Kæri ráðherra landbúnaðarmála

Auglýsing

Um leið og ég óska þér til ham­ingju með nýja stól­inn þá langar mig að deila ­með þér, og öðrum áhuga­söm­um, vanga­veltum um hvernig stjórn­völd geta skap­að sauð­fjár­bændum sóma­sam­legt starfs­um­hverfi til fram­tíð­ar.

For­veri þinn í ráðu­neyt­inu skrif­aði nýlega undir samn­ing fyrir hönd ­rík­is­ins við sauð­fjár­bænd­ur. Sam­kvæmt honum munum við næstu 10 árin leggja í allt um 50 millj­arða styrk til grein­ar­inn­ar. Samn­ing­ur­inn felur ekki í sér­ ­neina nýsköpun heldur ríg­heldur grein­inni í viðjum van­ans. Eins og góður mað­ur­ ­sagði við mig um dag­inn þegar ég innti hann eftir því hvort ekki hefði ver­ið á­stæða til að breyta styrkja­fyr­ir­komu­lag­inu og opna það fyrir nýj­ungum – þetta er sauð­fjár­samn­ing­ur­inn!

Við vitum bæði að árleg neysla á kinda­kjöti er svipur hjá sjón frá því sem var þegar þú og ég vorum lítil börn. Það er einnig margt sem bendir til að eftir 10 ár hafi inn­an­lands­neysla dreg­ist enn meira sam­an, þrátt fyrir allt ­mark­aðs­starf. Það er nefni­lega þannig að ungt fólk er í vax­andi mæli hætt að ­borða kjöt; af sið­ferði­legum ástæð­um. Þeirra börn munu lík­lega ekki læra að ­borða kjöt og neyt­enda-­mark­að­ur­inn mun þannig halda áfram að skreppa sam­an.

Auglýsing

Í dag fram­leiða bændur þriðj­ungi meira kinda­kjöt en þjóðin torg­ar. Okkur er aftur farið að dreyma um öfl­ugan útflutn­ing en þrátt fyrir ára­tuga leit að ­mörk­uðum erlendis hefur okkur ekki enn tek­ist að fá gott verð fyrir kjöt­ið. Í skýrslu sem KOM ráð­gjöf vann fyrir lands­sam­tök sauð­fjár­bænda á dög­unum kem­ur ­reyndar fram að mark­aðstæki­færin séu gríð­ar­leg – fyrir líf­ræna fram­leiðslu! Þá ­vand­ast málið aðeins því sam­kvæmt minni bestu vit­neskju eru aðeins 9 sauð­fjár­bú í land­inu sem fram­leiða líf­rænt vottað lamba­kjöt. Ef við gefum okkur að þetta ­séu allt með­albú á stærð þá er hlut­fall líf­ræns vott­aðs lamba­kjöts aðeins rétt inn­an­ við 1% af árlegri heild­ar­fram­leiðslu grein­ar­inn­ar. Er ekki óvar­legt að byggja nýja ­mark­aðs­sókn erlendis á því?

Annar þáttur sem snýr að sauð­fjár­samn­ingnum er land­nýt­ing. Sam­kvæmt ­samn­ingnum á að leggja aukna áherslu á sjálf­bæra land­nýt­ingu en ekk­ert gef­ið ­upp um hvernig eigi að ná því mark­miði. Nú, þegar umhverf­is­ráð­herra er nýlent eftir að hafa skroppið til NY til að und­ir­rita lofts­lags­samn­ing­inn fyrir okk­ar hönd er ekki úr vegi að minna á að Ísland er vist­fræði­lega verst farna land ­Evr­ópu. Land­eyð­ing frá land­námi er geig­væn­leg. Í grunn­inn af völd­um ó­sjálf­bærrar land­nýt­ing­ar; drifin áfram af búfjár­beit og skóg­ar­höggi í gegn­um ald­irnar við óblítt veð­ur­far, eld­gos og aðrar nátt­úru­ham­far­ir. Við erum engu að ­síður enn að kýta um hvort beita skuli þessa auðn eða hina á hálend­inu.

Í sókn­ar­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar er sann­ar­lega lögð áhersla á land­græðslu ­sem aðgerð til að draga úr áhrifum lofts­lags­breyt­inga. Því miður er það ekki ­sett í sam­hengi við land­nýt­ing­una. Upp­græðsla rof­ins lands er ekki mark­mið í sjálfu sér heldur leið til bæta ástand lands. Ef nýt­ingu er ekki breytt til­ ­sam­ræmis við það er aðgerðin í besta falli mátt­laus. Sauð­fjár­rækt eins og hún­ er stunduð hér­lendis byggir að miklu leyti á úthaga­beit og það er veru­lega um­hugs­un­ar­vert að nýi sauð­fjár­samn­ing­ur­inn skuli ekki grund­vall­ast á auð­linda­stýr­ingu – af ítar­legri land­nýt­ing­ar­á­ætlun fyrir hvern ein­asta afrétt/ úthaga lands­ins þar sem nýt­ing tekur raun­veru­lega mið af ástandi gróð­urs og jarð­vegs. Land­nýt­ing­ar­þáttur gæða­stýr­ingar í sauð­fjár­rækt upp­fyllir því miður ekki þess­ar grunn­kröfur og fátt í dag sem bendir til að hann muni þró­ast í raun­veru­leg­t ­stjórn­tæki sjálf­bærrar auð­linda­nýt­ing­ar.

