Ríkisskattstjóri hefur tekið 178 mál einstaklinga til sérstakrar skoðunar, og krafist skýringa, vegna misræmis milli framtala og skattaskjólsgagna sem skattrannsóknarstjóri keypti. Skúli Eggert Þórðarson hefur staðfest þetta.
Þetta er merkilegt, og sýnir vel hversu mikilvægt það var, að fá gögnin og skoða þau. Það var líka mikilvægt að sá sem komst yfir gögnin og kom þeim til skattayfirvalda hafi gert það í skjóli leyndar. Það skiptir miklu máli að öll áherslan sé að uppræta skattsvikin og afhjúpa skattsvikarana.
Afhjúpunin sem fylgir Panamaskjölunum er samfélagslega mikilvæg, og vonandi hafa stjórnmálamenn hugrekki til að fylgja öllum málum eftir, alveg til enda, sem koma upp og snúa að þeim.
Ennþá hafa Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, ekki birt tæmandi upplýsingar um tengsl sín við aflandsfélög og hvernig skattskilum var háttað. Það er ekki nóg að birt valdar upplýsingar, heldur þarf að birta allar upplýsingar.
Það er eina myndin sem þarf að koma fram.