Betra sjúkrahús á betri stað

Auglýsing

Hans Gutt­ormur Þorm­ar, skrifar grein­ina „Sjúkra­húsið í Svarta­skógi" á Kjarn­an­um, 17. a­príl sl.

Í grein­inni fer Hans yfir umræð­una um stað­setn­ingu nýja Land­spít­al­ans og segir meðal ann­ars. „Í mál­flutn­ingi hóps sem kallar sig „Betri ­spít­ala á betri stað“, rekur líka hver stað­reynda­villan aðra“ og beinir að lokum nokkrum spurn­ingum til hóps­ins, sem hér er svar­að.

Á www.betrispitali.is eru helstu upp­lýs­ingar varð­andi nýja Land­spít­al­ann og und­ir­bún­ing hans. Sjá til­ ­dæmis und­ir­síður á þess­ari síðu.

Auglýsing

Sam­tök um Betri spít­ala á betri stað telja gera eigi fag­lega ­stað­ar­vals­grein­ingu fyrir nýja Land­spít­al­ann.  Á­kvörðun um stað­setn­ingu verði svo tekin í fram­haldi af því.  Við höfum því ekki mælt með einum stað fram­ar öðrum en teljum að Hring­braut henti illa.

Hans er vel­komið að hafa sam­band og ræða sínar vanga­velt­ur við okk­ur.  Það hefði getað sparað vinn­u við þessa grein hans, sem er full af mis­skiln­ingi, sem von­andi er ekki vís­vit­andi.

Svar við spurn­ing­un­um Hans Þorm­ars

1.       Hvaðan er talan um 100 til 200 ferðir sjúkra­bíla kom­in?

Svar Sjá TMP bls. 39, 8.4.4 Em­ergency vehicles

Um 92% sjúkra­flutn­inga­manna vilja ekki hafa nýja Land­spít­al­ann við Hring­braut sam­kvæmt könnum sem um helm­ing­ur þeirra svar­aði.

2.       Hvaðan er talan um 36 þús­und ferðir á dag á Land­spít­ala kom­in?

Svar: Varð­andi spá um fjölda ferða til og frá spít­al­anum er notast við Technical master plan, skýrslu sem C.F. Möller ráð­gjaf­ar, unnu fyr­ir­ Land­spít­al­ann árið 2007.  Sjá bls. 38, 8.4.3 Hospi­tal generated traffic.  Þarna kemur fram að ferðir til­/frá spít­al­an­um verði 9.000*2 = 18.000 á sól­ar­hring þegar hann verður tek­inn í notk­un.  Fjöld­inn 36.000 er tvö­faldur ofan­greind­ur ­fjöldi. Við höfum notað lægri töl­una, óljóst hvaðan Hans hefur þá hærri.

3.       Hvaðan eru upp­lýs­ingar um sjúkra­húsið í London Ont­ario komn­ar?

Svar: Þeir sem vilja hafa Land­spít­al­ann á Hring­braut telja sumir að nálægða háskóla og sjúkra­húss skipti miklu.  Flest­ir lækn­ar, þar á meðal Dr. Kári Stef­áns­son, í grein í Mbl. 20. apríl sl. telja rök um nálægð ekki sterk.  Mun meiru skiptir að ­spít­al­inn sé sem næst sem flestum not­endum og að honum sé greið leið.  Nem­end­ur, sem eru um 1500 á hverjum tíma, fara bara beint að heiman á sinn vinnu­stað hvort sem það er skól­inn eða ­spít­al­inn en nán­ast ekk­ert milli þeirra staða.  ­Upp­lýs­ing­arnar varð­andi Ont­ario komu af Inter­net­inu.

4.       Sam­ræm­ist stað­setn­ing spít­ala á Víf­il­stöðum þeim hag­kvæm­is­út­reikn­ingum sem sam­tökin hafa gert um fjölda og lengd ferða til og frá spít­ala á besta stað? Afhverju and­mælið þið ekki þeirri stað­setn­ingu?

Svar: Sam­tökin berj­ast fyrir því að gerð veri ný fag­leg ­stað­ar­vals­grein­ing.   Fyrri grein­ing­ar eru úreltar og voru reyndar að okkar áliti ekki mark­tækar, því ráð­gjafar láta auð­veld­lega að stjórn þeirra sem borgar reikn­ing­ana, ef svo ber und­ir.  Þannig gerði KPMG skýrslu fyrir NLSH ofh. í ágúst s.l. að beiðni heil­brigð­is­ráð­herra þar sem kom­ist var að nið­ur­stöðu sem verk­kaupi óskaði eft­ir, en hafði stuttu áður góð­kennt skýrslu Sam­taka um Betri ­spít­ala, þar sem kom­ist var að ann­ari nið­ur­stöð­u.  Hvað ætli það kosti að fá þriðju skýrsl­una ­sem styður aðra nið­ur­stöðu?