Eins er mjög umhugs­un­ar­vert af hverju inni­hald ­samn­ings­ins er ekki bein­tengt við áherslur rík­is­stjórn­ar­innar í lofts­lags­mál­u­m. Tæki­færin til að breyta styrkja­kerfi grein­ar­innar í umhverfistengdar greiðsl­ur eru gríð­ar­leg. Sam­starfs­flet­irnir við fyr­ir­tæki lands­ins sem vilja sýna ­sam­fé­lags­lega ábyrgð í verki eru sömu­leiðis ótrú­lega áhuga­verð­ir. En – það er engin vett­vangur til staðar þar sem hægt er að skoða þessi mál í sam­hengi og máta inn í fram­tíð­ar­sýn íslensks dreif­býl­is.

Það er, kæri land­bún­að­ar­ráð­herra, Akki­les­ar­hæl­l sauð­fjár­rækt­ar­inn­ar. Skortur á heild­ar­sýn og sam­þættum umhverf­is- og land­bún­að­ar­stefnum þeirra ráðu­neyta og stofn­ana sem tengj­ast grein­inni heldur kyrfi­lega aftur af nýsköp­un. Af hverju á umhverf­is­ráðu­neytið til að mynda ekki beina að­komu að gerð sauð­fjár­samn­ings­ins? Af hverju er ekki til þver­fag­legur ráð­gjafa­vett­vang­ur á vegum ráðu­neyta sem fara með umhverf­is- og land­bún­að­ar­mál? Eiga hags­muna­að­ilar að geta einir samið um nýt­ingu auð­lind­ar­innar eins og þeim ­sýnist? Við megum ekki gleyma að stærsti hluti hálend­is­ins er í eigu íslenska ­rík­is­ins og ég hefði haldið að umhverf­is­ráðu­neytið væri besti tals­maður þess, eða?

Síð­ustu árin hef ég, ásamt sam­starfs­fé­lögum mín­um, lagst í tals­verða ­rann­sókn­ar­vinnu og rýnt í vist­fræði­lega og sam­fé­lags­lega kerfið sem úthaga­beit og end­ur­heimt raskaðs úthaga til­heyr­ir. Við höfum lagt sér­staka áherslu á að ­skoða hvort land­bún­að­ar- og umhverf­is­stefnur stjórn­valda sem snúa að ­fyrr­nefndum þáttum séu í raun að skila þeim árangri sem þeim var/er ætl­að. Það eru nú nokkur áhöld um það. Í grein sem við birtum í tíma­rit­inu Ecology and Soci­ety árið 2013 kemur til að mynda mjög skýrt fram að það eru ekki bænd­urn­ir ­sjálfir sem hópur sem halda aftur af fram­þróun heldur mun frekar fíla­beinsturnar stjórn­sýsl­unnar sem fer með mál­efni land­bún­að­ar- og um­hverf­is­mála, und­ir­liggj­andi valda­bar­átta á milli stofn­ana og mátt­lausar og ó­ljósar stefn­ur. Fleiri greinar bíða birt­ingar í fag­tíma­rit­um, en ég er boð­in og búin til að upp­lýsa þig um inni­hald þeirra hvenær sem er.

Kæri land­bún­að­ar­ráð­herra, þrátt fyrir allt þá er ég sann­færð um að sauð­fjár­bú­skap­ur eigi fram­tíð­ina fyrir sér – sem fram­leið­andi hágæða­vöru sem seld er dýrum dóm­um. Eins og stefnt er að sam­kvæmt nýjum samn­ingi: gæði umfram magn! En þá þarf að hugs­a um alla þætti frá upp­hafi, útfrá styrkj­um, neyt­end­um, auð­linda­stýr­ingu og dreif­býl­is­þróun – með lofts­lags­málin sem rauðan tengi­þráð.

Þú ávannst þér virð­ingu með að standa fastur fyrir í mál­efnum tengd­um ­sjáv­ar­út­veg­in­um, þrátt fyrir þunga pressu af hálfu þeirra sterku hags­muna­hópa ­sem þú áttir við að etja. Ég vona inni­lega að þú takir á mál­efnum lands­ins á sama hátt í þínu nýja emb­ætti en látir ekki hags­muna­hópa leiða þá vinnu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None