórnin leik, og það verður spennandi að sjá hvort ríkisstjórnarflokkarnir gangi í takt í þessu máli.