5.       Hvað verður tapið fyrir þjóð­fé­lagið mikið per ­ferð við að hafa spít­al­ann á Víf­il­stöðum ef miðað er við fyrri for­sendur ykk­ar og kostnað á hvern ekinn kíló­metra?

Svar:  Fjár­hags­leg­ur ­sam­an­burður okkar sem KPMG fór yfir, sýnir hag­kvæmni þess að byggja nýj­an Land­spít­ala frá grunni á besta stað.  Hag­kvæmnin felst í nokkrum lið­u­m. 

Þó að það kosti meira að byggja yfir alla starf­sem­ina á nýjum stað, þá vinn­st það upp og gott bet­ur.   Sölu­verð­mæti eign­anna við Hring­braut nem­ur tugum millj­arða, minni vega­fram­kvæmdir því flutn­ingur spít­al­ans léttir á mið­borg­ar­um­ferð­inni sem sparar tugi millj­arða, hag­kvæm­ari rekstur í nýj­u­m ­sér­hönn­uðum bygg­ingum er met­inn á um 600 millj­ónir á ári og styttri ferð­ir not­enda m.v. besta stað mátum við á tugi millj­arða króna á ári.  Nú er það svo að ferða­kostn­að­ur­inn mun fara eftir þróun byggðar í fram­tíð­inni og því ekki um neina eina rétta nið­ur­stöðu að ræða.  Þó að ferða­kostn­að­ar­lið­ur­inn sé ­tek­inn út úr dæm­inu breytir það ekki megin nið­ur­stöð­unni, sem sagt þeirri að það ­borgar sig að byggja nýja spít­al­ann á nýjum stað.  Nánar um þetta hér.

6.       Hvers vegna nota sam­tökin það sem rök fyr­ir­ ­um­ferð­ar­teppu að ljóst sé að ekki verður ráð­ist í að setja Miklu­braut í stokk, ­leggja veg við Hlíð­ar­fót, göng undir Öskju­hlíð og mis­læg gatna­mót Snorra­braut/­Bú­staða­veg sam­hliða upp­bygg­ingu á Land­spít­al­an­um?

Svar: Nú þegar er umferð­ar­teppa við Hring­braut á álags­tím­um.  Við sam­ein­ingu spít­al­ans við Hring­braut, ef af verð­ur, má gera spár ráð fyrir rúm­lega 12% aukn­ingu umferðar sem ekki er á bæt­andi.

7.       Hvers vegna nota þá sam­tökin kostnað við of­an­greind umferð­ar­mann­virki sem hluta af kostn­aði  (20 millj­arð­ar) í sínum „hag­kvæmn­is­út­reikn­ing­um“ á spít­ala á besta stað þegar þau gera ráð fyrir að þessar fram­kvæmdir kom­ist ekki á kopp­inn næstu ára­tugi?

Svar:  Við teljum að það hljóti að þurfa að finna ein­hverja lausn á umferð­ar­vand­an­um.  Ef fyrri áætl­anir um veg um Hlíð­ar­fót og ­Miklu­braut í stokk, svo dæmi sé tek­ið, telj­ast ekki heppi­leg­ar, þá hlýtur að þurfa að finna aðr­ar.  Allar slík­ar úr­lausnir verða gríð­ar­lega dýrar fyrir ríki og borg.  Síð­ustu miss­eri hefur létt­lest og fleiri slíkar lausnir verð nefndar sem allar kosta tugi, jafn­vel hund­ruð millj­arða.  Eins og fjár­þörfin er til­ ým­issa sam­fé­lags­verk­efna virð­ist óhjá­kvæmi­legt að slíkar fram­kvæmdir fær­ist nokkuð inn í fram­tíð­ina, lengra en þol­andi væri ef spít­al­inn verður sam­ein­að­ur­ við Hring­braut.

Af þessu sést að end­ur­skoða þarf áætlun um upp­bygg­ingu við Hring­braut.  Engin gild rök eru fyr­ir­ þeim stað.  Verk­efnið er keyrt áfram af örfá­um að­ilum sem van­treysta því að byggður verði nýr og betri spít­ali á betri stað, ef slakað verður á kröf­unni um Hring­baut.  Þetta ­gengur ekki í nútíma upp­lýstu sam­fé­lag­i.  Við verðum að treysta okkur til að gera það sem er rétt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar
None